Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 25
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.07.2005–31.07.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is 8,5%* Peningabréf Landsbankans ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 91 39 0 8/ 20 05 Playboy Stafrænt strákatímarit Sjávarútvegurinn Krónan veldur verkjum Alan Greenspan Óttast verndarstefnu Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 31. ágúst 2005 – 22. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Bakkavör hagnast | Bakkavör hagnaðist um 11,9 milljónir punda, eða 1,4 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 123 prósenta aukning frá fyrra ári. Heildartekjur námu 26,4 milljörðum króna, sem er rúm- lega þreföldun frá fyrra ári. Burðarás selur | Burðarás hefur selt um 8,2 prósenta hlut í norska olíuleitarfyrirtækinu Exploration Resources fyrir meira en 1,9 milljarða króna. Söluhagnaður af bréfunum er yfir einn milljarður. Markaðsvirði Exploration Reso- urces hefur meira en tvöfaldast frá því að Burðarás tilkynnti um kaup í því í júní. Kögun kaupir | Kerfi A/S, dóttur- félag Kögunar, hefur keypt danska upplýsingatæknifyrirtæk- ið Commitment Data A/S. Velta Commitment Data er rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Hjá Kerfi A/S starfa nú sjötíu manns og er áætluð ársvelta um þrír milljarðar króna. Katrín veldur tjóni | Gríðarlegt eignatjón varð þegar fellibylurinn Katrín reið yfir Suðvesturríki Bandaríkjanna. Vefnaðardeilda leyst? | Peter Mandelson, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusam- bandinu, segir að lausn sé í sjón- máli í vefnaðardeilu ESB við Kín- verja. „Eignarrétturinn og framtíðin“ | Rannsóknarmiðstöð um samfé- lags- og efnahagsmál hélt ráð- stefnu undir yfirskriftinni „Eign- arrétturinn og framtíðin“. Icex í methæðum | Úrvalsvísi- talan stóð í rúmum 4.600 stigum við lokun markaða í gær og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 38 prósent frá ára- mótum. Nafni Verslunar- ráðs breytt Kynntar verða nýjar áherslur í starfi Verslunarráðs Íslands á Hótel Nordic klukkan fjögur í dag. Hluti af því er að breyta nafninu í Viðskiptaráð Íslands sem á að hafa breiðari skírskotun en Verslunarráð Íslands. Það er ekki síst vegna breytts umhverf- is í atvinnulífinu og fjölbreyttari verkefna, meðal annars vegna þess hve alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið, sem þessi vinna hefur farið fram á vegum ráðsins. Mikið starf hefur verið unnið innan Verslunarráðs á undan- förnum árum sem hefur oftar en ekki hrundið af stað umræðu í þjóðfélaginu. Til dæmis var gefin út skýrsla um flata skatta, 15 pró- sent landið, og hvatt til umræðu um að auka veg einkaframtaks- ins í skólakerfinu. - bg Björgvin Guðmundsson skrifar Stjórnendur Atlantis, sem er þriggja ára gamalt al- þjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki, ákváðu á þessu ári að höfuðstöðvar samsteypunnar yrðu staðsettar á Ís- landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í fram- leiðslu og sölu á laxi og túnfiski til Jap- ans og hefur vaxið mikið undanfarin ár. Það er með sextán starfsstöðvar í fjórt- án löndum og 180 manns í vinnu. Veltan hefur stóraukist milli ára og stefna stjórnendur að því að Atlantis verði skráð félag á hlutabréfamarkaði. Óli Valur Steindórsson, forstjóri fé- lagsins, segir rekstrarumhverfi á Ís- landi hagstætt meðal annars vegna lágra skatta. Að auki sé að finna mikla þekkingu og skilning á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja innan ís- lensku bankanna, sem hafi skipt miklu máli í upp- byggingu fyrirtækisins. Íslandsbanki lauk í miðjum ágúst við endurfjármögnun lána Atlantis og safnaði 1,7 milljörðum króna í hlutafjárútboði. Óli Valur segir hluthafa Atlantis vera um tuttugu talsins og kaupendur hlutafjárins í útboði Íslands- banka hefðu verið handvaldir. „Helsti flöskuhálsinn í söluaukningu er aðgangur að fjármagni,“ segir hann og hlutafjáraukningin gefi Atlantis slagkraft og tækifæri til að byggja starfsemina áfram upp. Helstu vaxtarbroddarnir séu í laxeldi í Chile og túnfiskeldi í Mexíkó fyrir Japansmarkað. Hvergi sé borgað jafn hátt verð fyrir hágæða- vöru. Tekjur Atlantis voru um 7,6 millj- arðar króna í fyrra og gera áætlanir ráð fyrir því að þær verði rúmir ellefu milljarðar á þessu ári og tæpir sextán milljarðar króna á því næsta. Í upphafi snerist starfsemin aðallega um kaup, sölu og dreif- ingu sjávarafurða en undanfarið hafa sjálfar fram- leiðslueiningarnar verið keyptar í skiptum fyrir hlutabréf í samstæðunni. „Meira verður um slíkar sameiningar í náinni framtíð,“ segir Óli Valur. F R É T T I R V I K U N N A R 8 12-13 6 Björgvin Guðmundsson skrifar Til verður stærsta einkarekna fyr- irtækið á sviði heilbrigðisþjónustu á Íslandi með sameiningu Liðsinn- is Solarplexus (LSP) og Sögu heilsu ehf. Sameinað fyrirtæki tekur til starfa á morgun og verð- ur Ásta Möller framkvæmda- stjóri. Um 35 manns munu starfa hjá LSP. „Þessi tvö fyrirtæki hafa verið hvort í sínum rekstrinum,“ út- skýrir Ásta. Liðsinni hafi verið með 25 hjúkrunarfræðinga á sín- um vegum sem sinni tímabundn- um verkefnum inni á heilbrigðis- stofnunum, á læknastofum, heim- ilum og fyrirtækjum. Þetta sé af- leysingaþjónusta sem hafi létt álag af starfsfólki stofnana í manneklu. „Þá er gert samkomu- lag um að við mönnum ákveðinn fjölda vakta sem vantar fólk á. Með þessu höfum við í rauninni oft komið í veg fyrir að deildum sé lokað. Þetta er því raunhæfur kostur fyrir stofnanir til að halda uppi þjónustu.“ Ásta segir að ráðgjafahlutinn snúi að heilsuvernd í fyrirtækjum. „Guðmundur Björnsson læknir og stofnandi Sögu heilsu kemur þar inn í með sína starfsemi. Þetta er vinnuvernd í fyrirtækjum þar sem boðið er upp á heilsufarsmæl- ingar, lífstílsráðgjöf, næringar- ráðgjöf, umsjón með heilsuvikum og ýmislegt annað til þess að bæta heilsu starfsmanna sem einstak- linga og vinnustaðarins í heild,“ segir Ásta. Þá heldur Guðmundur áfram að bjóða upp á trúnaðar- lækningar fyrir fyrirtæki. „Þetta er orðin mjög umfangs- mikil starfsemi með fjölda starfs- manna,“ segir Ásta. Útrásarvísitalan lækkar: Scribona hækkar mest Útrásarvísitalan lækkar um rúm tvö prósent milli vikna og stend- ur nú í 113 stigum. Gengi krón- unnar styrktist, sem verður til þess að Útrásarvísitalan lækkar meira en gengi félaganna síðustu viku. Mest lækkaði gengi Decode í vikunni, um 6,3 prósent. Þar á eftir kemur finnska fjármálafyr- irtækið Sampo, sem lækkaði um fjögur prósent. Nokkur önnur fé- lög lækkuðu um nokkur prósent. Mest hækkaði gengi sænska upplýsingatæknifyrirtækisins Scribona, um tæp átta prósent. Þar á eftir kemur French Conn- ection, sem hækkaði um rúm fjögur prósent. - dh / Sjá síðu 6 Byggja upp alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki Atlantis er vaxandi alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Á vegum samstæðunnar eru sextán starfsstöðvar í fjórtán löndum. Stjórnendur stefna á skrán- ingu félagsins á hlutabréfamarkað. Stærsta einkarekna fyrirtækið í heilbrigðisþjónustu Á morgun verður starfsemi Liðsinni Solarplexus og Sögu heilsu sameinuð. ÞÓR SIGFÚSSON Framkvæmdastjóri Verslunarráðs. FJÖRÐURINN CUPQUELAN Í CHILE Í Chile er laxinn alinn upp í kvíum og stefnt að 20 þúsund tonna uppskeru á næstu vertíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.