Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.09.2005, Qupperneq 28
28 10. september 2005 LAUGARDAGUR Davíð Oddsson verður sautj-ándi bankastjóri Seðla-bankans þegar hann tekur við því embætti 20. október næst- komandi. Seðlabanki Íslands var stofnaður 1961 en áður hafði Landsbanki Íslands gegnt hlut- verki seðlabanka allt frá árinu 1927. Af sautján seðlabankastjór- um hafa tólf verið pólitískt ráðnir. Þeir hafa ýmist gegnt þingstörf- um og ráðherrastörfum eða starf- að í innsta hring stjórnmála- flokks. Fimm bankastjórar hafa bakgrunn úr efnahagsgeiranum og hafa unnið sig upp í stöðu bankastjóra Seðlabankans. Þar á meðal er Jóhannes Nordal, sem hefur lengst verið starfandi bankastjóri, frá stofnun bankans 1961 allt til 1993, eða í 28 ár. Einn hinna fimm gegndi stöð- unni einungis tímabundið. Það var Ingimundur Friðriksson, aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans, sem var settur í stöðuna eftir að Finni Ingólfssyni var veitt lausn frá embætti. Átta ráðherrar bankastjórar Nær helmingur seðlabankastjóra hefur áður gegnt ráðherraemb- ættum ef einn ráðherra sem ekki var þingmaður er meðtalinn, framsóknarmaðurinn Vilhjálmur Þór, eða átta af sautján. Fjórir eru úr Framsóknarflokki, þrír úr Sjálfstæðisflokki og einn úr Al- þýðuflokki. Alls hafa sex framsóknarmenn gegnt stöðu bankastjóra og hafa þrír þeirra gegnt ráðherraemb- ætti á vegum flokksins. Það eru þeir Tómas Árnason, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólfs- son. Hinir framsóknarmennirnir þrír, Vilhjálmur Þór, sem reyndar var utanríkisráðherra og atvinnu- málaráðherra í utanþingsstjórn 1942-1944, Sigtryggur Klemens- son og Jón Sigurðsson, voru með- al helstu trúnaðarmanna forystu Framsóknarflokksins um áratuga- bil. Sjálfstæðismenn hafa átt fjóra bankastjóra að Davíð Oddssyni meðtöldum. Auk Davíðs hafa ráð- herrarnir Birgir Ísleifur Gunn- arsson og Geir Hallgrímsson horfið úr stjórnmálum í Seðla- bankann en fjórði Sjálfstæðis- maðurinn var Davíð Ólafsson, þingmaður flokksins. Vinstriflokkarnir hafa átt tvo seðlabankastjóra. Sá fyrri var úr Sósíalistaflokknum og fyrsti seðlabankastjóri úr þeim armi stjórnmálanna, Guðmundur Hjartarson. Hinn síðari er Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins. Gagnrýni á ráðningar Pólitískar ráðningar í stöðu seðla- bankastjóra hafa löngum hlotið gagnrýni. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem fundið hafa að ráðningunum. Hún var ein þriggja þingmanna Samfylkingar- innar sem lögðu fram frumvarp til breytingar á lögum um Seðla- banka Íslands 2003 þess eðlis að auglýsa skyldi stöðu bankastjóra lausa. Einnig skyldi þess krafist að bankastjórar hefðu reynslu og víðtæka þekkingu á peningamál- um og öðrum efnahagsmálum. Í umræðum um frumvarpið sagði Jóhanna: „Það er eins og staða seðlabankastjóra sé eins konar pólitískt hæli fyrir stjórn- málamenn þegar þeir hætta störf- um og það er auðvitað erfitt að þurfa að búa við slíka tíma- skekkju í stjórnkerfinu.“ Þorvaldur Gylfason hagfræð- ingur skrifaði grein í Morgun- blaðið í október 1994 og gagn- rýndi þar ráðningu Steingríms Hermannssonar í stól seðlabanka- stjóra. Þar sagði Þorvaldur: „Og nú er svo komið, að sá stjórnmála- leiðtogi landsins, sem jafnan hef- ur verið hægt að treysta best til að fjalla óskynsamlega um efna- hags- og fjármál þjóðarinnar á undanförnum árum, er orðinn bankastjóri í Seðlabanka Íslands. Yfirgripsmikil vanþekking hans á efnahagsmálum er rómuð langt út fyrir landsteinana. Hann hefur lýst því yfir, að vestrænar hag- stjórnaraðferðir eigi ekki við á Ís- landi og öðru eftir því, og er nú orðinn einn helsti efnahagsráðu- nautur ríkisstjórnar Davíðs Odd- sonar. Einn fyrirferðarmesti hold- gervingur fortíðarvandans er orð- inn yfirmaður bankaeftirlitsins!“ Á ekki að úthluta pólitískt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar og bankaráðsmaður í Seðlabankan- um, segir að stöðu seðlabanka- stjóra eigi ekki að úthluta póli- tískt. Hún var einn þriggja þing- manna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarpið sem nefnt var hér að framan. „Þeir sem veljast til starfs seðlabankastjóra eiga að hafa reynslu og þekkingu og helst menntun á því sviði. Þó að menn geti verið mætir og gegnir og allra góðra gjalda verðir er ekki þar með sagt að þeir passi endi- lega í starf seðlabankastjóra,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Ég lít svo á að í slíkt starf, sem skiptir jafn BANKASTJÓRN Se›labanka Íslands [ frá stofnun bankans 1961] INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efnahagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála.“ JÓHANNES NORDAL 1961-1993 MENNTUN: Doktorspróf í hagfræði frá University of London FYRRI STÖRF: Hagfræð- ingur Landsbanka Ís- lands 1954-1958. Settur bankastjóri Landsbankans 1958. Bankastjóri Seðlabankans 1961. JÓN G. MARÍASSON 1961-1967 MENNTUN: Verslunar- nám í Kaupmannahöfn. FYRRI STÖRF: Starfaði hjá Landsbankanum frá 1919-1957, bankastjóri Landsbankans 1945- 1957. Bankastjóri Seðlabanka Íslands 1957-1967. VILHJÁLMUR ÞÓR 1961-1964 MENNTUN: Skyldunám FYRRI STÖRF: Ýmis störf hjá KEA frá unga aldri. Framkvæmdastjóri KEA 1923-1940 og einn af helstu trúnaðarmönn- um forystu Framsóknarflokksins um áratugabil. Aðalræðismaður Íslands fyr- ir Bandaríkin 1940-1942. Utanríkisráð- herra og atvinnumálaráðherra í utan- þingsstjórn 1942-1944. Bankastjóri Landsbankans 1940-1941, 1944-1946 og 1954-1957. Forstjóri SÍS 1946-1954. Aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands 1957-1961, þá skipaður bankastjóri Seðlabankans eftir nýju Seðlabankalög- unum. SIGTRYGGUR KLEMENSSON 1966-1971 MENNTUN: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í tolla- og skattalöggjöf í Kaup- mannahöfn, Ósló og Stokkhólmi. FYRRI STÖRF: Hafði eftirlit með toll- gæslu utan Reykjavíkur 1938-1948. Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1939. Forstöðumaður Skömmtunarskrifstofu ríkisins 1939-1947. Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu 1952-1966. Í mið- stjórn Framsóknarflokksins um árabil. DAVÍÐ ÓLAFSSON 1967-1986 MENNTUN: Hagfræði- próf frá Kiel. FYRRI STÖRF: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1963-1967. Varaþing- maður 1959-1963. Fiskimálastjóri 1940-1967. SVANBJÖRN FRÍMANNSSON 1971-1973 MENNTUN: Nám í bankafræðum og tungumálum í Dan- mörku og Þýskalandi veturinn 1928-1929 og í London 1935-1936. FYRRI STÖRF: Vann hjá Íslandsbanka og síðar Útvegsbanka Íslands á Akureyri 1920-1935. Vann hjá Landsbanka Ís- lands frá 1936, sem aðalféhirðir 1937- 1942, aðalbókari og aðstoðarbanka- stjóri 1945-1957, og bankastjóri frá 1957 til 1970. GUÐMUNDUR HJARTARSON 1974-1984 MENNTUN: Skyldunám. FYRRI STÖRF: Starfsmað- ur Sósíalistaflokksins 1946-56 og forstjóri Innflutningsskrifstofunn- ar 1956-60. Vann ýmis störf fyrir Sósíalistaflokkinn frá 1960. TÓMAS ÁRNASON 1985-1993 MENNTUN: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í al- þjóðaverslunarrétti við Harvard Law School, Bandaríkjunum. FYRRI STÖRF: Þingmaður Framsóknar- flokksins 1974-1985. Varaþingmaður á árunum 1954-1959 og 1967-1974. Fjármálaráðherra 1978-1979. Viðskipta- ráðherra 1980-1983. GEIR HALLGRÍMSSON 1986-1990 MENNTUn: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í lög- fræði og hagfræði eitt ár við Harvard Law School, Bandaríkjunum. FYRRI störf: Þingmaður Sjálfstæðis- flokksins 1970-1983. Varaþingmaður á árunum 1960-1970. Forsætisráðherra 1974-1978. Utanríkisráðherra 1983- 1986. Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins 1971-1973, formaður flokksins 1973-1983. STEINGRÍMUR HERMANNSSON 1994-1998 MENNTUN: Verkfræðipróf frá California Institute of Technology í Pasadena. FYRRI STÖRF: Þingmaður Framsóknarflokksins 1971-1984. Dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráð- herra 1978-1979. Sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-1983. Forsæt- isráðherra 1983-1987 og 1988-1991. Utanríkisráðherra 1987-1988. JÓN SIGURÐSSON 1993-1994 MENNTUN: Próf í þjóð- hagfræði frá London School of Economics. FYRRI STÖRF: Efnahags- stofnun 1964-1971. For- stöðumaður hagrann- sóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972-1974. Forstjóri Þjóðhags- stofnunar 1974-1986 Þingmaður Alþýðuflokksins 1987-1993. Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráð- herra 1987-1988, iðnaðar- og við- skiptaráðherra 1988-1993. FINNUR INGÓLFSSON 2000-2002 MENNTUN: Viðskipta- fræðipróf frá Háskóla Ís- lands FYRRI STÖRF: Aðstoðar- maður sjávarútvegsráð- herra 1983-1987. Aðstoð- armaður heilbrigðis- og tryggingaráð- herra 1987-1991. Þingmaður Fram- sóknarflokksins 1991-1999. Formaður þingflokks framsóknarmanna 1994- 1995. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995-1999. INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON 2002-2003 MENNTUN: Hagfræðipróf frá University of West-Virginia. FYRRI STÖRF: Hagfræðingur hjá Seðlabankanum 1975-1982 og 1984-1986. Forstöðumaður al- þjóðadeildar 1986-1991. Að- stoðarmaður fastafulltrúa Norðurlandanna í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1982-1984. Fastafulltrúi 1991-1993. Ráðu- nautur bankastjórnar Seðlabankans 1993- 1994. Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans frá 1994. Settur tímabundið í starf bankastjóra eftir að Finni Ingólfssyni var veitt lausn frá embætti. SIGURÐUR SNÆVARR „Ég hef mikla trú á hagfræði og hagfræð- ingum en mér finnst fráleitt að það sé skil- yrði til að gegna þessu starfi að menn hafi einhvern sérstakan bakgrunn.“ ÞORVALDUR GYLFASON „Slíkir menn eru ekki taldir henta til seðla- bankastjórastarfa í nálægum löndum, ekki heldur í Afríku nema á stöku stað, og gildir þá einu, hversu vel þeir kunna að hafa reynst í ólgusjó stjórnmálanna.“ Tólf af sautján se›labankastjórum hafa veri› póli- tískt rá›nir. Flestir fleirra voru framsóknarmenn. Átta se›labankastjórar voru á›ur rá›herrar. Sigrí›ur Dögg Au›unsdóttir sko›ar menntun og starfsreynslu se›labankastjóra frá stofnun bankans 1961. UM HELMINGUR SEÐLABANKA- STJÓRA FYRRUM RÁÐHERRAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.