Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 59
Mezzósópransöngkonan
Gu›rún Jóhanna Ólafs-
dóttir er n‡komin frá
Bretlandi flar sem hún
söng á ljó›atónleikum á
Harrygate International-
hátí›inni. Vi› tekur
tónleikafer› um landi›
me› Kammersveitinni
Ísafold.
.Ég kom til Íslands meðal annars til
að syngja á sjö tónleikum með
Kammersveitinni Ísafold,“ segir
mezzosópransöngkonan Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir en Ísafold er
samansett af ungu hæfileikaríku
tónlistarfólki sem ferðast nú um
landið þriðja sumarið í röð til að
spila klassíska tónlist frá 20. og 21.
öldinni. „Daníel Bjarnason hljóm-
sveitarstjóri og listrænn stjórn-
andi sveitarinnar hafði samband
við mig og bauð mér að syngja
lagaflokk sem mig hefur mjög
lengi langað til að syngja. Þetta er
þjóðlagaflokkur sem nefnist Folk-
songs og er eftir Berio en lögin eru
frá ýmsum löndum allt frá Banda-
ríkjunum til Aserbaídsjans og sam-
in sérstaklega fyrir mezzosópran
og kammersveit.“ Höfundurinn
Berio samdi verkið árið 1964 handa
þáverandi eiginkonu sinni, Cathy
Berberian.
Á tónleikaferðalaginu syngur
Guðrún einnig fjögurra laga flokk
eftir Stravinsky á rússnesku og
„Ballöðu frá Önundarfirði“ nýtt
verk eftir tónskáldið Þuríði Jóns-
dóttur sem er samið sérstaklega
fyrir Guðrúnu og Kammersveitina
Ísafold.
Guðrún er búsett í Madríd en
áður en hún heldur aftur þangað
syngur hún inn á geisladisk með
lögum eftir Sigvalda Kaldalóns.
„Jónas Ingimundarson spilar á
píanó og heldur utan um útgáfuna.
Ég syng sjö lög inn á diskinn en bað
Jónas sérstaklega um að fá að
syngja lagið Ave María,“ segir
Guðrún, sem söng Ave María eftir
Sigvalda Kaldalóns þegar hún lenti
í þriðja sæti í alþjóðlegri Kirkju-
tónlistarkeppni í Róm þar sem á
annað hundruð manns tóku þátt.
Í Madríd bíða Guðrúnar krefj-
andi og spennandi verkefni en
meðal annars kemur hún til með að
syngja þar í vetur með kammer-
sveitinni Sonor Ensemble, og
kemur svo fram með sinfóníu-
hljómsveitinni Schola Camerata í
Auditorio Nacional, aðaltónleika-
húsinu í Madríd. „Svo kem ég aftur
til Íslands í janúar til að syngja
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“
Þar kemur Guðrún til með að glíma
við hlutverk Festo í verki Mozarts,
La Clemenza Di Tido.
Fyrstu tónleikar Ísafoldar verða
í kirkjunni á Siglufirði í kvöld
klukkan 20.00 en sveitin heldur
tónleika í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju annað kvöld. Þaðan
liggur leiðin til Ísafjarðar, Grund-
arfjarðar, Keflavíkur og tónleika-
ferðalagið endar svo með tónleik-
um í Íslensku óperunni fimmtu-
dagskvöldið 18. ágúst. ■
Kabarett
í Íslensku óperunni
Næstu sýningar
Föstudaginn 12. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 13. ágúst kl. 20.00
Sunnudaginn 14. ágúst kl. 20.00
Föstudaginn 19. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
MIÐVIKUDAGUR 10. ágúst 2005 25
Sýning á ljósmyndum úr
náttúru Íslands stendur
nú yfir í Hafnarborginni
Kotka í Finnlandi. Það
eru hjónin Björgvin
Björgvinsson og Pirjo
Aaltonen sem standa að
sýningunni. Ljósmynd-
irnir tóku þau á ferða-
lögum sínum um Ísland
en elstu myndirnar eru
frá árinu 1987. Þetta er
þriðja samsýning Björg-
vins og Pirjo á Íslands-
myndum í Finnlandi en
sýningin fer fram í sal
bókasafnsins í Kotka.
Sýningunni lýkur 29.
ágúst. ■
Íslenskar ljósmyndir í Finnlandi
NÆTURSTEMNING Þessa mynd tók myndlistarmaður-
inn Björgvin Björgvinsson í fyrra af sumarnótt á Stykkis-
hólmi.
Sími 533-1100 - www.broadway.is
hinn árlegi stórdansleikur
Miðaverð kr. 2000.
Miðasala hefst kl. 15
á laugardag.
Húsið opnað
klukkan 23:00
LAUGARDAGSKVÖLDI‹ 13. ÁGÚST
Milljónamæringarnir
Sérstakir gestir kvöldsins:
Diddú og Raggi Bjarna
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin alla daga frá kl. 12-18
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl 14, Su 21/8 kl 14
Nýjasta æðið!
Scooterhjól með mótor
í fyrsta sinn á Íslandi!
Engin trygging
nauðsynleg - flokkast
sem reiðhjól.
Notist á gangstéttum.
Engin aldurstakmörk.
Munið eftir
hjálmunum!
Vegna mikillar eftir-
spurnar byrjum við í dag!
Sími: 869 0898
Á miðvikudag erum við á: Selfossi, bílastæðinu við Bílanaust frá 16 - 18 • Á fimmtudag: Vík í
Mýrdal, við íþróttahúsið frá 12 - 13:30 - Kirkjubæjarklaustri, við Hótel Eddu frá 16 - 17:30 -
Höfn í Hornafirði, við Bílverk frá 20 - 21:30 • Á föstudag: Egilsstöðum, við Bónus frá kl. 13 - 15
- Reyðarfirði, 16 - 18
Erum á ferð um landið:
7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 nokkur sæti laus
8. sýn. laug. 13/8 kl. 14 nokkur sæti laus
9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 sæti laus
Ísafold fær góðan liðsauka
GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR Guðrún syngur á Siglufirði með Kammersveitinni
Ísafold í kvöld og á Akureyri annað kvöld.
FRIENDS
VIRKA DAGA KL. 20:30