Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 32
Enn hefur ekki náðst samkomu- lag milli mynddiskaframleiðenda um það hvaða stefnu skuli taka í gerð næstu kynslóðar dvd- mynddiska. Tvær gerðir mynddiska koma til greina; hd-dvd sem framleidd- ir eru af Toshiba og Bluray sem hannaðir eru af Sony. Fyrirtækin vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að stríðið sem ríkti milli VHS og Betamax-myndbands- spóluframleiðenda á áttunda ára- tugnum endurtaki sig. Forsvarsmenn tæknirisanna tveggja hafa undanfarna daga setið sveittir við samningaborðið og reynt að koma sér saman um aðra hvora gerðina. Gæði mynddiskanna eru margföld á við þau gæði sem gömlu dvd-diskarnir bjóða upp á. Bluray-diskarnir hafa hins vegar talsvert meira minni en hd-dvd en á móti kemur að hd-dvd-disk- arnir eru mun ódýrari í fram- leiðslu. Toshiba hyggst setja hd-dvd- tæknina á markað fyrir lok árs en Sony mun kynna Bluray sam- fara nýrri Playstation 3 leikja- tölvu sem áætlað er að komi út í byrjun næsta árs. Hvorugur aðilinn hefur þó úti- lokað að samkomulag náist um eina gerð mynddiska: „Við höfum ekki sett nein tímamörk á um- ræðurnar, það liggur hins vegar ljóst fyrir að stöðugt skemmri tími er til stefnu.“ - jsk MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Skaftason skrifar Ríkisstjórn Kína hefur samþykkt ný lög sem eiga að koma í veg fyrir að unnendur fjölþátttökuleikja geti spilað í meira en þrjár klukkustundir sam- fleytt. Eftir þrjár klukkustundir fer geta persóna í tölvuleikjunum minnkandi og eftir fimm klukku- stundir verða þær nær dauða en lífi. Eina leiðin til að fá persónurnar til að jafna sig er að taka sér fimm stunda hlé frá tölvuleikjaspili. Tölvuleikja- framleiðendur í landinu eru sáttir við nýju lögin, og segjast taka heilsu almennings fram yfir eigin hag. Lögunum er ætlað að stemma stigu við sívax- andi tölvuleikjaástríðu Kínverja en margir í land- inu eiga beinlínis við fíkn að stríða þegar kemur að leikjum á borð við World of Warcraft og Legend of Mir II. Tuttugu milljónir Kínverja spila fjölþátttöku- leiki reglulega, flestir á þar til gerðum netkaffi- húsum. Á síðasta ári eyddu kínverskir netnotendur rúmum þrjátíu milljörðum króna í leiki á netinu. Yfirvöld hafa haft áhyggjur af því að keyrt hafi um þverbak; að margir hafi tapað sér við tölvu- leikjaspil og lifi lífinu beinlínis gegnum tölvuna. Kornið sem fyllti mælin var þó þegar maður, Quiu Chengwei að nafni, myrti félaga sinn eftir þeir höfðu deilt um eignarrétt á sverði sem aðeins er til í tölvuleiknum Legend of Mir. Qui var síðar dæmd- ur til dauða. Rúmlega hundrað milljón netnotendur eru í Kína. Hömlur á tölvu- leikjaspili í Kína Ekki verður leyfilegt að spila fjölþátttökuleiki lengur en í þrjár klukkustundir í senn samkvæmt nýjum kínverskum lögum. Margir Kínverjar lifa lífinu í gegnum tölvuna. NÝR TÖLVULEIKUR KYNNTUR Í CHENGDU Í KÍNA Fjölþátttökuleikir eru feikivinsælir í Kína. Ríkisstjórn landsins þykir nóg um og hyggst refsa leikmönnum sem sitja lengur við en þrjár klukkustundir í senn. Fr ét ta bl að ið /A FP Fr ét ta bl að ið /A FP Allt strand í mynddiskadeilu Ekkert virðist þokast í samkomulagsátt í deilu Sony og Toshiba um næstu kynslóðar mynddiska. Tveir kostir eru í stöðunni. Harður diskur fyrir DVD-spilara Japanski raftækjaframleiðand- inn Hitachi hefur kynnt DVD- spilara með hörðum diski sem getur geymt eitt terabæt af gögn- um, eða sem samsvarar 128 klukkustundum af kvikmyndum í hæsta gæðaflokki. Hægt verður að fá diskana sér eða innbyggða í DVD-spilara. Hörðu diskarnir eru hinir fyrstu sinnar tegundar í heimin- um og koma á markað í Japan í lok september. Hitachi hefur ver- ið rekið með tapi síðan það hóf innreið sína á DVD-markað í Jap- an fyrir rúmu ári og hefur aðeins þriggja prósenta markaðshlut- deild. Ekki hefur verið ákveðið hvenær harði diskurinn frá Hitachi kemur í evrópskar búðir. - jsk HARÐUR DISKUR FRÁ HITACHI DVD- unnendur geta brátt geymt allt að 128 klukkustundir af efni inni á spilurum sínum. Playboy á vefinn Klámfíklar geta nú nálgast Playboy á stafrænu formi. Playboy hyggst hefja útgáfu á tímariti sínu í stafrænu formi gegnum netið. Efni blaðsins verður hið sama og í prentútgáf- unni, sem í áraraðir hefur verið leiðandi klámtímarit í heimin- um. Sala á Playboy hefur minnkað undanfarin ár með auknum vin- sældum klámvefsíða. Forsvars- menn tímaritsins hafa hingað til neitað að takast á við netvæðing- una en þeim hefur nú snúist hug- ur: „Þetta er næsta skref í þróun Playboy-tímaritsins,“ sagði Christie Hefner, stjórnarfor- maður Playboy og dóttir klám- kóngsins Hugh Hefner. Markmiðið með útgáfu Play- boy á stafrænu formi er að auka auglýsingatekjur blaðsins og breikka lesendahópinn. Hluta- bréf í Playboy stóðu í stað eftir að fréttirnar bárust. - jsk Google færir út kvíarnar Stærsta vefleitarforrit heims býður nú viðskipta- vinum sínum að hringja á netinu. 250 milljarða hlutafjáraukning varð í Google á dögunum. Vinsælasta vefleitarforrit heims, Google, hyggst bjóða viðskipta- vinum sínum upp á ókeypis sím- hringiforrit. Forritið nefnist Google Talk og gerir notendum með veffang hjá Google kleift að spjalla í gegnum netið. Með þessu hyggst Google fara í beina samkeppni við önnur sím- hringiforrit frá fyrirtækjum á borð við Skype, Microsoft og Ya- hoo. Sá galli er þó á að með forriti Google verður aðeins hægt að spjalla milli tölva en ekki milli tölvu og síma. Talið er að eftirspurn eftir símhringiforritum á netinu eigi eftir að margfaldast á næstu misserum. Símtöl eru margfalt ódýrari gegnum netið auk þess sem háhraða internettengingar gera fólki kleift að hringja milli heimshluta á sekúndubrotum. Búist hafði verið við þessu út- spili frá Google en gefið hafði verið út að frekari fjárfestingar væru á döfinni eftir að hlutafé í félaginu var aukið um 250 millj- arða króna. - jsk GOOGLE TALK Forritið gerir notendum með veffang hjá Google kleift að hringja milli tölva. Google ræðst með þessu gegn fyrirtækjum á borð við Microsoft og Skype, sem hafa hingað til verið ráðandi á mark- aðnum. Finna sársauka eftir 30 vikur Fóstur byrja að finna til á þrítugustu viku meðgöngu. Uppgötvunin setur allt í háaloft í Bandaríkjunum. Fóstur finna ekki til sársauka fyrr en á þrítugustu viku meðgöngu, segir í nýrri bandarískri rannsókn. Sam- kvæmt rannsókninni myndast svæðið í heilanum sem skynjar sársauka ekki fyrr en eftir 23 til 30 vikur og verður ekki virkt fyrr en töluvert síðar á með- göngunni. Rannsóknin er einstaklega umdeild í Bandaríkjunum, þar sem mikil and- staða er við fóstureyðingar. Sam- kvæmt lögum í mörgum ríkjum Bandaríkjanna ber lækni að tilkynna konu sem óskar eftir fóstur- eyðingu eftir tuttugu vikur meðgöngu að fóstrið finni til. Þá er lækn- um skylt að sprauta fóstur með sársaukadeyfandi lyfjum. „Þetta hefur verið rannsakað í tvö ár og alltaf er niðurstaðan sú sama, fóstur finna ekki til fyrr en eftir þrjátíu vikur í móðurkviði,“ sagði Wendy Chavkin, yfirmaður samtakanna Læknar til stuðnings fóstureyðingum. Chavkin bætti síðan við: „Lög um fóstureyðingar snúast ekki um læknavísindi né heilbrigði landsmanna, heldur pólitík og hugmynda- fræði.“ - jsk FÓSTUR Það svæði sem skynjar sársauka verður ekki virkt fyrr en í fyrsta lagi á þrítugustu viku með- göngu. HD-DVD MYNDDISKUR Hd-dvd diskarnir eru með þrjátíu gígabæta minni en Bluray með fimmtíu gígabæta. Hd-dvd eru hins vegar mun ódýrari í framleiðslu. Framleiðendur virðast þó ekki geta komið sér saman um hvor tegundin sé framtíðin í mynddiskaiðnaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.