Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 17 S K O Ð U N Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,5 prósenta vaxtahækkun 29. september næstkomandi og verða vextir bankans þá komnir í 10 prósent. Bankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,4 prósentustig á rétt rúmu ári eða frá því að vaxtahækkunarferill bankans hófst í maí í fyrra. Verðbólga hefur aukist mikið síðustu tvo mánuði og útlit er fyrir að bankinn missi hana aft- ur út fyrir efri þolmörk peninga- stefnunnar, sem eru fjögur pró- sent, í september. Seðlabankinn sagði samhliða síðustu vaxtahækkun að frekari aðhaldsaðgerða kynni að verða þörf. Í spá greiningardeilda Ís- landsbanka segir að óvissa spár- innar um 10 prósenta stýrivexti virðist nú liggja fremur í þá átt að bankinn muni hækka vexti meira á næstunni þar sem verð- bólguhorfur gætu versnað. Greiningardeild Íslandsbanka spáði einnig fyrir gengi krón- unnar nýlega og er gert ráð fyr- ir að gengi krónunnar fari ekki að lækka fyrr en síðla næsta árs. Í spá Íslandsbanka segir að verð- bólgan sé núna einkum drifin áfram af verðhækkun íbúða og eldsneytis sem stýrivextir virð- ist bíta lítið á eða ekkert. Gengi krónunnar hafi hins vegar haldið aftur af hækkun innflutnings- verðlags og komið í veg fyrir enn meiri verðbólgu. „Skoðun okkar er óbreytt um að gengisvísitalan muni sveifl- ast í kringum 110 stig það sem eftir er ársins eða á bilinu 105 til 115 stig sem við teljum að sé Seðlabankanum þóknanlegt mið- að við efnahagshorfur. Mikill munur innlendra og erlendra vaxta ásamt horfum í efnahags- málum mun áfram hvetja til stöðutöku með krónunni. Ólík- legt er að krónan muni lækka svo miklu nemi fyrr en á síðari hluta næsta árs og fram á árið 2007. Mikill viðskiptahalli gref- ur þá undan henni. Fari verð- bólgan yfir þolmörkin í septem- ber má reikna með að gengi krónunnar standi í stað eða hækki meira fram að útgáfu Peningamála í lok mánaðarins, en gengið hefur þegar hækkað vegna aukinnar verðbólguhættu. Framhaldið ræðst ekki síst af skilaboðum Seðlabankans,“ seg- ir í spá Íslandsbanka. Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 89 38 07 /2 00 5 Er einhver í þínu fyrirtæki sem heldur að skást sé best? Ég er ennþá á því að nóg sé eftir í veislunni á hlutabréfamarkaði. Ekki skemmdi fyrir þegar helstu stjórnendur og lykil- starfsmenn KB banka keyptu hluti í bankanum með framvirk- um samningum. Ég hélt reyndar að menn myndu bíða með að kaupa og hækka með því verðið á bankanum, þar til búið væri að koma hlutum til erlendra fjár- festa sem væri þá gefinn kostur á uppsveiflu eftir að þeir keyptu. Niðurstaðan sem ég kemst að er að stjórnendur bankans telji að nóg verði eftir handa erlendu fjárfestunum sem Hreiðar Már er að kynna bankann fyrir þessa dagana. Fyrir mig sem útsjónar- saman fjárfesti eru skilaboðin mikilvæg. Ég reikna með að framvirki samningurinn sem KB bankamenn tóku hafi verið mið- aður við gjaldeyriskörfu. Það þýðir að menn búast ekki við því að krónan sé að fara að gefa eft- ir á næstunni. Þeir eru reyndar ekki einir um þá skoðun. Ég var byrjaður að létta á erlendum lán- um hjá mér á móti hlutabréfum, en er farinn að auka þau aftur. Þrátt fyrir að það sé traustvekj- andi að lykilstarfsmenn hafi keypt í bankanum er það líklega ekki nóg til að lyfta bankanum mikið. Til þess er hann of stór á íslenska markaðnum. Sem lang- tímafjárfesting er hann frábær. Maður getur flutt til Grikklands og látið bankann vinna fyrir sér um ókomin ár. En hver nennir því? Hins vegar er almennt ekki sniðugt að mínu mati að stjórn- endur séu að taka skammtíma- stöður í fyrirtækjum sínum, en ég reikna með að samningurinn verði framlengdur þegar hann rennur út og að þeir hugsi til langs tíma. Til skamms tíma veðja ég frekar á að Landsbankinn muni hækka ef stjórnendurnir loksins finna eitthvað sæmilega stórt til að kaupa. Gömlu Eimskipafé- lagshluthafarnir eru frekar íhaldssamir. Nú fá þeir bréf í Landsbankanum og Straumi í skiptum fyrir bréfin í Burðarási. Ég held að margir þeirra selji Straumsbréfin og eigi frekar fleiri bréf í Landsbankanum. Miðað við hvað maður sá á aðal- fundum Burðaráss býst ég við að þeir vilji frekar drekka kaffi með eldri Björgólfnum á aðalfundi. Þeir sem á annað borð hreyfa eitthvað bréfin sín. Ég spái því tímabundnum söluþrýstingi á Straum en kaupþrýstingi á Landsbankann. Þarna eru þá komnar tvær ástæður fyrir því að taka stöðu í Landsbankanum og líklegra að sú fyrri gefi alvöru uppsveiflu. Alla vega er á hreinu að bank- arnir eru ekki hættir að hækka. Ég á auðvitað í þeim öllum, en maður stillir upp hlutföllunum eftir því sem vænlegast er hverju sinni. Þess vegna sigrar maður markaðinn trekk í trekk. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Í spá Íslandsbanka segir að verðbólgan sé núna einkum drifin áfram af verð- hækkun íbúða og eldsneytis sem stýrivextir virðist bíta lítið á eða ekkert. Gengi krónunnar hafi hins vegar haldið aftur af hækkun innflutningsverðlags og komið í veg fyrir enn meiri verðbólgu. Veislan heldur áfram Stýrivextir yfir 10 prósent? Fr ét ta bl að ið /H ei ða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.