Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 54
„Ég man ekki hvað var í verð- laun, nema hvað að mér þótti þau heldur ómerkileg,“ segir Guðlaug Þorsteinsdóttir sem á þessum degi fyrir réttum þrjátíu árum varð Norðurlandameistari kvenna í skák fyrst íslenskra kvenna. Hún var aðeins fjórtán ára gömul og vakti sigur hennar athygli um gjörvöll Norðurlönd. Guðlaug lærði mannganginn þegar hún var fimm ára og keppti fyrst fyrir Íslands hönd ytra þeg- ar hún var tólf ára. „Þá var hald- ið svo kallað sex landa mót sem Íslendingar tóku oft þátt í og þá var yfirleitt eitt kvennaborð.“ Guðlaug segist vissulega hafa verið í yngri kantinum að sigra Norðulandamótið aðeins fjórtán ára gömul en þvertekur fyrir að hafa verið undrabarn. „Það var bara fátítt að konur tefldu á þess- um tíma en sem betur fer eru breyttir tímar þótt enn vanti herslumuninn.“ Skákáhuga sinn þakkar Guð- laug því að mikið var teflt á heim- ili hennar sem og öflugu skák- starfi í Kársnesskóla. „Svo var það auðvitað skákbomban árið 1972 þegar Fischer og Spasskí háðu einvígi, það hafði mikil áhrif,“ segir Guðlaug en harðneit- ar að gefa upp með hverjum hún hélt. „Ég neita því af samvisku- ástæðum,“ segir hún og hlær. Guðlaug vann tvo Norður- landameistaratitla til viðbótar árin 1977 og 1979 en lagði taflið á hilluna árið 1985. Í dag starfar hún sem geðlæknir. Hún fór þó að fikta aftur við skákina fyrir þremur árum eða svo, aðallega fyrir tilstilli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, formanns Skák- sambands Íslands. „Hún hefur unnið mjög gott starf, sérstak- lega við að fá konur í skákina og hvatti mig til að byrja aftur.“ Þótt Guðlaug sé byrjuð að keppa aftur fyrir Íslands hönd segist hún ekki stefna á annan Norðurlandatitil. „Ég hef ekki metnað í það, en vonandi á ég eftir að hvetja fleiri konur til þess að tefla. Okkur vantar enn dálitla breidd.“ Guðlaug þarf ekki að óttast að fari að styttast í ann- an endann á ferlinum. „Ég er enn kornung hvað skákina varðar og get teflt fram á grafarbakkann.“ 20 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR IAN ANDERSON (1947) á afmæli í dag. Teflt fram á grafarbakkann 30 ÁR SÍÐAN GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR VARÐ NORÐURLANDAMEISTARI Í SKÁK: „Mikið af popptónlist gengur út á að stela vasapeningum frá börnum.“ Ian Anderson er söngvari og þverflautuleikari framúrstefnu- rokksveitarinnar Jethro Tull, sem verður seint sökuð um að semja froðukennt léttmeti. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Guðfinna Júlíusdóttir lést fimmtudag- inn 21. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Betty Duurhuus lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 22. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurður Karlsson, Unnarbraut 28, Sel- tjarnarnesi, lést á heimili sínu mánudag- inn 25. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bjarni Ágústsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík, frá Urðarbaki, Þverárhreppi, V- Húnavatnssýslu, lést laugardaginn 30. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Gudrun Kristjansen andaðist í Kaup- mannahöfn miðvikudaginn 3. ágúst. Lárus Sigurðsson, kaupmaður, Arnar- hrauni 19, Hafnarfirði, lést laugardaginn 6. ágúst. Hannes Þórður Hafstein lést sunnu- daginn 7. ágúst. JAR‹ARFARIR 15.00 Óskar Sigurður Guðjónsson, Hjallavegi 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju. AFMÆLI Unnur Guðjónsdóttir Kínafari er 65 ára. Jón Óttar Ragnarsson, fyrrum sjón- varpsstjóri og athafnamaður, er sextug- ur. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður er 43 ára. Þormóður Árni Egilsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, er 36 ára. GAGGALAGÚ Jóhanna og landnáms- hæna á góðri stund. EGG LANDNÁMSHÆNSNA: Brag›ast allt ö›ruvísi Egg landnámshænunnar koma senn á markað í fyrsta sinn og heldur Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna utan um söluna. „Við erum með eins konar regn- hlífasamtök utan um þetta fyrir eigendur hænsnanna, því þetta er lítill búskapur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, formaður félagsins. Félagið hefur meðal annars á sinni könnu að kaupa bakka og prenta miða fyrir þá sem selja landnáms- hænuegg. Jóhanna segir mikinn bragð- og útlitsmun vera á eggjum land- námshænunnar og venjulegum hænueggjum, sem skýrist aðallega af því að landnámshænan gengur laus og týnir upp í sig gróður og skordýr í náttúrunni. „Rauðan í þeim er rauðari en í verksmiðju- eggjum,“ segir Jóhanna, „og það er meira bragð af þeim. Það má líkja þessu við muninn á mjólk og rjóma.“ Eggin er yfirleitt borðuð ein og sér, ýmist soðin, spæld eða hrærð, eða notuð sem álegg og segir Jó- hanna að allur matur bragðist betur með landnámseggjum. Gert er ráð fyrir því að sala á eggjunum hefjist í næstu viku en upplýsingar um sölustaði má finna á vefnum haena.is. GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR Guðlaug lagði skákina á hilluna í hálfan annan áratug en byrjaði aftur fyrir tilstilli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Á þessum degi árið 1846 var bandaríska Smithsonian-stofnun- in sett á laggirnar. Árið 1829 hafði enskur vísindamaður, James Smithson að nafni, ánafn- að Bandaríkjunum allar sínar eig- ur ef svo færi að hans eini ætt- ingi myndi deyja barnlaus. Gjöf- inni fylgdi það skilyrði að hún yrði nýtt til að stofna safn, kennt við Smithson, sem hefði þann til- gang að safna saman og bæta við þekkingu mannsins. Gjöfin vakti talsverða athygli beggja vegna Atlantsála. Smithson var nokkuð þekktur vísindamaður á sviði jarðfræði, landafræði og efnafræði en hafði aldrei til kom- ið til Bandaríkjanna. Sex árum eftir dauða Smithson lést frændi hans barn- laus og hinn 1. júlí 1836 þáði Banda- ríkjaþing hina rausn- arlegu gjöf. Arfurinn fól meðal annars í sér rúmlega hund- rað þúsund gullpen- inga og stór bóka- og steinasöfn. Nokkur ágreiningur var um hvernig gjöfinni yrði best varið en eftir nokkurt þóf var ákveðið að Smithsonian-stofnunin skyldi hafa í fórum sínum safn, bóksafn og stuðla að alls kyns rannsóknum og út- gáfu fræðilegra verka. Í dag samanstendur Smithsonian-stofnun- in af átján söfnum og galleríum, auk margra rannsókna- setra víðs vegar um heiminn. Helstu ger- semar bandarískrar sögu eru varðveittar í Smithsonian-safninu, þar á meðal fyrsti bandaríski fán- inn og flugvél Wright-bræðra, en flug- og geimsafn Smithsonian- stofnunarinnar er vinsælasta safn heims. JAMES SMITHSON ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1500 Diego Diaz finnur Madaga- skar fyrstur Evrópumanna. 1787 Mozart leggur lokahönd á verkið Eine kleine Nacht- musik. 1809 Ekvador hlýtur sjálfstæði frá Spáni. 1921 Franklin D. Roosevelt verð- ur var við einkenni lömun- arveiki. 1970 Jim Morrison er dreginn fyrir dóm sakaður um ósið- legt athæfi á sviði. 1977 Morðinginn David Berkowitz, þekktur sem „sonur Sáms“, er hand- samaður í New York. 1984 Bjarni Friðriksson júdókappi vinnur bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles. 1985 Michael Jackson kaupir út- gáfuréttinn að öllum lög- um Bítlanna. Smithsonian-stofnunin sett á fót Tilkynningar um merkis- atbur›i, stórafmæli, and- lát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér á sí›unni má senda á net- fangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.i s e›a hringja í síma 550 5000. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Skarphéðinn Agnars Yfir síldar- og fiskmatsmaður, Garðvangi, Garði, áður til heimilis að Hringbraut 67, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánudaginn 8. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Birna Agnars Skarphéðinsdóttir Margrét Agnars Skarphéðinsdóttir Þórður Ingimarsson Jónína Árný Skarphéðinsdóttir Ólafur Viðar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn www.steinsmidjan.is Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti á dögunum umhverfisviður- kenningar ársins 2005 við hátíð- lega athöfn og var 33 ára selja, sem stendur við Látraströnd, meðal annars valin tré ársins. „Ég hef nostrað við þetta tré frá upphafi og elska það mikið,“ segir Ingibjörg Árnadóttir verslunar- maður, sem á tréð og gróðursetti það sjálf fyrir rúmum þremur ára- tugum. „Tréð er mjög fallega vax- ið,“ segir hún stolt í bragði. „Ég hef stýrt því svolítið með því að klippa af því greinar. Mér skilst að seljan sé ekki mjög algeng hér á landi en hún verður mikil á hæð og á hana vaxa stór blöð.“ Ingibjörg flutti á Látraströnd fyrir 35 árum og tveimur árum seinna fór hún í Mosfellsdalinn til að kaupa sér tré í garðinn. „Guð- rún Tómasdóttir söngkona og maðurinn hennar, sem var erlend- ur tónlistarmaður, voru með gróð- urhús þar sem við keyptum trén. Þegar við vorum að borga kom hann með seljuna og bauð okkur í kaupbæti ef við lofuðum að koma henni fyrir á fallegum stað.“ Ingibjörg stóð vitaskuld við loforðið og sér sannarlega ekki eftir því enda er seljan fallegasta tréð á Nesinu í dag. TRÉ ÁRSINS Á SELTJARNARNESI: Er mjög fallega vaxi› INGIBJÖRG OG SELJAN Ingibjörgu var gefin seljan fyrir 33 árum gegn því að hún lofaði að koma henni fyrir á góðum stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.