Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 24
24 10. september 2005 LAUGARDAGUR
„Mér finnst bragðið allsendis við-
bjóðslegt og tilhugsunin um mjólk
enn ógeðslegri. Ég spyr fólk hvort
það sjái sjálft sig leggjast undir
belju og sjúga á henni spena. Ekkert
annað spendýr en maðurinn nærist
á mjólk annars spendýrs og afkára-
leg venja, enda fæða fyrir kálfa,“
segir Dr. Plant, sem áður lifði á
hvers kyns mjólkurafurðum.
„Ég fékk mér morgunkorn með
mjólk, drakk mjólk út í te, smjör á
brauð, osta, jógúrt, rjóma og ís þess
á milli. Hafði látið glepjast af áróðri
mjólkurframleiðanda um að mjólk-
urafurðir væru hollar og vitaskuld
umhugað um hollt mataræði þegar
ég fékk krabbamein. Mjólkinni var
hampað í heilsuritum og virtir Bret-
ar töluðu um mjólkuriðnaðinn sem
„góðan“, en ég sé ekkert gott við að
kýr séu neyddar til að framleiða
sextíu lítra af mjólk á dag, þegar
fyrir hálfri öld að þær framleiddu
aðeins fimm lítra.“
Biðstofa dauðans
Það var í steypibaði sem Dr. Plant
fann hnút í brjósti sínu, þá 42ja ára,
árið 1987.
„Hryggð og áfall helltust yfir
mig. Þetta gat ekki gerst! Ég sem
lifði svo heilbrigðu lífi! Mundi ég
missa brjóstið, sem ég og gerði;
skildi meinið hafa dreift sér víðar?
Af hverju hafði ég ekki verið virk í
sjálfsskoðun?“ rifjar Dr. Plant upp,
en æxlið í brjóstinu reyndist stað-
bundið. Eftirköstin áttu að vera eng-
in. Hún var laus. Sloppin fyrir horn.
„Fjóru og hálfu ári síðar fannst
illkynja æxli í handarkrikanum og
innan þriggja vikna annað. Eftir sex
geislameðferðir fannst hnútur í
hálsinum og tveimur vikum síðar
annar mun stærri. Það var þá sem
ég vildi hætta allri meðferð, en lét
segjast og hóf lyfjameðferð,“ segir
Dr. Plant, en krabbameinslyfin
verkuðu ekki sem skyldi.
„Þegar æxlið hörfaði ekki spurði
ég einn læknanna hvað biði mín.
Hann sagði mig heppna ef ég lifði
þrjá mánuði í viðbót. Mér fannst
það ekki geta verið satt. Það var
eitthvað svo óraunverulegt,“ segir
Dr. Plant sem fljótlega meðtók ör-
lög sín.
„Þá tilkynnti ég það börnunum
og bað vini mína að hjálpa mannin-
um mínum með börnin eftir að þau
yrðu móðurlaus. Síðan reyndum að
taka þessu með skynsemi og ró.“
Mjólkurlaust Kína
Dr. Plant hafði um tíma starfað að
rannsóknum á sviði jarðefnafræði í
Kína áður en hún veiktist af
brjóstakrabbameini. Þegar kín-
verskir starfsbræður hennar fréttu
af dauðadómnum sendu þeir Dr.
Plant kínverskar jurtir sem notaðar
eru til lækninga þar eystra.
„Þá fyrst rann upp fyrir mér
ljós, en allan tímann hafði ég átt í
fórum mínum upplýsingar um lága
tíðni brjóstakrabbameins meðal
kínverskra kvenna. Hvað voru þær
að gera öðruvísi en vestrænar kon-
ur? Og það rifjaðist upp fyrir mér
að Kínverjar neyta ekki mjólkur-
afurða og hafa ekki ensím til að
melta hana,“ segir Dr. Plant, en þess
má geta að mjólk var kölluð „lögur
úr júgrum kúa“ í Kína hér áður fyrr
og var nóg til þess að fólk hryllti sig,
en undanfarin ár hefur mjólkuriðn-
aðurinn herjað með mikilli mark-
aðssetningu á Kínverja og breytt
nafninu í kúamjólk.
„Heilaþvotturinn hefur komist
til skila og nú eru Kínverjar farnir
að neyta mjólkurafurða í miklum
mæli. Kínverskur starfsbróðir
minn sagðist verða að drekka mjólk
til að fá sterkari bein, en ég sagði
honum að það væri áróður og bað
hann að hlusta á líkama sinn og eig-
in heilsu. Ég hef aldrei séð þessa
kínversku félaga mína líta jafn illa
út eða vera eins lasna og eftir að
þeir byrjuðu í mjólkurvörunum,“
segir Dr. Plant, en tíðni brjósta- og
blöðruhálskrabbameins í Kínverj-
um hækkar í samræmi við Vestur-
landabúa þegar þeir flytjast búferl-
um til Vesturheims og aðhyllast
vestrænt mataræði.
Lyfið er fæðan
Andspænis dauðanum ákvað Dr.
Plant að útiloka allar mjólkurafurð-
ir úr mataræði sínu, en á þeim tíma-
punkti borðaði hún tvær jógúrt á
dag.
„Eftir fimm daga fann ég mikinn
kláða í æxlinu sem byrjaði að mýkj-
ast. Ég ákvað að mæla staðsetningu
æxlisins sem stöðugt minnkaði, og
innan sex vikna var það horfið með
öllu. Krabbameinslæknirinn varð
steini lostinn, sagðist ekki finna
æxlið; ég var laus við krabbameinið.
Hann hvatti mig til að halda áfram
að sleppa mjólkurmat ef ég teldi
það hjálpa mér, en sagði æxlið geta
komið aftur þegar lyfjameðferð
lyki,“ segir Dr. Plant sem tólf og
hálfu ári seinna er enn laus við
krabbamein.
„Ég fer enn í skoðun hjá krabba-
meinslækninum og hann býðst
reglulega til að útskrifa mig, en ég
vil það ekki því þá storkar maður
örlögunum,“ segir hún hlæjandi.
Það eru gömul sannindi og ný að
maðurinn er það sem hann borðar.
Faðir læknisfræðinnar, Hippó-
krates, sagði fyrir 2.500 árum: „Lát-
ið fæðuna vera lyf ykkar.“ Bragð
hans við veikindum fólks var að
taka mjólk og mjólkurafurðir úr
mataræði þess og síðan hafa margir
virtir fræðimenn reynt að miðla
þessum boðskap, en mætt miklum
hindrunum.
„Ég hef fengið mikil viðbrögð
við kenningu minni, og sumir segja
hana skorta sannanir og vera aðeins
byggða á minni persónulegu
reynslu. Mikinn fjölda heimilda má
finna í vísindasamfélaginu sem
sannar að vaxtarþátturinn IGF1 í
mjólk er mikilvægur beri þegar
kemur að krabbameini í brjóstum
og blöðruhálskirtli,“ segir Dr. Plant,
en IGF1 eru agnarsmá mólikúl
prótín sem finnast í líkamanum.
„IGF1 í kúm er sá sami og finnst
í mönnum, en eftir því sem nytin í
kúm er meiri, finnst meira magn
IGF1 í mjólk. Í kúm er þetta nátt-
úrulegur vaxtarhvati fyrir nýborna
kálfa fyrstu tvö árin í lífi þeirra, en
afar óheppilegur fólki. IGF1 í mönn-
um nær hámarki við kynþroska og
óhentugt að hafa IGF1 nautgripa í
blóðrásinni fyrir tíðahvörf eða á
breytingaskeiðinu. IGF1 hvetur og
krabbameinsfrumur til að vaxa
hraðar. Hann finnst í allri mjólk,
einnig þeirri íslensku.“
Samviskubit varð að bók
Reynsla Dr. Plant af mjólkurlausu
mataræði vakti áhuga annarra
krabbameinssjúklinga og alls var
hún með 63 sjúklinga undir sínum
verndarvæng á tímabili.
„Eftir slæman vinnudag hringir
kona og biður um hjálp. Ég var
þreytt, önug og sagðist ekki geta
hjálpað fleirum. Ég væri í vinnu og
ætti fjölskyldu. Eftir að við kvödd-
umst fékk ég samviskubit yfir þess-
ari hroðalegu framkomu og reyndi
með öllum ráðum að finna númer
hennar, en án árangurs. Þegar ég
kom heim, ennþá niðurlút, stakk
dóttir mín upp á að ég skrifaði niður
allt sem ég vissi og dreifði til sjúk-
linga,“ segir Dr. Plant sem í kjölfar-
ið skrifaði metsölubókina „Your
Life in Your Hands“ sem nú hefur
verið þýdd á fimmtán tungumál og
selst á sjöttu milljón eintaka. Dr.
Jane Plant hefur einnig skrifað upp-
skriftabókina „Eating for Better
Health“ og bækur um hvernig unnt
er að komast yfir krabbamein í
blöðruhálskirti ásamt beinþynn-
ingu.
„Það er alltaf tímabært að breyta
mataræðinu og fólk á öllum aldri
ætti að gefa sjálfu sér það tækifæri
að vera heilsuhraust. Börn, líkt og
kálfar, fá mjólkuróþol tveggja ára
og þessa fræðslu þurfa börn að fá
strax í grunnskólum. Við verðum að
segja börnum sannleikann um
slæma fæðu og góða. Það er best að
sleppa alfarið mjólkurvörum því
þannig má koma í veg fyrir sjúk-
dóma seinna meir. Segjum nei við
unnum skyndibita og mjólkurvör-
um og borðum þess í stað ferskt
grænmeti og ávexti, jurtir, góð
krydd og lífræna matvöru. Hættum
að setja ofan í okkur eitraðan, of-
unninn mat.“
Eitruð líknarmeðferð
Dr. Jane Plant er prófessor í jarð-
efnafræði við Imperial College í
Lundúnum og næringarsérfræðing-
ur við Dove Clinic for Integrated
Medicine í sömu borg, þar sem
sjúklingar með krabbamein í brjóst-
um og blöðruhálskirtli koma til
hennar og fá ráðgjöf vegna matar-
æðis.
„Ég vek alls ekki falskar vonir
með sjúklingunum, heldur von, því
þeim sem fara eftir mataræðinu í
einu og öllu gengur vel að losna við
krabbameinið, jafnvel þótt þeim
hafi verið gefnar bágar lífslíkur,“
segir Dr. Plant sem fyrir skömmu
var boðið í hádegismat á líknardeild
bresks sjúkrahúss.
„Á borðum var ekkert grænmeti
né ávextir, aðeins mjög unnin mat-
vara, ostar og mjólkurmatur, svo ég
ákvað að fá mér ekki neitt. Sagði
sjúklingunum að mér þætti ekki
skrýtið að þau færu út í líkpoka úr
því að þau borðuðu þennan mat,“
segir Dr. Plant ákveðið og bætir við
að flestir vilji hjálpa sjálfum sér og
breyta mataræðinu.
„Æ fleiri læknar mæla með
mataræði mínu fyrir sjúklinga sína,
en engu að síður standa hagsmuna-
aðilar í vegi fyrir þeim sem vilja
mjólkurvörur burt úr mataræði
mannsins. Breskur prófessor gagn-
rýndi bók mína og rakkaði niður, en
þegar ég athugaði bakgrunn hans
kom í ljós að doktorsnám hans og
allar rannsóknir höfðu verið kostað-
ar af mjólkurframleiðendum, auk
þess sem hann hafði fengið verð-
laun mjólkuriðnaðarins. Það erfitt
fyrir manneskju sem á allt sitt und-
ir mjólkuriðnaðinum að standa upp
og segja fólki að drekka ekki mjólk.
Það vinnur gegn sannfæringu sinni
og ekki hægt að treysta því, en því
miður er mjög algengt að rannsókn-
ir í heilbrigðisstéttum séu kostaðar
af mjólkurframleiðendum.“
Mataræði fram yfir jákvæða hugsun
Dr. Plant ráðleggur krabbameins-
sjúklingum að þiggja meðferðarúr-
ræði sjúkrahúsanna, en vill sjá
ákveðna næringarráðgjöf þeim til
handa.
„Í tilvikum sykursýki og hjarta-
sjúkdóma er sjúklingum alltaf ráð-
lagt að breyta mataræði. Eins þarf
að gera með krabbameinssjúklinga.
Við verðum að gefa þeim bestu ráð-
in og bestu batahorfurnar. Sjálf
hefði ég getað beðið dauðans í upp-
gjöf, en gerði það ekki. Það er vel
hægt að snúa á dauðann með
breyttu mataræði, sem er miklu
áhrifaríkara en jákvæð hugsun.
Sykursýkis- og hjartasjúklingum er
aldrei sagt að hugsa jákvætt; slíkt
er bara sagt þegar önnur ráð eru
ekki til.
Á endanum verða sjúklingarnir
sakbitnir yfir því að hafa ekki hugs-
að nógu jákvætt og upplifa streitu
sem er afar óheppileg krabba-
meinssjúkum. Ég ráðlegg fólki að
setja ekki allt sitt traust á lækna,
heldur vinna með þeim. Taka stjórn-
ina og bera ábyrgð á eigin lífi og
heilsu,“ segir Dr. Plant, sem á degi
hverjum fær hundruð þakkarbréfa
frá krabbameinssjúkum sem öðlast
hafa bata eftir að mjólkin hvarf úr
mataræði þeirra.
„Ég vil enginn Messías vera, því
ég hef ekki öll svörin. Ég er við-
kvæm og ekkert endilega svo góð
manneskja en vil umfram allt
hjálpa öðrum. Þegar maður hefur
gengið í gegnum þá martröð að fá
brjóstakrabbamein, óskar maður
engum þess sama.
Ég var einungis heppin að hafa
verið í Kína á réttum tíma og hafa
mína fagþekkingu. Kæmi ég þangað
í dag hefði ég ekki greint ástæðuna
vegna harðvítugrar markaðssetn-
ingar mjólkurframleiðenda. Að-
stæðurnar þá hjálpuðu mér að setja
púslið saman.“
„Má ekki bjó›a flér súkkula›i? Í flví eru engar
mjólkurafur›ir,“ segir Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir
flegar hún réttir kristalsskál me› tælandi súkkula›i-
bitum a› vinkonu sinni Dr. Jane Plant, en bá›ar
eru me› virtustu prófessorum í jar›efnafræ›i á
Bretlandseyjum. Jane teygir sig í vænan súkkula›i-
mola, en í tólf ár hefur hún ekki snert mjólkur-
afur›ir og finnst flær reyndar vi›bjó›slegar. fiórdís
Lilja Gunnarsdóttir gæddi sér á mjólkurlausu
súkkula›inu me› prófessorunum.
Hvíta hættan
DR. JANE PLANT, PRÓFESSOR Í JARÐEFNAFRÆÐI Þessi virti fræðimað-
ur er nú stödd á Íslandi og hélt fyrirlestra á vegum Heilsuhússins um breytt
mataræði í baráttunni við brjóstakrabbamein. Sjálf stóð Dr. Plant við dauðans
dyr árið 1987 og ákvað þá að nota eigin vísindaþekkingu til að reyna að
bjarga lífi sínu með því að útiloka mjólkurafurðir úr mataræðinu.