Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Þau sjávarútvegsfélög sem birta uppgjör sín í Kauphöll Íslands búa við erfiðar aðstæður þessa dagana hvort sem er við veiðar eða vinnslu, enda hafa rekstrarskilyrði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú um stundir. Það sama gildir auðvitað um önnur útgerðarfyrir- tæki; hátt olíuverð, launaskrið á almennum vinnumarkaði og sterkari króna gera þeim lífið leitt. Þá hafa veiðar á uppsjávarfiski gengið treglega, nær engar loðnuveiðar hafa verið í sumar og lítil veiði á kolmunna. LÆKKANDI FRAMLEGÐ HB Grandi, annað af tveimur útgerðarfélög- um sem er skráð í Kauphöllina, skilaði 414 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi sem var nokkuð í takt við væntingar markaðsað- ila. Velta félagsins hefur verið að aukast vegna hækkandi afurðaverðs á bolfiski og var 2,7 milljarðar á fjórðungnum. Það var töluvert hærri upphæð en spáð hafði verið. Á móti var hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA), tala sem mikið er horft til þegar meta á árangur sjávarútvegsfélaga, nokkru lægri en búist hafði verið við. EBITDA-hagnaður var 355 milljónir og fram- legðarhlutfallið (EBITDA) um þrettán pró- sent af tekjum samanborið við sautján pró- sent á öðrum ársfjórðungi árið 2004. „Lægra EBITDA hlutfall ræðst af hærri olíukostnaði útgerðar, kostnaði við upphaf veiða Engeyjar og erfiðu rekstrarumhverfi landvinnslu vegna sterks gengis krónunnar. Þannig lækkaði meðalgengisvísitala krón- unnar um 9,2% á öðrum ársfjórðungi saman- borið við sama tímabil árið áður,“ segir í til- kynningu frá HB Granda. GENGIÐ, OLÍAN OG LAUNASKRIÐ Samherji, sem var afskráður í lok júlí, hagn- aðist um 390 milljónir króna á sama tíma. Söluhagnaður af fiskimjölsverksmiðju og fiskiskipum nam 560 milljónum króna og því hefði orðið tap á rekstrinum hefði þessi liður ekki komið til. Framlegðarhlutfallið var um 13,5 prósent. Stjórnendur Samherja segja ljóst að „mjög sterkt gengi krónunnar og launaskrið í kjölfar þenslu á vinnumarkaði mun hafa neikvæð áhrif á rekstur útflutn- ingsfyrirtækja. Því má gera ráð fyrir að af- koma félagsins af reglulegri starfsemi á síð- ari hluta ársins markist af því“. Síldarvinnslan, sem er að helmingi í eigu Samherja, skilaði 722 milljónum króna í hagnað á fyrri hluta árs og spilar söluhagnað- ur þar stóra rullu. Félagið birtir ekki tölur fyrir hvor fjórðung fyrir sig. Hjá stjórnend- um fyrirtækisins kveður við svipaðan tón og hjá öðrum útgerðarmönnum. „Það er í raun komið að þeim tímapunkti nú þegar í nokkrum veiðiflokkum að það borgar sig ekki að stunda þær veiðar,“ sagði Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, við Fréttablaðið á dögunum og kennir háu olíu- verði um stöðu útvegsins. „Ef við tökum kolmunnaveiðar sem dæmi þá er verðið það lágt að þær veiðar sem við stundum í dag eru á mörkunum að borga sig ...“ ENGAR LOÐNUVEIÐAR Í SUMAR Vinnslustöðin, hitt útgerðarfélagið sem er eftir á markaði, skilaði aðeins fjögurra millj- óna króna hagnaði á öðrum fjórðungi en um 180 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. Framlegð var 217 milljónir á síðasta ársfjórð- ungi eða 17,3 prósent af tekjum. Stjórnendur félagsins kenna háu olíuverði, dræmri kolmunnaveiði og engri loðuveiði i sumar um að áætlanir félagsins, um einn milljarðs króna EBITDA-hagnað á árinu, verði ekki að veruleika. Vinnslustöðin ræður um tíu pró- sentum af loðnu- og síldarkvótanum á Ís- landsmiðum og því mun lítil loðnuveiði hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, seg- ir að olíukostnaður hafi líklega hækkað um helming á einu ári. „Á öllum vígstöðum er kostnaður að aukast en tekjurnar að dragast saman. Það sem bjargar er að fiskverð í erlendri mynt hefur hækkað og vegur það á móti styrkingu krónunnar,“ segir hann. BERJAST Í BÖKKUM Þetta leiðir hugann að stöðu landvinnslunnar á Íslandi. Rekstrarumhverfið er afar erfitt um þessar mundir vegna hás gengis krónunn- ar og margir spyrja hvort hún sé að leggjast af á ýmsum svæðum. Samherji hefur tilkynnt um lokun landvinnslu á Stöðvarfirði í byrjun september og ætlar að sameina hana við land- vinnsluna á Dalvík en einnig hefur samdrátt- ur verið boðaður hjá fiskvinnslufyrirtækinu Bílddælingi á Bíldudal. „Við höfum orðið vör við það sérstaklega síðustu mánuði þegar styrking krónunnar er orðin þetta langvinn og skilaverð fyrir afurð- irnir ýmist stendur í stað í krónum eða hefur farið lækkandi, að fyrirtæki sem stóðu ekki beinlínis vel fyrir þessa þróun, eru farin að láta undan síga. Fyrirtæki, sem hafa kannski átt í erfiðleikum, gefa eftir og geta jafnvel farið í gjaldþrot. Stærri fyrirtæki hafa heldur dregið úr framleiðslunni og maður hefur orð- ið sérstaklega var við þetta í rækjuframleiðsl- unni,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Arnar segir jafnframt að stjórnendur fisk- vinnslustöðva beri sig frekar illa – og sumir mjög illa – ekki síst þar sem tími sterkrar krónur er orðinn svo langur. „Þetta eru orðnir svo margir mánuðir sem gengisvísitalan hef- ur verið í kringum 110. Spár fyrir ári síðan gerðu ráð fyrir að vísitalan yrði í dag í 120 til 125.“ FLYTJA ÚT FISK „Staðan er grafalvarleg hjá okkur sem erum að basla í því að veiða og vinna fisk. Afkoma útgerðarinnar hefur versnað en ekkert í lík- ingu við það sem hefur gerst í fiskvinnslunni. Við höfum verið að flytja sífellt meira út af ferskum fiski í gámum. Tökum karfa sem dæmi. Skilaverð á ferskum karfa er kannski rúmar 100 krónur á markaði úti en 80-90 krón- ur fyrir unna vörur hér á landi, miðað við heilan fisk. Þá áttu allan vinnslukostnað eftir,“ segir Sigurgeir Brynjar hjá Vinnslustöðinni. Hvarvetna hefur þróunin verið sú að stór- um fiskvinnslustöðvum hefur fækkað jafnt og þétt. Í Noregi eru um níu stór frystihús en voru 56 árið 1998. Árið 1993 voru ellefu stórar stöðvar í Danmörku en nú eru þær aðeins tvær. Færeyingar hafa sameinað starfsemina og lagt sumar stöðvar niður. Á Íslandi hefur stóru fiskvinnslustöðvunum fækkað um fjórð- ung á undanförnum áratug og telur Arnar að fyrirtæki, í stærðargráðu sem eitthvað ber á, séu 70-100 talsins. Með tilkomu fiskmarkaða breyttist rekstr- arumhverfi fiskvinnslustöðva. Stóru stöðvarn- ar hafa stækkað en miðlungs fiskvinnslustöðv- ar hefur fækkað verulega. Litlum og sérhæfð- um fiskvinnslufyrirtækjum hefur hins vegar fjölgað. Arnar segir að þróunin hafi að mörgu leyti orðið sú sem menn spáðu. „Það má hins vegar ekki gleyma því að fyrirtæki hafa verið að ná góðum árangri í því umhverfi sem við búum við. Fyrirtækin hafa verið að ná niður hlut- fallslegum launakostnaði með tækninýjungum og orðið vel ágengt. Sem betur fer voru menn snemma á ferðinni.“ Krónan og olían valda verkjum Það er þungbúið yfir útgerðinni. Hefðbundinn rekstur í veiðum og vinnslu hefur sjaldan verið erfiðari. Eggert Þór Aðalsteinsson leit yfir nýleg uppgjör sjávarútvegsfélaga og kannaði aðstæður í landvinnslunni. MIKILVÆG ATVINNUGREIN Á LANDS- BYGGÐINNI Hætt er við að mörg fisk- vinnslufyrirtæki leggi upp laupana haldist krónan áfram sterk. Hátt olíuverð kemur svo niður á útgerðarhlutanum. Á móti hef- ur afurðaverð í flestum flokkum verið hátt á árinu sem hjálpar til. ▲ HART Í ÁRI Í FISKVINNSLU Sterk króna hefur valdið þungum búsifjum í landvinnslunni og er eina leiðin að draga úr kostnaði sem er að miklu leyti launakostnaður. ARNAR SIGURMUNDSSON, FORMAÐUR SAMTAKA FISK- VINNSLUSTÖÐVA Erfið staða í landvinnslunni og margir stjórn- endur bera sig illa. Staða krón- unnar er mun sterkari nú en menn spáðu fyrir ári. SIGURGEIR BRYNJAR KRIST- GEIRSSON, HJÁ VINNSLU- STÖÐINNI Olíuverð útgerðar- innar hefur hækkað um helming á einu ári. Staða útgerðarinnar er ekki í líkingu við ástandið í landvinnslunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.