Fréttablaðið - 10.09.2005, Side 22

Fréttablaðið - 10.09.2005, Side 22
„Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegur tími,“ segir Mar- grét V. Helgadóttir, sem látið hef- ur af störfum sem ritstjóri Hafn- arpóstsins eftir hálft þriðja ár. Hafnarpósturinn er málgagn Ís- lendingafélagsins í Kaupmanna- höfn. Blaðið kemur út sex sinnum á ári og er upplagið þúsund eintök sem send eru til félagsmanna Ís- lendingafélagsins. Margrét hélt utan til náms fyr- ir fjórum árum síðan. Áður var hún blaðamaður hjá Fróða og því fannst henni það kjörið tækifæri þegar henni bauðst að ritstýra Hafnarpóstinum. „Ég kann að meta andann sem fylgir því að vinna í fjölmiðlum og fannst þetta líka rakin leið til að halda íslensk- unni við.“ Á skömmum tíma hefur Mar- grét blásið nýju lífi í blaðið. „Þeg- ar ég tók við því var það í rauninni bara lítið fjölrit með tilkynning- um, sem var dálítil synd því á ní- unda áratugnum var þetta veglegt blað og það er gaman að skoða gömlu tölublöðin. Ég hafði mikinn áhuga á að færa það til fyrra horfs og réðst í verkið.“ Hún byrj- aði á því að stækka brotið, fjölgaði blaðsíðum, lét prenta blaðið í prentsmiðju, virkjaði fólk til að senda inn efni og skrifaði sjálf. Allt var þetta gert í sjálfboða- vinnu en erfiðið bar árangur. Bók- haldið hefur allar götur síðan ver- ið réttu megin við núllið og gott betur, enda reyndist auðveldara að selja auglýsingar í blaðið eftir að Margrét tók útgáfuna traustum tökum. Um síðustu áramót tók Mar- grét við nýju starfi og ákvað því að láta af ritstjórn, enda er það æði tímafrekt þótt það eigi að heita hliðarverkefni. „En þetta hefur bara verið svo skemmtilegt og ég er búin að kynnast svo mörgu skemmtilegu fólki í gegn- um blaðið. Ég held líka að það sé rétt að hætta á meðan ég hef enn gaman af þessu og þetta er ekki orðið kvöð,“ segir hún glaðbeitt. Hafnarpósturinn leitar nú að nýjum ritstjóra og Margrét hvet- ur alla áhugasama til að setja sig í samband við Íslendingafélagið en nánari upplýsingar um það má finna á islendingafelagid.is. ■ 22 10. september 2005 LAUGARDAGUR STEPHEN JAY GOULD (1941-2002) fæddist þennan dag. MARGRÉT V. HELGADÓTTIR LÆTUR AF RITSTJÓRN HAFNARPÓSTSINS: Blés nýju lífi í útgáfuna „Kenningarnar sem við teljum að við þekkj- um best eru þær sem eru oftast rangar – því við rannsökum þær aldrei eða vefengjum.“ Stpehen Jay Gould var bandarískur steingervingafræðingur, sem fjallaði töluvert um þróunarkenninguna. timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1981 var hinni risa- stóru veggmynd Guernica eftir listamann- inn Pablo Picasso skilað til Spánar en hún hafði verið í láni í Bandaríkjunum í fjóra áratugi. Picasso málaði myndina árið 1937 undir áhrifum frá árás Þjóðverja á bas- neska þorpið Guernica sem talið er að hafi verið gerð einræðisherranum Franco til framdráttar í borgarastyrjöldinni á Spáni. Picasso var hneykslaður á grimmdarlegri árásinni og gerði hana því að meginefni veggmyndar sinnar sem hann lauk á að- eins þremur vikum. Myndin er 3,5 sinnum 7,7 metrar að stærð og lýsir mikilli skelfingu borgar- anna. Hún er máluð í svörtu, hvítu og gráu og sýnir martraðarkenndar ímyndir sem vekja fólk til um- hugsunar um óhugnað stríðsins. Árið 1939 var myndin send til New York á sýningu. Síðar sama ár braust síðari heimsstyrjöldin út og Picasso bað um að Guernica og önnur verk hans yrðu geymd þar uns stríðinu lyki. Eftir stríð var flestum verkanna skilað til Evrópu fyrir utan Guern- icu, sem að ósk listamannsins átti að geyma í Bandaríkjunum þar til lýðræði yrði endurreist á Spáni. ÞETTA GERÐIST > 10. SEPTEMBER 1981 MERKISATBURÐIR 1846 Elias Howe fær einkaleyfi á hand- knúna saumavél sína. 1908 Fyrstu almennu leynilegu kosn- ingarnar til Alþingis fara fram. Kosningaþátttaka er meiri en nokkru sinni eða 75,5 prósent. 1908 Samþykkt er í þjóðaratkvæða- greiðslu að lögleiða bann við inn- flutningi áfengra drykkja. Áfengis- bannið var afnumið í febrúar 1935. 1813 Bandarísk herlið sigra Breta í bar- daganum við Erie-vatn. 1950 Minnisvarði um Bjarna Sívertsen riddara er afhjúpaður í Hellisgerði. 1977 Fallöxi er notuð í síðasta sinn í Frakklandi til að aflífa fanga. 2002 Sviss fær inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. Guernicu skila› til Spánar Við færum alúðarþakkir öllum þeim sem vottuðu samúð og létu í ljós vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, Þyri Þorláksdóttur Myers Við þökkum ekki síst þeim sem önnuðust hana svo vel í veikindum hennar. Ragnheiður Kristjana Þorláksdóttir Helgi Þorláksson og Auður Guðjónsdóttir Nanna Þorláksdóttir og Hjörtur Torfason Ingi Sörensen og Ellen Sörensen Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Eggert Jónsson Suðurgötu 8, Keflavík, er látinn. Guðrún Jónsdóttir Þorsteinn Eggertsson Jóh. Fjóla Ólafsdóttir Guðfinna Jóna Eggertsdóttir Sigvaldi Hrafn Jósafatsson Jón Eggertsson Hólmfríður Guðmundsdóttir Guðrún Eggertsdóttir og fjölskyldur ANDLÁT Jóhann Eyþórsson, Sléttuvegi 17, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund föstudaginn 2. septem- ber. Daði Þór Guðlaugsson, Mávahlíð 6, Reykjavík, lést af slysförum mánudaginn 5. september. Guðrún Jónsdóttir, Birnustöðum, Laug- ardal, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 6. september. Elísabet Jónsdóttir lést á dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, miðvikudaginn 7. september. Margrét Einarsdóttir, frá Litlalandi, lést á heimili sínu Leirutanga 33, Mosfells- bæ, miðvikudaginn 7. september. JAR‹ARFARIR 11.00 Jóhannes Ásbjörnsson, fyrrver- andi bóndi, Stöð, Stöðvarfirði, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stöðvarfjarðar- kirkju. 13.30 Friðjón Hauksson, Háeyrarvöllum 26, Eyrarbakka, verður jarðsung- inn frá Eyrarbakkakirkju. AFMÆLI Páll Samúelsson, stofnandi Toyotaumboðsins, er 76 ára. Gerður G. Bjarklind útvarps- kona er 63 ára. Barði Jóhannsson tónlistar- maður er 30 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1914 Robert Wise leikstjóri. 1958 Chris Colombus kvik- myndaleikstjóri. 1960 Colin Firth leikari. 1968 Guy Ritchie kvikmynda- leikstjóri. www.steinsmidjan.is Hausthátí› KFUM og K í Húsd‡ragar›inum Félögin KFUM og KFUK bjóða ís- lensku þjóðinni án endurgjalds til hausthátíðar í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum sunnudaginn 11. september klukkan tíu til fimm en skipulögð dagskrá hefst klukkan 14.00. Þetta er gert í tilefni af því að vetrarstarf félaganna er að hefjast en að venju er boðið upp á fjölbreytta starfsemi fyrir stráka, stelpur og fullorðna. Skipulögð dagskrá hausthátíð- arinnar hefst með því að börn úr leikskólum KFUM og K taka lag- ið. Brúðurnar í Brúðubílnum skemmta krökkunum og Tóti trúður og vitlausi hestamaðurinn mæta á svæðið svo fátt eitt sé nefnt. Dagskránni lýkur með skrúðgöngu yfir að félagsheimili KFUM og K þar sem haldin verð- ur fjölskyldusamkoma með fjöl- breyttri dagskrá. Botninn verður sleginn í þennan viðburðaríka dag með grillveislu en meðan pylsurnar hitna geta börnin fengið að sitja á hestum sem ganga með þau um lóðina. ■ BOÐIÐ TIL HÁTÍÐAR Vetrarstarf KFUM og KFUK er að hefjast. Af því tilefni er boðið til hausthátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Guernica eftir Pablo Picasso. SÍÐASTA TÖLUBLAÐIÐ Íslensk kvik- myndahátíð í Danmörku er burðarefni síð- asta tölublaðsins sem Margrét ritstýrði. MARGRÉT V. HELGADÓTTIR Vann sem blaðamaður á Íslandi og fannst rakið að halda sig á kunnulegum slóðum með því að ritstýra Hafnarpóstinum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.