Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 16

Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 16
10. september 2005 LAUGARDAGUR H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag KOMDU ÞÉR Í FORM FYRIR VETURINN DAGBLAÐIÐ VÍSIR 205. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 Helgarblað FIMM BARNA FAÐIR OG AFIGeir H. Haarde er næstráðandi í Sjálfstæðisflokknum. Helgarblað DV birtir ítarlega nærmynd af manninum sem tekur við af Davíð. Geir er sjarmatröll, söngvari og yndislegur fjölskyldufaðir. Bls. 22–23 Fimm frægar og flottar koma þér í form! Kolla í Íslandi í bítið Ekki enn búin aðákveða stóra daginn foringinn trúlofuð & Sjarmatröll stuðbolti Davíð og Ástríður Ekkert kemur ást þeirra úrjafnvægi Bls. 38 Dópisti fram að tvítugu Bls. 26–27 Bls. 39 Bls. 32–33 Bls. 20-21 Bls. 30–31 FYRIRBURAR Berjast fyrir lífi sínu Sigrún Bender ástfangin Dökk fortíð Jóns Atla Nýi FIMM BARNA FAÐIR OG AFI Íslensk stjórnmál verða ekki eins litrík eftir að skemmtilegasti stjórnmálamaður landsins, Davíð Oddsson, ákvað að draga sig í hlé í vikunni. En það kom mörgum á óvart að hann skyldi ákveða að fara í Seðlabankann. Einhvern veginn áttu menn von á því að meiri reisn og frumleiki myndi einkenna útgöngu Davíðs úr stjórnmálunum. En Davíð og gamli valda- kjarninn í Sjálfstæðis- flokknum eru sennilega búnir að nota alla ásana sína og þó ofmælt sé að tómar hundar séu eftir eru spilin í hendinni ekki líkleg til að koma af stað miklu umróti í þjóðfélag- inu. Ástæðulaust er að rifja upp feril Davíðs Oddssonar. Það er búið að gera mörgum sinn- um í öllum fjölmiðlum landsins. Það er ekki held- ur ástæða til að mæra hann frekar. Hæfileikar hans og yfirburðir í stjórnmálum eru of augljósir til að þörf sé á því. Og ómaklegt væri á þessari stundu að velta sér upp úr þessum öfáu göllum mannsins sem fund- ist hafa. Í staðinn mætti á þriðja degi eftir tíðindin – þriðja í Davíð – velta því fyrir sér hvernig Seðla- bankastjóri hann verði. Það er ekki nýtt að aldr- aður eða miðaldra stjórn- málamaður fái stól í Seðla- bankanum. Eins og rakið er annars staðar í Fréttablað- inu í dag eru jafnvel dæmi um að menn sem enga skólagöngu eigi að baki séu af pólitískum ástæðum gerð- ir bankastjórar. Á síðari árum hafa menn þó vandað sig betur. Síðasta pólitíska sendingin, Birgir Ísleifur Gunnarsson, þykir hafa staðið sig vel og sett sig inn í efnahagsmálin, þannig að engin vandræði hafa skapast þótt ekki sé hann hagfræðimenntaður. Og enginn efast svo sem um að ráð- herra efnahagsmála í næstum hálfan annan áratug, eins og Davíð Oddsson hefur verið, valdi því ekki að stjórna Seðlabankan- um með góða og vel menntaða ráðgjafa sér við hlið. En segja má að málið snúist ekki um það. Auð- vitað er það ákveðin gengisfelling á bankanum og yfirlýstu sjálfstæði hans og faglegu hlutverki að hann sé nokkurs konar elliheimili fyrr- verandi stjórnmálamanna. Þetta myndi ekki líðast í nokkru öðru vestrænu landi. Hvað getur Seðlabankastjóri gert? – „af sér“ – bæta sumir við. Hann getur hækkað eða lækkað stýrivexti og það getur haft all- nokkur áhrif á efnahags- og fjár- málalífið. Svo getur hann ákveðið hve mikið fé viðskiptabankarnir þurfa að binda hverju sinni. Það hefur sín áhrif. En blöskri ríkis- stjórn ákvörðun sem Seðlabanka- stjóri tekur á hún auðvitað þann kost að grípa inn í með bankaráði sínu eða lagasetningu. Seðlabankinn er ekki sambærilegur við Hæstarétt, sem er enda- stöð. Völdum Davíðs í Seðlabankanum verða mikil takmörk sett. Sagt er að hagfræð- ingum í Seðlabankanum hafi brugðið við tíðind- in. Góðu fréttirnar eru þó þær að launin í bankanum eru að hækka. Fyrir hreina tilviljun var ákvörð- un tekin um það fyrir tveimur vikum. Davíð talaði um það á miðvikudaginn að hann væri frekar latur (sem er auðvitað öfug- mæli) og fór svo að segja frá nýja starfinu sínu, sem hann taldi að myndi bjóða upp á ým- islegt föndur meðfram, svo sem skriftir. Ýms- um fannst þetta frekar óheppilegt eftir allt ósanngjarna slúðrið um blýantanagarana í bankanum. En hann meinti þetta ekki illa og sennilega er bara nokk- uð til í því að þótt Seðlabankastjóraemb- ættinu geti fylgt ann- ríki er það ekki sam- bærilegt við ráðherra- starf sem er vakt allan sólarhringinn. Þetta er starf „á milli níu og fimm“ eins og Davíð orðaði það. Eftir klukkan fimm hvern virkan dag er hann kominn í frí og þá – og allar helg- ar – getur hann sinnt því sem skemmtilegt er í lífinu. Það er sjónarsviptir að Davíð úr stjórnmálunum, en svona er lífið. Allt hefur sinn tíma. Gangi honum sem best í nýja starfinu! MAÐUR VIKUNNAR Lífi› byrjar klukkan fimm DAVÍÐ ODDSSON FRÁFARANDI FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Um 70% þeirra sem greinast með ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni sem börn eru áfram með þessa röskun sem fullorðnir skv. rannsóknum. ADHD sam- tökin hétu áður Foreldrafélag misþroska barna en nafninu var breytt þegar ákveðið var á aðal- fundi að samtökin skyldu jafn- framt vera hagsmunasamtök fullorðinna með ADHD og starfa að verkefnum í þeirra þágu. ADHD er alþjóðleg skammstöf- un sem stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder eða athyglisbrest og ofvirkni. Skrifstofa ADHD samtakanna flutti árið 2004 að Háaleitisbraut 13 í nýtt og spennandi umhverfi þar sem Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll er til húsa og félögin sem standa að Sjónarhóli. En þau félög eru, auk ADHD samtak- anna, Landssamtökin Þroska- hjálp, Umhyggja – til stuðnings langveikum börnum og Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra. Eins og þjóðin veit hefði Ráðgjafar- miðstöðin Sjónarhóll aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði komið til samstarf áðurnefndra hags- munafélaga barna með sérþarfir og stuðningur þjóðarinnar, fyrir- tækja og ríkisins. Helstu starfs- þættir og verkefni ADHD sam- takanna eru : • Upplýsinga- og fræðsluþjón- usta sem er opin alla virka daga 10 mánuði ársins milli kl. 13 og 15. Upplýsingar og ráðgjöf er veittar í gegnum síma 581 1110 á sama tíma. • Fræðslufundir, 3-4 á ári • Útgáfa fréttabréfs, þrisvar á ári • Ýmis útgáfa, m.a. smárit um ADHD og barnabók um of- virkan dreng þetta árið • Ráðgjafarmiðstöðin Sjónar- hóll fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir • Starfsemi í þágu fullorðinna með ADHD • Námskeið og stuðningshópar • Norrænt samstarf • Vefsíða samtakanna www.adhd.is Sjá nánar um starfsemi sam- takanna á vefsíðunni. Hægt er að skrá sig í samtökin í gegnum vef- síðuna, árgjald er aðeins kr. 2.300. Skráðir félagsmenn fá send fréttabréf og upplýsingar í netpósti um tilboð og starfsemi samtakanna. Í apríl 2005 var Ágústa Gunn- arsdóttir sálfræðingur ráðin til samtakanna til að sinna greining- um fullorðinna sem vilja fá úr því skorið hvort þeir greinist með at- hyglisbrest og ofvirkni. Ástæðan fyrir þessari ráðningu var að hjá þeim fáu sérfræðingum sem sinnt hafa fullorðnum með ADHD hérlendis var allt orðið fullt og ýmist löng bið eða ekki hægt að komast að í greiningu. ADHD samtökin leggja mikinn metnað í að sú greiningarvinna sem um ræðir verði faglega unn- in og áreiðanleg í alla staði. Vitað er að greining fullorðinna sem hugsanlega eru með ADHD er mjög vandasöm vegna algengra fylgikvilla s.s. kvíða, þunglyndis, persónuleikatruflana og vímu- efnaneyslu. Leitað var ráðgjafar hjá ýmsum aðilum um hvernig staðið skyldi að þessari vinnu og samráð var haft við helstu geð- lækna sem við vísum fullorðnum á. Hægt er að vísa fullorðnum 18 ára og eldri á ADHD samtökin til að panta tíma í greiningu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR SKRIFAR UM ADHD SAMTÖKIN Samtök um athyglisbrest og ofvirkni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.