Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 44

Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, hljóp heilt maraþon í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka. Tími Bjarna var fjórar klukkustundir og ein og hálf mínúta og var hann ánægður með árangurinn. Tómas, ellefu ára sonur Bjarna, hljóp með honum um fimm kílómetra leið til að styðja við bakið á pabba sínum á loka- sprettinum. Íslandsbanki hvatti sérstaklega starfs- menn sína til að taka þátt þar sem bankinn er aðalstyrktaraðili Íslandsbanka Reykja- víkurmaraþons. Mjög góðar undirtektir voru meðal starfsmanna og hófu margir undirbúning snemma í sumar. Þegar uppi var staðið luku 133 starfsmenn hlaupinu. 74 starfsmenn hlupu skemmtiskokk, 46 hlupu tíu kílómetra og tólf hlupu hálft maraþon. Auk Bjarna hlupu tveir aðrir starfsmenn bankans heilt maraþon, þeir Magnús Pálmi Örnólfsson og Jón Ingi Árnason. Forsvarsmenn Íslandsbanka voru mjög ánægðir með heildarþátttöku í hlaupinu enda þátttökumet slegið í öllum vega- lengdum hlaupsins. „Það var afar ánægju- legt að sjá hve margir tóku þátt í ár og nú er að halda áfram því góða starfi sem Reykjavíkurmaraþon heldur úti,“ sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka. „Markmið okkar með styrknum er að efla áhuga almennings á hlaupi og hvetja til þátttöku. Því var einstaklega gaman að sjá að það voru ekki aðeins hlauparnir sjálfir sem tóku þátt í hlaupinu heldur fjöldinn allur af stuðningsmönnum og áhorfendum.“ Yfir hundrað starfsmenn Íslandsbanka tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Forstjórinn lauk heilu maraþoni á fjórum klukkustundum. SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! B B2 ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR VIÐSKIPTALÍFSINS Auglýsingasími 550 5000 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI HLJÓP MARAÞONIÐ Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Ís- landsbanka, ásamt Tómasi syni sínum. YFIR HUNDRAÐ STARFSMENN ÍSLANDSBANKA HLUPU Þátttökumet var slegið á öllum vegalengdum. KOMINN Í MARK Eftir fjórar klukku- stundir og eina og hálfa mínútu á hlaupum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.