Fréttablaðið - 31.08.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 31.08.2005, Síða 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Breski fjarskiptarisinn British Telecom (BT) hyggst bjóða í út- sendingarétt á leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu árið 2007. Rétturinn hefur verið í eigu BSkyB frá stofnun deildarinnar árið 1992. Evrópsk samkeppnis- yfirvöld hafa hins vegar gert at- hugasemdir við yfirburðastöðu Sky á markaðnum og telja að engin ein stöð eigi að sýna meira en helming leikja deildarinnar. Lagt er til að rétturinn verði seld- ur í fernu lagi. BT hefur nýverið sett á lagg- irnar ADSL-sjónvarpsþjónustu og er áætlað að útsendingar muni nást á hverju einasta heimili í Bretlandi innan fjögurra ára. Fyrirtækið hyggst leggja áherslu á umfjöllun um knattspyrnu og senda út leiki víðs vegar að úr Evrópu. - jsk Nær BT boltanum af Sky? Engin ein stöð má sýna meira en helming leikja ensku úrvalsdeildarinnar. Bandarískir vísindamenn við Texas-háskóla segjast hafa fundið gen sem ræður ævilengd músa. Með því að örva starf- semi gensins, sem nefnist Klot- ho, mátti lengja meðalævilengd tilraunamúsa úr tveimur árum í þrjú. Þar sem mannfólk hef- ur sama gen vonast vís- indamennirnir til þess að örvun gensins hafi sömu afleiðingar fyrir mann- fólkið: „Þetta er s t ó r k o s t l e g uppgötvun og fyrsta skrefið í því að lengja meðallíftíma mannfólks,“ sagði dr. Mokoto Kuroo, sem leiddi rannsóknina. Sá böggull fylgdi þó skamm- rifi að frjósemi músanna virt- ist hraka þegar átt var við gen- ið. - jsk Ung að eilífu? TILRAUNAMÝS Vísinda- menn segjast nú hafa náð að lengja líftíma músa með því að eiga við aldurs- gen. LAUREN LEIKMAÐUR ARSENAL OG „FÉLAGI“ BT ætlar sér að bjóða í útsendingarétt á ensku úrvalsdeildinni þegar núgildandi samningur rennur út. Það er ekki furða að réttur- inn sé eftirsóttur enda alltaf nóg um furðulegar uppákomur í enska boltanum. Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es Sjónvarpsefni BBC á netið BBC, breska ríkisútvarpið, hyggst hefja sjónvarpsútsend- ingar á netinu. Settur verður á laggirnar svokallaður MyBBC- Player sem gerir notendum kleift að hala niður allt að sjö daga sjónvarpsefni af vef BBC. „Ef við aðlögumst ekki nýjum tímum mun stofnunin hvorki fá né eiga skilið framlög frá rík- inu“, sagði Mark Thompson yfir- maður BBC. Thompson bætti því svo við að hægt yrði að kaupa þá tónlist sem fólk heyrir á út- varpsstöðvum BBC í gegnum vefsíðu stofnunarinnar: „Það væri fáránlegt ef fólk gæti ekki nálgast efnið sem það sér eða heyrir á vefsíðu okkar. Við lifum á tímum iPoda og stafrænnar tækni.“ - jsk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.