Fréttablaðið - 10.08.2005, Side 58

Fréttablaðið - 10.08.2005, Side 58
24 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Það er aldeilis frábært að Ís- land skuli vera komið á kortið sem vænlegur tónleikastaður fyrir erlendar hljómsveitir. Þó má setja spurn- ingarmerki við margar þær sveitir og listamenn sem koma hingað til lands. Eru þetta allt saman útbrunnir listamenn sem eru bara fengnir hingað af því að þeir eru svo ódýr- ir og enginn annar vill þá? Fá tón- leikahaldarar ekki frægustu sveitirnar til að koma hingað og snúa sér þá að síður vinsælum listamönnum, sem kannski mega muna sinn fífil fegri? Auðvitað vakna þessar spurn- ingar þegar hingað til lands koma nöfn á borð við Iron Maiden, Alice Cooper, Megadeth, Patti Smith, Bobby McFerrin, Michael Bolton, Joe Cocker, Sonic Youth og Duran Duran. Vissulega eru þetta allt frambærilegir listamenn og góðir á tónleikum en kannski ekki þeir vinsælustu í heiminum í dag. Ég held að yfir höfuð sé tón- leikalandslagið hér þannig að nán- ast einu efnilegu hljómsveitirnar sem koma hingað komi á Iceland Airwaves en þegar sveitirnar eru orðnar stærri láta þær síður sjá sig. Þó eru á þessu undantekning- ar. Gott dæmi um það eru tónleik- ar Snoop Dogg í Egilshöll á dögun- um, sem er sjóðheitur um þessar mundir, og tónleikar Foo Fighters og Queens of the Stone Age á sama stað. Báðar þessar sveitir eru mjög vinsælar í dag og eru síður en svo farnar að slaka á. Svona góðmeti er samt af skornum skammti hér. Núna vil ég gerast kröfuharður og auglýsi eftir enn stærri nöfnum. U2, REM, Eminem, Rolling Stones, System of a Down, Beck og Pearl Jam. Hvar eruð þið? Þið hljótið að hafa heyrt góða hluti um Ísland. Bjóðið fjölskyldum ykkar með og slappið af í nokkra daga hérna í rólegheitunum. Þið gætuð líka orðið Íslandsvinir í kaupbæti. Hvað segið þið? Allt klárt? STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR BJARNASON SKRIFAR UM TÓNLEIKAHALD Á ÍSLANDI. Stærri Íslandsvini, takk! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég græt aldrei þegar einhver hellir niður mjólk.Lepj Lepj Lepj Lepj Lepj Lepj Má ég fá meiri mjólk, takk? Auðvitað, elskan. Æ – fyrst þú stendur, geturu þá náð í saltið? Allt í lagi. Eigum við tómatsósu? Ég skal ná í hana. Og kannski súrar gúrkur líka, elskan? Allt í lagi. Má Hannes fá meira seríos? Já! Svona! Hafið þið einhverjar fleiri spurningar áður en ég sest niður og borða kvöldmat- inn minn? Hvað er í eftirrétt? Hvað ertu að gera?? Þetta er ekki myndin okkar! Hún er það núna! Hvað er að? Þetta er bara mynd sem er bönnuð börnum! Við erum ekkert að fara að sjá eitt- hvað sem við höf- um ekki... ... séð áður. Sástu hvort það var skrifta- stóll frammi í anddyri? Nú ætla ég að kveðja fituna! Fitubaninn er nýja ofurduftið! Jahérna! Enn eitt ofurduftið? Já! Samkvæmt sjónvarpsauglýs- ingunum eru alveg ný hráefni í þessu svo það sker sig úr öllum öðrum megrunarduftum! Og virkar þetta? Bíddu bara, kauði! Þú skalt sko fá að éta efasemdirnar ofan í þig! Já, endilega með feitum og fínum ísrétti og ísköldum bjór! Ég get pantað eina litla og blóð- uga steik!! Hættið þessu! Hættið þessu! Komdu bara! Komdu bara!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.