Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 60

Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 60
Geta má nærri að stór hluti Ís- lendinga eigi í fórum sínum Nýja testamentið sem þeir fengu að gjöf frá Gídeonfélaginu á unga aldri. Sextíu ár eru frá stofnun Gíd- eonfélagsins á Íslandi en það hef- ur frá árinu 1954 fært einum eða fleiri árgöngum í grunnskólum landsins Nýja testamentið að gjöf. „Gídeonfélagið á Ísland var stofnað af sautján verslunar- mönnum fyrir tilstilli Kristins Guðnasonar sem fluttist ungur að árum til Bandaríkjanna. Honum fannst hann geta skilað einhverju til þjóðarinnar með því að stofna Gídeonfélag hér sem hefði það að markmiði að dreifa guðsorði,“ segir Sigurður Þ. Gústafsson framkvæmdastjóri félagsins og félagi í hreyfingunni í 46 ár. Hreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1899, barst til Kanada árið 1911 og síðan til Íslands árið 1945. Ísland var því þriðja aðildarlandið en í dag eru Gídeonfélög starfandi í 180 lönd- um. Starfsemin á Íslandi fór hægt af stað að sögn Sigurðar en meg- inmarkmið félagsins var að vinna fólk til trúar á Jesú Krist. Fyrstu Biblíurnar sem félag- ið dreifði voru á Hótel Borg árið 1949. Fyrir utan það að gefa öll- um skólabörnum Nýja testa- mentið er ritið afhent öllum hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum við útskrift. Þá hefur því verið dreift á dvalarheimili aldr- aðra í stærra broti, í fangelsi, á hótel og víðar. Fyrstu árin naut félagið fjár- stuðnings erlendis frá en síðustu þrjá áratugi hefur það verið sjálfu sér nægt og að auki veitt styrki í Alþjóða Biblíusjóðinn en 160 af þeim 180 löndum sem eru aðilar að félaginu þurfa á fjár- stuðningi að halda. Fjáröflun fer fram bæði innan félagsins auk þess sem leitað er til velunnara. Sigurður telur að áhugi á fé- laginu í dag sé ekki síðri en í upphafi. „Þetta félag er að því leyti sérstakt innan kristninnar að það er ekki bundið við neina kirkjudeild heldur eru þar ein- staklingar frá hinum ýmsu söfn- uðum,“ segir Sigurður en tæp- lega 250 manns starfa í Gídeon- félaginu víða um land. Síðar í september munu allir félags- menn koma saman og fagna af- mæli félagsins.■ 20 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR DÍANA PRINSESSA (1961-1997) lést á þessum degi. Dreifðu fyrstu Biblíunum á herbergi Hótel Borgar GÍDEONFÉLAGIÐ Á ÍSLANDI HELDUR UPP Á 60 ÁRA AFMÆLI: „Sá sem er hamingjusamur getur fyrirgefið margt.“ Díana prinsessa af Wales lést í umferðarslysi langt fyrir aldur fram. timamot@frettabladid.is LEI‹RÉTTING Afsteypa af verkinu Vetur eftir Ásmund Sveinsson myndhöggv- ara er til sölu í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur en ekki í Listasafni Íslands eins og misrit- aðist í blaðinu í gær. ANDLÁT Birna Eyjólfsdóttir, Áshamri 28, Vest- mannaeyjum, lést mánudaginn 22. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Guðlaugsdóttir, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist fimmtudaginn 25. ágúst. Sigurður Guðmundsson, Hamraborg 30, Kópavogi, lést á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtudaginn 25. ágúst. Stefán G. Guðmundsson, frá Vopna- firði, lést á heimili sínu í Reykjavík föstu- daginn 26. ágúst. Sævar Tryggvason, Ásgarði 24a, Reykja- vík, lést á Landspítalanum við Hring- braut föstudaginn 26. ágúst. Sesselja Margrét Magnúsdóttir, Faxa- skjóli 18, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 28. ágúst. Sigurður Jónsson, forstjóri, Jófríðar- staðavegi 13, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 29. ágúst. AFMÆLI Vernharður Linnet djass- geggjari er 61 árs. Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur er 52 ára. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Fé- lags fasteignasala, er 39 ára. Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona er 37 ára. Ingibjörg Stefánsdóttir leikkona er 33 ára. Örn Arnar- son sundkappi er 24 ára. JAR‹ARFARIR 15.00 Lára Káradóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. SIGURÐUR Þ. GÚSTAFSSON Ísland var þriðja landið sem stofnaði Gídeonfélag. Í dag starfa félögin í 180 löndum. Á þessum degi árið 1888 fannst lík vændiskonunnar Mary Ann Nichols í London. Hún var fyrsta fórnarlamb raðmorðingjans Jack the Ripper, eða Kobba kviðristu eins og hann var kall- aður. Lík Nichols fannst limlest í Whitechapel-hverfinu í austurhluta London. Fjórar konur til viðbótar voru myrtar á næstu vikum en sökudólgur- inn fannst aldrei. Fátækustu íbúar London bjuggu í austurhluta borgarinnar og margar konur neyddust til þess að framfleyta sér með vændi. Sumarið 1888 beindi raðmorðingi sjónum sínum að þess- um ógæfusömu konum. Hinn 8. september drap hann aðra konu og í lok sama mánaðar tvær konur í viðbót. Allar konurnar voru limlestar og illa skorn- ar. Lögreglan í London áttaði sig á mynstri morðingjans; hann bauð þeim greiðslu fyrir kynlíf og lokkaði þær inn í afvikin sund þar sem hann skar þær á háls og risti þær upp á meðan þeim blæddi til ólífis. Lögreglunni bárust fjöldi bréfa frá mönnum sem kváðust vera morðinginn. Flest voru afskrifuð sem falsanir en tvö bréf innihéldu lýs- ingar sem gátu aðeins verið morðingj- anum og lögreglunni kunnar. Bréfritar- inn undirritaði bréfin sem Jack the Ripper. Hinn 7. nóvember drap hann síðasta fórnarlamb sitt, vændiskonu að nafni Mary Kelly. Lík hennar var verst útileikið eftir ódæðismanninn. Árið 1892 höfðu engar vísbend- ingar bæst við og var rannsókn málsins hætt. JACK THE RIPPER ÞETTA GERÐIST > 31. ÁGÚST 1888 MERKISATBURÐIR 1535 Páll II páfi bannfærir Hinrik VIII Englandskonung. 1897 Thomas Edison fær einkaleyfi á kvikmyndatökuvélinni. 1919 Jóhann Sigurjónsson skáld deyr. 1955 Borgarísjakar sjást á óvenjulegum slóðum, um 100 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi. 1962 Trínidad og Tóbagó hljóta sjálf- stæði frá Bretlandi. 1976 George Harrison er fundinn sekur um að hafa stolið laginu My Sweet Lord. 1980 Silfursjóður fannst við Miðhús í Fljótsdalshéraði. 1994 Síðustu rússnesku hermennirnir yfirgefa Eistland og Lettland. Kobbi kvi›rista lætur til skarar skrí›a Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Steinunn Þórðardóttir frá Grund á Akranesi, sem lést á Dvalarheimilinu Höfða, mánudaginn 29. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 2. september kl. 10.30. Bjarni Ó. Árnason Áslaug Hjartardóttir Sigríður Árnadóttir Kristján Kristjánsson Þórður Árnason Sesselja Engilbertsdóttir Emilía Petrea Árnadóttir Guttormur Jónsson Ingibjörg Árnadóttir Sigurður Ingimarsson Sigrún Árnadóttir Elín Árnadóttir Steinunn Árnadóttir Þorkell Einarsson Guðmundur Árnason Sigrún Traustadóttir Hrafnhildur Jónsdóttir og fjölskyldur. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sæmundar Árna Hermannssonar Jöklatúni 3, Sauðárkróki. Ása Sigríður Helgadóttir Elín Helga Sæmundsdóttir Jón Örn Berndsen Herdís Á. Sæmundardóttir Guðmundur Ragnarsson Hafsteinn Sæmundsson Sigríður Ólöf Sigurðardóttir Gunnhildur María Sæmundsdóttir Ragnar Sveinsson Margrét Sæmundsdóttir Árni Kristinsson Hermann Sæmundsson Guðrún Sesselja Grímsdóttir Anna Elísabet Sæmundsdóttir Friðrik Arnar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. www.steinsmidjan.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Sesselja Margrét Magnúsdóttir Faxaskjóli 18, 107 Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 2. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ólafur Jón Briem Eiríkur Atli Briem Ásdís Halla Arnardóttir Anna Margrét Briem Gunnar Páll Pálsson Benta Magnea Briem Tryggvi Níelsson Þóra Kristín Briem Kristín Þórðardóttir Þórður Magnússon Rósa Sigurðardóttir Auður Magnúsdóttir og barnabörn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.