Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 10

Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 10
Fyrir fjögur bíltæki greiddi hann tíu grömm af hassi og fyrir far- tölvuna sem metin er á yfir 200 þúsund krónur og myndavélarnar, tæp 24 grömm af hassi. Þá koma einnig við sögu í mál- unum yngri drengir sem sökum aldurs sæta ekki ákæru. Nokkrir ákæruliðanna, sem eru yfir tuttugu talsins, snúa að fjársvikum, umferðarlagabrotum og vörslu fíkniefna, bæði am- fetamíns og kannabisefna. Þá gera í málinu tíu aðilar kröfu um skaðabætur sem hljóða upp á samtals rúmlega 4,1 milljón króna. - óká Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Fjórir af fimm strákum, sem meðal annars sæta ákærum fyrir fjölmörg innbrot á höfuðborg- arsvæðinu, mættu þegar mál þeirra voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Sextán til átján ára drengir ákærðir fyrir innbrot: Strákarnir játu›u allir DÓMSTÓLAR Fjórir drengir á aldrin- um 16 til 18 ára játuðu allir fjölda innbrota og þjófnaða á höfuðborg- arsvæðinu og víðar sem framdir voru á þessu og síðasta ári. Sá fimmti, 18 ára gamall, sem ákærður er fyrir aðild að málum, mætti ekki við þingfestingu máls- ins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn úr hópnum, 16 ára gamall, hefur setið í síbrotagæslu síðan í lok síðasta mánaðar. Honum er einnig gefið að sök hylmingarbrot fyrir að hafa keypt stolinn varn- ing, bílaútvarpstæki, fartölvu og stafrænar myndavélar, af þremur öðrum og greitt fyrir með hassi. LANDBÚNAÐUR Dýralæknar ætla að herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Vonir þeirra standa til að hægt verði að leggja bólusetningu gegn veikinni af. Sigurður Sigurðar- son, dýralæknir smitsjúkdóma, kallar á samstöðu bænda og sveitarstjórna í málinu. „Í haust var áformað, ef skil- yrði væru til, að hætta bólusetn- ingu á Austurlandi frá Jökulsá í Öxarfirði og Melrakkasléttu að Héraðsflóa og Kárahnjúkum. Jafnvel einnig frá Reyðarfirði og Hallormsstað til Berufjarð- ar,“ segir hann. „En svör bænda á þessum svæðum við könnun okkar á síðastliðnu vori eru þó svo dræm, að óvíst er að hætt verði að bólusetja í haust. Sveit- arstjórnir og bændur verða að bregðast rösklegar við, ef það á að verða.“ Að sögn Sigurðar er hætta á að veikin magnist upp þegar hætt er að bólusetja, sé hún enn til staðar, þótt engir eða fáir verði hennar varir meðan bólu- sett er. Þegar hætt er að bólu- setja eykst hætta vegna smitefna sem flutt eru inn á slíkt svæði í hugsunarleysi og kæruleysi með heyi, skítugum gripaflutningabílum, landbún- aðartækjum og hestakerrum, sem sauðfé hefur verið flutt í. „Öllu slíku er hægt að af- stýra, ef menn sofna ekki á verðinum,“ segir Sigurður. „All- ir verða að finna til ábyrgðar. Það hefur tekist á tilteknum svæðum hingað til, en þar má heldur ekki sofna á verði, þótt vel hafi gengið. Ávinningur við að geta hætt bólusetningu er mikill bæði í kostnaði við hana sem ekki þarf þá lengur að greiða, minni skemmdum á af- urðum og betri meðferð á skepnunum.“ Hann undirstrikar að veikin hafi verið upprætt á nokkrum svæðum, þar sem hún hafi áður verið útbreidd og valdið tjóni. Ef fylgt sé tilteknum varúðar- reglum megi ætla að unnt verði, án umtalsverðrar hættu, að leggja niður bólusetningu gegn veikinni á einu svæði eftir ann- að þar til hún hefur verið upp- rætt. jss@frettabladid.is Lögregla á Húsavík blekkt: Fannst sofandi eftir ney›arkall LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Húsavík fékk í fyrrinótt upphringingu frá manni sem sagðist vera í vanda staddur. Kallað var á björgunar- sveitir og þegar hafin leit að manninum. Leitað var að honum í rúma þrjá tíma áður en hið sanna kom í ljós; að maðurinn lá heima í rúmi steinsofandi. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni á Húsavík hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu fyr- ir ýmsar sakir, þó ekki fyrir neitt þessu líkt. Hann sagði einnig að auðvitað væri óþægilegt þegar lögregla væri blekkt á þennan hátt. - oá BETRI AFURÐIR Dýralæknar vilja útrýma garnaveiki, hætta bólusetningum og fá þar með betri afurðir af sauðfénu. Bændur tefja flarfar breytingar D‡ralæknar hyggjast her›a enn baráttuna gegn garnaveiki í sau›fé. Markmi› fleirra er a› hægt ver›i a› leggja bólusetningar af. fia› hef›i í för me› sér minni kostna›, betri afur›ir og betri me›fer› á skepnunum. UTANBORÐSMÓTORAR tvígengis- og fjórgengisvélar 2,5 - 275 hestöfl SPORTVEIÐIBÁTAR með Volkswagen Marine dísilvél og hefðbundnum skrúfubúnaði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.