Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 68
Leikhópurinn RAMT er í
heimsókn hjá Þjóðleik-
húsinu og sýnir íslenska
verkið Að eilífu í kvöld
og annað kvöld.
Rússneska leikhúsið Rossisky Aka-
demicesky Molodezhny Teater
sótti Þjóðleikhúsið heim í vikunni
til þess að setja tvær sýningar á
fjalirnar. Hópurinn sýndi Kirsu-
berjagarðinn eftir Anton Tsjekov á
fimmtudag og föstudag en í kvöld
og annað kvöld sýnir hópurinn leik-
ritið Að eilífu eftir Árna Ibsen.
Verkið varð á sínum tíma til í
Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem
Hilmar Jónsson leikstýrði því en
uppfærsla RAMT hópsins hefur
gengið fyrir fullu húsi í Moskvu í á
þriðja ár þannig að það er óneitan-
lega fengur fyrir Íslendinga að fá
að sjá hvernig Rússarnir nálgast
verkið.
„Við unnum handritið frá
grunni með Árna og settumst öll
niður saman og sögðum sögur af
samböndum, brúðkaupum. Það
var mikið hlegið og Árni safnaði
svo sögunum saman og skrifaði
verkið upp úr þeim.“
Hilmar hefur ekki enn séð
rússnesku uppfærsluna en stefnir
að því að komast á sýninguna í
kvöld. „Það er rosalega gaman
fyrir okkur í Hafnarfjarðarleik-
húsinu að listamenn á heimsmæli-
kvarða skuli kjósa að vinna með
verk sem varð til í okkar leikhúsi.
Það var lagt upp með það í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu að vinna með
ný verk og það er alltaf eitt og eitt
verk sem springur út og slær í
gegn víða um heim. Þetta er eitt
af þeim.“
Það er eistneski leikarinn
Ravio Trass sem leikstýrir
þessarri uppfærslu á Að eilífu en
alls eru um 60 manns mættir með
honum og leikhússtjóranum Alex-
ej Borodin til landsins. Þetta eru
leikarar, listrænir aðstandendur
og tæknifólk en undirbúningur
vegna heimsóknarinnar hefur
staðið yfir frá því í janúar enda að
mörgu að huga þegar svo stór
hópur leggur land undir fót. ■
44 10. september 2005 LAUGARDAGUR
Rússneskir gestir sýna Að eilífu
Framhaldssaga um
flolanda heimilisofbeldis
Bókin Friðland eftir Lizu Mark-
lund er nýkomin út. Friðland er
framhald bókarinnar Hulduslóð
þar sem sögð var saga Mariu Er-
icsson, þolanda heimilisofbeldis,
sem flýr land vegna ofsókna maka
síns. Maria segir þar í smáatrið-
um frá lífi sínu og aðdraganda of-
beldisins. Anna Ingólfsdóttir, út-
gefandi og þýðandi, orðar vel til-
gang Hulduslóðar. „Bókin sýnir
það hvað getur gerst þegar gagn-
kvæm virðing fer að skekkjast.“
Ýmis samtök hafa notað bókina
sem handbók fyrir fórnarlömb
heimilisofbeldis.
Í Friðlandi er haldið áfram að
segja sögu Mariu. Þar segir frá
því þegar hún fer til Suður Amer-
íku og þaðan til Bandaríkjanna.
Því er lýst hvernig Maria kemur
sér fyrir í nýju landi og byrjar
nýtt líf ásamt börnum sínum
tveimur. ■
LIZA MARKLUND Þýðing á nýlegri bók eftir sænska rithöfundinn Lizu Marklund var að
koma út. Hún heitir Friðland og er framhald bókarinnar Hulduslóð þar sem fjallað er á
opinskáan hátt um heimilisofbeldi.
M
YN
D
/F
R
ED
R
IK
H
JE
R
LI
N
G
RAVIO TRASS Hafði í mörg horn að líta á æfingu á Að eilífu í Þjóðleikhúsinu á fimmtu-
daginn og stýrði leikurum sínum eins og röggsamur herforingi.