Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 59
Mezzósópransöngkonan Gu›rún Jóhanna Ólafs- dóttir er n‡komin frá Bretlandi flar sem hún söng á ljó›atónleikum á Harrygate International- hátí›inni. Vi› tekur tónleikafer› um landi› me› Kammersveitinni Ísafold. .Ég kom til Íslands meðal annars til að syngja á sjö tónleikum með Kammersveitinni Ísafold,“ segir mezzosópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir en Ísafold er samansett af ungu hæfileikaríku tónlistarfólki sem ferðast nú um landið þriðja sumarið í röð til að spila klassíska tónlist frá 20. og 21. öldinni. „Daníel Bjarnason hljóm- sveitarstjóri og listrænn stjórn- andi sveitarinnar hafði samband við mig og bauð mér að syngja lagaflokk sem mig hefur mjög lengi langað til að syngja. Þetta er þjóðlagaflokkur sem nefnist Folk- songs og er eftir Berio en lögin eru frá ýmsum löndum allt frá Banda- ríkjunum til Aserbaídsjans og sam- in sérstaklega fyrir mezzosópran og kammersveit.“ Höfundurinn Berio samdi verkið árið 1964 handa þáverandi eiginkonu sinni, Cathy Berberian. Á tónleikaferðalaginu syngur Guðrún einnig fjögurra laga flokk eftir Stravinsky á rússnesku og „Ballöðu frá Önundarfirði“ nýtt verk eftir tónskáldið Þuríði Jóns- dóttur sem er samið sérstaklega fyrir Guðrúnu og Kammersveitina Ísafold. Guðrún er búsett í Madríd en áður en hún heldur aftur þangað syngur hún inn á geisladisk með lögum eftir Sigvalda Kaldalóns. „Jónas Ingimundarson spilar á píanó og heldur utan um útgáfuna. Ég syng sjö lög inn á diskinn en bað Jónas sérstaklega um að fá að syngja lagið Ave María,“ segir Guðrún, sem söng Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns þegar hún lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri Kirkju- tónlistarkeppni í Róm þar sem á annað hundruð manns tóku þátt. Í Madríd bíða Guðrúnar krefj- andi og spennandi verkefni en meðal annars kemur hún til með að syngja þar í vetur með kammer- sveitinni Sonor Ensemble, og kemur svo fram með sinfóníu- hljómsveitinni Schola Camerata í Auditorio Nacional, aðaltónleika- húsinu í Madríd. „Svo kem ég aftur til Íslands í janúar til að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Þar kemur Guðrún til með að glíma við hlutverk Festo í verki Mozarts, La Clemenza Di Tido. Fyrstu tónleikar Ísafoldar verða í kirkjunni á Siglufirði í kvöld klukkan 20.00 en sveitin heldur tónleika í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju annað kvöld. Þaðan liggur leiðin til Ísafjarðar, Grund- arfjarðar, Keflavíkur og tónleika- ferðalagið endar svo með tónleik- um í Íslensku óperunni fimmtu- dagskvöldið 18. ágúst. ■ Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 12. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 13. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 14. ágúst kl. 20.00 Föstudaginn 19. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00 Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. MIÐVIKUDAGUR 10. ágúst 2005 25 Sýning á ljósmyndum úr náttúru Íslands stendur nú yfir í Hafnarborginni Kotka í Finnlandi. Það eru hjónin Björgvin Björgvinsson og Pirjo Aaltonen sem standa að sýningunni. Ljósmynd- irnir tóku þau á ferða- lögum sínum um Ísland en elstu myndirnar eru frá árinu 1987. Þetta er þriðja samsýning Björg- vins og Pirjo á Íslands- myndum í Finnlandi en sýningin fer fram í sal bókasafnsins í Kotka. Sýningunni lýkur 29. ágúst. ■ Íslenskar ljósmyndir í Finnlandi NÆTURSTEMNING Þessa mynd tók myndlistarmaður- inn Björgvin Björgvinsson í fyrra af sumarnótt á Stykkis- hólmi. Sími 533-1100 - www.broadway.is hinn árlegi stórdansleikur Miðaverð kr. 2000. Miðasala hefst kl. 15 á laugardag. Húsið opnað klukkan 23:00 LAUGARDAGSKVÖLDI‹ 13. ÁGÚST   Milljónamæringarnir Sérstakir gestir kvöldsins: Diddú og Raggi Bjarna  Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin alla daga frá kl. 12-18 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl 14, Su 21/8 kl 14 Nýjasta æðið! Scooterhjól með mótor í fyrsta sinn á Íslandi! Engin trygging nauðsynleg - flokkast sem reiðhjól. Notist á gangstéttum. Engin aldurstakmörk. Munið eftir hjálmunum! Vegna mikillar eftir- spurnar byrjum við í dag! Sími: 869 0898 Á miðvikudag erum við á: Selfossi, bílastæðinu við Bílanaust frá 16 - 18 • Á fimmtudag: Vík í Mýrdal, við íþróttahúsið frá 12 - 13:30 - Kirkjubæjarklaustri, við Hótel Eddu frá 16 - 17:30 - Höfn í Hornafirði, við Bílverk frá 20 - 21:30 • Á föstudag: Egilsstöðum, við Bónus frá kl. 13 - 15 - Reyðarfirði, 16 - 18 Erum á ferð um landið: 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 nokkur sæti laus 8. sýn. laug. 13/8 kl. 14 nokkur sæti laus 9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 sæti laus Ísafold fær góðan liðsauka GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR Guðrún syngur á Siglufirði með Kammersveitinni Ísafold í kvöld og á Akureyri annað kvöld. FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.