Fréttablaðið - 10.09.2005, Side 49
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR
Kópavogsbær.
Þing. (Suðursvæði Vatnsenda). Hvörf.
Úthlutun á byggingarrétti.
Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum:
1.
Einbýlishús við Fróðaþing, Dalaþing og Dimmuhvarf.
Um er að ræða 8 lóðir fyrir 1-2 hæða einbýlishús við Fróðaþing 27, 29, 31, 44, 46, Dalaþing 2, 4 og 12.
Flatarmál lóða er frá 800-1.400 m2 og grunnflötur bygginga er að hámarki 250 m2. Gera skal ráð fyrir einni
bílageymslu á lóð, innbyggðri í húsið eða stakstæðri (fer eftir staðsetningu).
Lágmarks gatnagerðar- og yfirtökugjöld á einbýlishús miðað við 750 m3 eru áætluð um 7.5 milljónir kr.
2.
Einbýlishús við Dalaþing og Dimmuhvarf.
Um er að ræða 5 lóðir fyrir 1 hæða einbýlishús við Dalaþing 13, 15 og Dimmuhvarf 17, 19 og 19A. Flatar-
mál lóða við Dalaþing er 800 m2 og við Dimmuhvarf 1.290 -1.400 m2. Grunnflötur bygginga við Dalaþing er
að hámarki 260 m2. Á lóðum við Dimmuhvarf gilda skilmálar samþykktir í bæjarstjórn 27. október 1992. Í
skilmálunum eru ekki afmarkaðir sérstakir byggingarreitir fyrir fyrirhuguð hús heldur tilgreinar ákveðnar fjar-
lægðir frá lóðamörkum sem húsin skulu vera innan við. Gera skal ráð fyrir einni bílageymslu á lóð, inn-
byggðri í húsið eða stakstæðri (fer eftir staðsetningu).
Lágmarks gatnagerðar- og yfirtökugjöld á einbýlishús miðað við 750 m3 eru áætluð um 7.5 milljónir kr.
3.
Einbýlishús við Dalaþing.
Um er að ræða 2 lóðir fyrir 1 hæða einbýlishús auk kjallara við Dalaþing 6 og 24. Flatarmál lóða er annars
vegar 900 m2 og hins vegar 1.300 m2. Hámarks grunnflötur bygginga 260 m2. Gera skal ráð fyrir einni bíla-
geymslu á lóð, innbyggðri í húsið eða stakstæðri (fer eftir staðsetningu).
4.
Parhús við Álaþing, Hafraþing og Hálsaþing.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir 2 hæða parhús við Álaþing 12, Hafraþing 5-7, 6-8, 10-12, Hálsaþing 11
og 13-15. Hámarks grunnflötur er áætlaður 165 m2. Gera skal ráð fyrir einni bílageymslu á lóð.
Lágmarks gatnagerðar- og yfirtökugjöld á parhús miðað við 600 m3 eru áætluð um 5.3 milljónir kr.
5.
Raðhús við Gulaþing.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir 2 hæða raðhús við Gulaþing 46, 48 og 50. Hámarks grunnflötur er um
130 m2 þ.m.t. bílageymsla sem skal vera innbyggð.
Lágmarks gatnagerðar- og yfirtökugjöld á raðhús miðað við 600 m3 eru áætluð um 5.3 milljónir kr.
6.
Fjórbýlishús við Breiðahvarf.
Um er að ræða 1 lóð um 2.500 m2 að flatarmáli við Breiðahvarf 1. Á lóðinni má byggja fjórbýlishús á
tveimur hæðum með 4 íbúðum. Hámarksgrunnflötur hússins er áætlaður 300 m2. Ekki er gert ráð fyrir bíl-
geymslu í eða við húsið.
Lágmarks gatnagerðar- og yfirtökugjöld á íbúð miðað við 350 m3 eru áætluð um 3.0 milljónir kr.
7.
Fjölbýlishús við Boðaþing.
Um er að ræða 2 lóðir um 3.000 m2 að flatarmáli hvor um sig, Boðaþing 1-3 og 2-4. Lóðirnar eru um 3.000
m2 að flatarmáli. Á hvorri lóð má byggja fjölbýlishús á 4 hæðum auk kjallara með alls 24 íbúðum. Gert er
ráð fyrir 2 bílastæðum á íbúð sem er 80 m2 eða stærri en 1 stæði ef íbúðin er minni. Milli 30-45% bíla-
stæða skulu vera í bílgeymslum neðanjarðar (undir húsinu).
Lágmarks gatnagerðar- og yfirtökugjöld á íbúð miðað við 360 m3 eru áætluð um 2.1 milljónir kr.
Væntanlegir lóðarhafar Boðaþings 1-3 og 2-4 munu jafnfram greiða 2.4 milljónir kr. (á lóð) sem hlutdeild í
kostnaði við gerð deiliskipulags við Boðaþing.
Gert er ráð fyrir að ofangreindar lóðir í Þingum verði byggingarhæfar í maí 2006. Lóðirnar að Breiðahvarfi 1
og Dimmuhvarfi 17, 19 og 19a eru byggingarhæfar.
Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar ásamt umsóknareyðublöðum og úthlutunarreglum,
fást afhent gegn 1000 kr. gjaldi á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2 hæð frá kl. 8-16 mánudaga til
fimmtudaga og á föstudögum frá 8-14 frá miðvikudeginum 14. september 2005.
Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 27. september 2005.
Vakin er athygli á því að reglur Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðarhúsnæði voru
endurskoðaðar samþykktar í bæjarráði 8. september sl.
Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarrétt þarf að fylgja
staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir umsækjendur einbýlishúsalóða kr. 25 millj-
ónir, fyrir umsækjendur rað- og parhúsa kr. 20 milljónir.
Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2004 og eða milliuppgjöri fyrir árið 2005 árituð-
um af löggiltum endurskoðendum.
Þeir sem sóttu um byggingarrétt í fyrri áfanga Þinga þ.e. í júní sl. og hyggjast sækja aftur um bygging-
arrétt í þessum áfanga, er bent á að þeir þurfa að leggja fram nýja umsókn. Aftur á móti er ekki nauð-
synlegt að henni fylgi skrifleg staðfesting frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega
lánafyrirgreiðslu umsækjanda vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar að því tilskildu að slík gögn hafi fylgt
fyrri umsókninni. Yfirlýsing frá banka og lánastofnunar um greiðsluhæfi og lánamöguleika umsækj-
enda skal vera án fyrirvara.
Byggingarrétti í við Dimmuhvarf, Breiðahvarf og Boðaþing verður úthlutað með fyrirvara um samþykkt
deiliskipulag.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
Bílstjórar, Verkamenn.
Vegna mikilla verkefna óskar Háfell
eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin
störf :
Námubílstjóra
Verkamenn
Upplýsingar um störfin eru veittar á
skrifstofu Háfells Krókhálsi 12
s: 587-2300. Einnig er hægt að sækja
um á heimasíðu Háfells www.hafell.is
Efnistaka í Hrossadal í
landi Miðdals, Mosfellsbæ
Tillaga að matsáætlun
Alta ehf. og Fjölhönnun ehf. fyrir hönd
framkvæmdaraðilans Stróks ehf.,
auglýsa hér með tillögu að matsáætlun
fyrir fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal í
landi Miðdals í Mosfellsbæ, skv. lögum
um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000.
Áður en ëtillaga að matsáætluní verður
send Skipulagsstofnun til formlegrar
umfjöllunar er hún kynnt á vef Alta
(www.alta.is) og Fjölhönnunar
(www.fjolhonnun.is) í 2 vikur. Þeim sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að koma á framfæri
athugasemdum við tillöguna. Frestur til
að skila inn athugasemdum er til
laugardagsins 24. september.
Athugasemdir skulu berast á netfangið
stefan@alta.is, með pósti til Alta ehf.,
Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík,
eða í síma 5331670.
Fyrir hönd Stróks ehf.,
Alta ehf.
Fjölhönnun ehf.
17
SMÁAUGLÝSINGAR