Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 10.09.2005, Qupperneq 62
10. september 2005 LAUGARDAGUR > Við bendum ... ... þeim stuðningsmönnum Breiðabliks sem vilja vera viðstaddir bikarafhending- una í dag á að kynna sér leiðakerfi Strætó. Bílastæði við Kópavogsvöllinn munu nefnilega vera af skornum skammti vegna Sjávarútvegssýningarinnar í Smáralind um helgina. Bikarafhending í dag Það er nú ljóst að Blikar fá sigurlaun sín fyrir sigur í 1. deildinni afhent eftir leik- inn gegn KA í dag. Breiðablik hafði farið fram á að fá bikarinn afhendann um næstu helgi þar sem margir stuðnings- manna og starfsmanna félagsins verða bundnir af Sjávarútvegssýningunni í Smáralind. sport@frettabladid.is 38 > Við skiljum ekki ... .... af hverju Georgíumennirnir Tite Kalandadze og Roland Eradze gátu ekkert sagt Valsmönnum um mótherja liðsins í Evrópukeppninni, H/C Tiblisi sem mun vera langbesta lið Georgíu. Ekki ber á öðru en að sálfræðistríð Vals og Stjörnunnar sé nú þegar hafið. Það er svo spurning hversu mikið Georgíu- liðið veit um lið Vals? Úrslitaleikurinn í VISA-bikarkeppni kvenna fer fram á Laugardalsvelli í dag en flar mætast Brei›ablik og KR. KR er eina li›i› í Landsbankadeild kvenna sem ekki tapa›i bá›um leikjum sínum gegn Brei›ablik í sumar. Dagsformið ræður úrslitum FÓTBOLTI Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í sumar og sigraði í Landsbankadeildinni með tölu- verðum yfirburðum en eini leik- urinn sem liðinu hefur ekki tekist að vinna var gegn KR, en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli í Frostaskjólinu. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, á ekki von á því að sú stað- reynd að KR er eina liðið sem fengið hefur stig út úr viðureign við Breiðablik í sumar, muni hjálpa liðinu í úrslitaleiknum. „Við höfum misst fimm leikmenn til útlanda í nám þannig að hópur- inn okkar er þunnskipaðri en hann hefur verið í allt sumar. En það eru allir leikmenn leikfærir og ég hef fundið fyrir mikilli tilhlökkun hjá leikmönnum fyrir því að spila þennan úrslitaleik. Ég ætla að leggja áherslu á það að stelpurnar hafi gaman að því að spila leikinn og leggi sig fram hvor fyrir aðra.“ Breiðablik og KR hafa fjórum sinnum mæst í úrslitum bikar- keppninnar og hefur Breiðablik haft betur í þremur viðureign- anna en KR einu sinni. Breiðablik hefur þrettán sinnum leikið til úr- slita í bikarkeppni og unnið átta sinnum, en KR hefur tvisvar sinn- um unnið bikarinn í sex úrslita- leikjum til þessa. Úlfar Hinriksson, þjálfari Breiðabliks, er viss um að jafn- ræði verði með liðunum í leikn- um. „Bikarleikir eru alltaf erfiðir og sérstaklega þegar leikið er til úrslita því það sem ræður oft úr- slitum er hvernig leikmenn ná að standa sig undir því mikla álagi sem er í úrslitaleikjum. Ég mun leggja áherslu á það að stelpurnar verði tilbúnar í slaginn og er með- vitaður um að KR er með gott lið. Við lentum í erfiðleikum á móti KR í sumar og það var í raun heppni sem réð því að við gerðum jafntefli í Frostaskjólinu. Þetta verður því örugglega mikil bar- átta og ef við ætlum að vinna þá verða stelpurnar að halda ró sinni og einbeita sér að því að spila fót- bolta eins og þær geta best. Það er lykilatriði að láta ekki spenn- una trufla sig.“ magnush@frettabladid.is Mark Ward, fyrrum Valsari: FÓTBOLTI Englendingurinn Mark Ward sem lék með Valsmönnum í efstu deild karla árið 1998 á yfir höfði sér langan fangelsisdóm eft- ir að fjögur kíló af kókaíni fundust í íbúð hans fyrr á árinu. Í gær ját- aði hann að efnið væri í hans eigu og fangelsisdómur yfir honum verður kveðinn upp í Liverpool þann 4. október nk. Ward var afar vinsæll meðal samherja í herbúðum Vals á sínum tíma og lýsir Sigurbjörn Hreiðars- son fyrirliði Vals sem lék með hon- um á sínum tíma með Hlíðarenda- liðinu sem algjörum toppmanni. „Leiðinlegt að heyra af þessu en svona er þetta, oft vita þessir knattspyrnumenn ekkert hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur að loknum knattspyrnuferlinum. Ward er þessi dæmigerði Eng- lendingur, alltaf með eitthvert grín,“ sagði fyrirliði Valsmanna. Ward er að mörgum talinn ein- hver besti leikmaður Englands sem aldrei hefur leikið með lands- liðinu. Ward var lykilmaður í liði West Ham árið 1986 en þá náði fé- lagið sínum besta árangri í efstu deild, þriðja sæti. Auk Vals og West Ham lék Ward með Manchester City og Everton. Gripinn me› kókaín Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukk- an 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna. Lítið er vitað um þetta georgíska lið og því má segja að Valsmenn renni blint í sjóinn fyrir viðureignirnar tvær. Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bjarna Óskarsson, þjálf- ara Vals, sem var spenntur fyrir viðureignun- um við þetta nánast óþekkta lið. „Við vitum að þeir eru með ungt lið, það er eina vitneskja okkar um þá. Við reyndum að sjálfsögðu að fá upplýsingar um liðið í gegnum Róland Val Eradze, fyrrum Vals- mann. Hann tók hins vegar þann pól í hæð- ina að tjá sig hvorki við okkur né Georgíu- mennina en þjálfari þeirra er góðvinur hans frá því að hann lék í heimalandinu.“ „En annars held ég það skipti ekki öllu máli þó við vitum lítið um andstæðingana því við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við erum með mikið breytt lið frá því á síðasta tíma- bili, höfum misst fjóra leikmenn og fengið aðeins einn.“ „Þrátt fyrir að við séum með óreynt lið í svona Evrópukeppni vil ég nú meina að við ættum að fara áfram, því heimavöll- urinn gefur okkur ákveðið forskot og vonandi að við fáum góðan stuðning. Ég er afar þakklátur fyrirtækjunum Danól, Norðlenska og Ölgerðinni fyrir að bjóða fólki frítt á völlinn. Það er búið að leggja mikið í þetta dæmi, það kostaði okkur 1,8 milljónir króna að fá leikina báða hér á landi,“ sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals. VALUR MÆTIR H/C TIBLISI FRÁ GEORGÍU: FRÍTT Á BÁÐA LEIKINA Handboltaveisla í Laugardalnum Viðurkenningar fyrir ágúst: Pearce og Bent valdir bestir FÓTBOLTI Darren Bent hjá Charlton Athletic, var kosinn leikmaður ágústmánuðar í ensku úrvalsdeild- inni en hann hefur farið mikinn með liðu sínu í fyrstu leikjum tíma- bilsins. Bent er búinn að skora fjögur mörk í deildarkeppninni en hann kom frá Ipswich Town fyrir tímabilið. Stuart Pearce, knattspyrnu- stjóri Manchester City, var kosinn besti knattspyrnustjórinn en lið hans hefur ekki enn tapað leik og þótt spila skemmtilega knatt- spyrnu. Hann freistar þess í dag að halda góðu gengi áfram þegar Manchester United og Manchester City mætast í grannaslag á Old Trafford . - mh Við mælum beinþéttni Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 MARK WARD Lék með Val í stuttan tíma og átti stóran þátt í því að bjarga liðinu frá falli árið 1998. HRIKALEG ÁTÖK Á SKAGANUM Hálandaleikarnir fara fram á Akranesi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hálandaleikarnir fara fram í dag: Skotapils á Skaganum HÁLANDALEIKAR Í dag verður Ís- landsmótið í Hálandaleikum á haldið á Akranesi, þar sem flest- ir okkar fremstu víkingar etja kappi í kastgreinum á skoska vísu. Sterkasti maður Íslands, Kristinn Óskar Haraldsson „Bor- is“ verður á meðal keppenda ásamt Auðunni Jónssyni „Vernd- ara“ og auk þeirra verða þeir Sæmundur Sæmundsson, Unnar Garðarsson, Óðinn Björnsson, Heiðar Geirmundsson, Jens Fylkisson og gamli kúluvarps- kóngurinn Pétur Guðmundsson í eldlínunni. Boris er í óðaönn að undirbúa sig fyrir keppnina Sterkasti mað- ur heims, sem fram fer í Kína í lok mánaðarins og þegar Frétta- blaðið náði tali af honum í gær, sagðist hann vel sáttur við að taka þátt í einni „léttri“ keppni áður en hann færi út. „Þetta er af dálítið öðrum toga en aflraunirn- ar, en þetta er rosalega skemmti- legt. Maður á munn síður á hættu að meiða sig í þessu en í aflraun- unum og þetta er bara skemmti- leg tilbreyting. Það er ómögulegt að segja til um það hverjir eru sigurstranglegastir í þessari keppni, en ég tippa á að þeir Pétur Guðmundsson og Sæ- mundur eigi eftir að verða mjög öflugir,“ sagði Óskar, sem viður- kennir að hann sé ekki mesta tæknitröllið í hópnum, en segist vega það upp með styrk. Keppnin hefst við Skógrækt- ina á Akranesi klukkan 14 í dag. - bb FYRIRLIÐARNIR TAKAST Á UM BIKARINN Hrefna Jóhannesdóttir og Þóra Helgadóttir munu ef- laust verða í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikarsins í dag á Laugardalsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Birgir Leifur Hafþórsson lék áfimm höggum yfir pari á áskorendamóti í evrópsku mótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð þessa dagana. Hann er því á 13 höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina, í 126. til 129. sæti og komst eins og gefur að skilja ekki í gegnum niðurskurðinn. Luis Boa Morte, leikmaður Fulham,hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Hann var oft orðaður við Newcastle í sumar en ekkert varð úr því. Boa Morte ákvað því að skrifa undir langtíma- samning við Ful- ham en þessi 28 ára Portúgali hefur verið fyrirliði liðs síns undanfarið. „Hann hefur spilað 200 leiki á fimm árum sem þýðir að það séu um 40 leikir á tímabili,“ sagði Chris Cole- man, knattspyrnustjóri liðsins. „Við leggjum það ekki í vana að selja okkar bestu leikmenn og við vildum skipuleggja framtíð liðsins. Hann er stór hluti af henni,“ bætti Coleman við. ÚR SPORTINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.