Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 57
Síminn var valinn Markaðsfyrir-
tæki ársins 2005 af ÍMARK. Var
forsvarsmönnum fyrirtækisins
veitt af því tilefni Íslensku mark-
aðsverðlunin á Apótekinu á
föstudaginn. Auk Símans voru
CCP og Stöð 2 tilnefnd til verð-
launanna.
Verðlaunin eru afhent í októ-
ber ár hvert og er þetta í fimmt-
ánda sinn sem það er gert. Á
heimasíðu ÍMARK segir að sem
fyrr séu verðlaunin veitt fyrir-
tækjum sem hafi verið áberandi í
markaðsmálum á líðandi ári og
sannað þyki að sýnilegur árangur
hafi náðst. Við ákvörðun um
verðlaunahafa sé tekið mið af
fagmennsku við markaðsmálin
og að fjárhagslegt öryggi sé til
staðar.
Í tilkynningu frá Símanum
segir að verðlaunin séu mikil
viðurkenning á markaðsstarfi
Símans. Í umfjöllun dómnefndar
um Símann hafi verið ítrekað að
félagið hafi náð árangri á öllum
sviðum markaðssetningar undan-
farin ár. Mörkunarverkefnið hafi
skerpt á áherslum félagsins inn á
við og út á við, nýtt merki og ný
ásýnd félagsins hafi skilað sér
vel bæði til starfsfólks og við-
skiptavina, ánægja með þjónustu
og þekking á merki og vörum fé-
lagsins hafi aldrei verið betri, og
starfsánægja sé vaxandi.
Verðlaunin hafa verið veitt frá
árinu 1991 og hafa P. Samúelsson,
Miðlun, Olís, Íslensk ferðaþjón-
usta, Íslenskar sjávarafurðir,
Vaka Helgafell, Sláturfélag Suð-
urlands, Tal, SÍF, Húsasmiðjan,
Bláa Lónið, Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar og Flugfélag Íslands
verið valin Markaðsfyriræki árs-
ins. Markaðsfyrirtæki ársins
2004 var Actavis Group.
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 21
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Aðeins 9% framkvæmdastjóra
í sjávarútvegi eru konur
Aflaverðmæti síldar hefur
aukist verulega
Fagmennska og framsækni
á komandi Vélstjóraþingi
Er ekki nóg eitt víkingaþorp?Innanlandsflutningar eru okkar fag.
Flytjum hvað sem er, hvert sem er, hvenær sem er.
Tökum ekkert aukagjald.
Vatnagarðar 6 Reykjavík Sími: 581 3030
www.adalflutningar.is
Vatnagarðar 6 • Reykjavík • Sími: 5813030
Umslögin færðu hjá okkur
Flottar pakkalausnir fyrir þitt fyrirtæki!
Umslög úr áli í fjölmörgum litum. Venjuleg og kúluplast.
Hentar vel fyrir jólagjafir fyrirtækisins.
Bjóðum einnig upp á heildarlausn í pökkun jólagjafa, kynningarefnis og
bæklinga. Ásamt því að geta merkt pakkann með sérskornum límmiðum.
Gerum föst verðtilboð.
Logoprent | Höfðabakki 3 | 110 Reykjavík | Sími 557-8200 | www.logoprent.is
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Mest lesna vi›skiptabla›i›
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
G
a
ll
u
p
k
ö
n
n
u
n
f
y
ri
r
3
6
5
p
re
n
tm
i›
la
m
a
í
2
0
0
5
.
Síminn fékk Íslensku markaðsverðlaunin
Ný ásýnd Símans hefur skilað sér vel að mati dómnefndar.
NÝJAR BÚÐIR Í umfjöllun dómnefndar
um Símann var ítrekað að félagið hefði
náð árangri á öllum sviðum markaðssetn-
ingar undanfarin ár.
FJÖLSÓTT RÁÐSTEFNA Fjölmargir sóttu
ráðstefnu Orkustofnunar um umhverfiskostn-
að 27. október síðastliðinn. Var leitað svara við
því hvort nauðsynlegt væri að setja verðmiða
á umhverfið, hvernig ætti að meta verðgildi
umhverfis við framkvæmdir og hvort hægt
væri að verðleggja ár, vötn og víðerni. Ráð-
stefnustjóri var Tryggvi Felixson, framkvæmda-
stjóri Landverndar. Meðal frummælenda voru
meðal annarra Jónas Haralz, Geir Oddsson,
Sveinbjörn Björnsson, Árni Snorrason og Ólaf-
ur Páll Jónsson.
20_21_Markadur lesið 1.11.2005 15:46 Page 3