Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 58
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er hugtak sem er sífellt að verða meira áberandi í nútíma viðskipta- lífi. Það vísar til þeirra skyldna sem fyrirtæki gegna gagnvart hluthöfum og þeim aðilum sem fyrirtækin hafa áhrif á. Grundvallarhugmyndin er sú að fyrirtæki hafi skyldum að gegna í því að bæta samfélagið. Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð. Árið 2005 höfðu 52 prósent af stærstu fyrirtækjum heims og 33 prósent af 100 stærstu fyrirtækjum sextán landa gefið út skýrslur sem fjölluðu sérstaklega um hvernig þau sinna samfélagslegri ábyrgð sinni. Þrátt fyrir aukninguna eru þær skoðanir einnig uppi um að það sé hlutverk ríkisins að styrkja mál- efni sem þessi en ekki einkafyrirtækja. Magnús hafði sérstakan áhuga á að kanna hug stjórnenda bankastofnana á þessu máli. Hann vildi vita hvaða ástæður lægju að baki þegar ákvörðun er tekin um að verja fjármunum til menningar- starfsemi. Auk þess vildi hann kanna hvert umfang framlags þeirra er. Ásamt Nýsköpunarsjóði náms- manna styrkti Samband íslenskra bankamanna verkefnið og Ágúst Einarsson, prófessor við Há- skóla Íslands, var leiðbeinandi. Magnús sendi for- svarsmönnum KB banka, Íslandsbanka, Lands- banka og Sambandi íslenskra sparisjóða fyrir- spurnir og fékk svör frá öllum viðskiptabönkunum og 16 af 23 sparisjóðum. Í niðurstöðum Magnúsar kom ýmislegt áhuga- vert fram. Sparisjóðirnir og viðskiptabankarnir þrír, KB banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, telja sig allir bera samfélagslega ábyrgð. Viðskiptalegar forsendur tvinnast þar saman við enda færa sumir bankanna framlögin sem hluta af auglýsinga- og markaðskostnaði. Þeir telja að slíkur stuðningur hafi jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins og að hann auki virði vörumerkis fyrirtækisins. Einnig að stuðningur við menningarstarfsemi muni fjölga viðskiptavinum lítið til skamms tíma en mikið til lengri tíma. Framlög flestra bankanna hafa hækkað umtals- vert síðustu árin. Til að mynda hafa framlög KB banka farið úr tæpum 67 milljónum árið 1999 í rúm- ar 147 milljónir árið 2004. Það er að meðaltali um 14,4 prósenta aukning milli ára. Framlög Íslandsbanka hafa farið úr 138 milljónum árið 2002 í 157,6 milljónir nú í ár sem er að með- altali 4 prósenta aukning milli ára. Framlög þeirra þrettán sparisjóða af 23 sparisjóðum á landinu, sem gáfu upplýsingar um framlög til menningarstarfsemi á árunum 2000- 2004, hafa farið úr rúmum 50 milljónum í 125,5 milljónir árið 2004. Það er að meðaltali 20,2 pró- senta aukning milli ára. Landsbankinn veitir um 100 milljónum árlega. Hjá öllum bönkum og sparisjóðum fá íþróttirnar stærstan hluta framlaga, um 37 prósent af heildar- framlögum. Á eftir íþróttunum koma menning og listir með að meðaltali 19,7 prósent af heildarfram- lögum. Þrátt fyrir að framlög til menningarmála hafi hækkað töluvert undanfarin ár hafa framlög sem hlutfall af hagnaði lækkað talsvert í tilfelli við- skiptabankanna. Framlög KB banka sem hlutfall af hagnaði hafa farið úr 1,68 prósentum árið 2002 í 0,93 pró- sent árið 2004 og framlög Íslands- banka hafa farið úr 4,03 prósentum í 1,23 prósent á sama tímabili. Spari- sjóðirnir eru að mati Magnúsar öfl- ugir í að sýna samfélagslega ábyrgð. Þeirra fram- lag sem hlutfall af hagnaði er talsvert hærra en viðskiptabankanna og var 2,58 prósent af hagnaði árið 2004. Magnús, sem er á þriðja ári í hagfræði við Há- skóla Íslands, segir margar spurningar hafa vaknað hjá sér við vinnu skýrslunnar. Efni sé í frekari at- huganir á samfélagslegri ábyrgð íslenskra fyrir- tækja. Hann segir það vel koma til greina að hann haldi sjálfur áfram með rannsóknina og íhugar jafnvel að gera úr henni lokaverkefni. - hhs M Á L I Ð E R Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Hvað er félagsleg ábyrgð? Með félagslegri ábyrð er átt við þær siðferðilegu skyldur sem fyrirtæki hafa sem þátttakend- ur í samfélaginu. Fyrirtæki axla slíka ábyrð, meðal annars með því að styðja við mikil- væga þætti samfélagsins, eins og listir og aðra þætti menning- ar, og gæta að og vernda um- hverfi sitt og annarra. Þurfa öll fyrir- tæki að axla fé- lagslega ábyrgð? Já, alveg eins og sérhver einstak- lingur hefur samfélagslega ábyrð og er háð- ur skráðum og óskráðum regl- um. Fyrirtæki geta ekki skorast undan þessari ábyrgð enda er hún einnig í þeirra þágu. Hverjir eru hags- munir fyrirtækja af því að sýna fé- lagslega ábyrgð? Hagsmunir fyr- irtækja liggja í því að með virkri þátttöku við að axla félagslega ábyrgð og bera þær skyldur sem þeim fylgja auðga þau samfélagið. Það hefur jákvæð ytri áhrif sem eykur verðmæta- sköpun, bætir lífskjör og eykur hag fyrirtækja. Hafa fyrirtæki sem ganga vel meiri félagslega ábyrgð en önn- ur? Ekkert endilega, en þau fyrir- tæki sem ganga vel geta sýnt virkari þátttöku en þau sem berjast í bökkum fjárhagslega. Nægir ekki að fyrirtæki gegni skyldum sínum gagnvart hlut- höfum sínum? Nei, ekki lengur. Þótt megin- hlutverk fyrirtækja sé að gæta hagsmuna hluthafa sinna þá ber að skilja þá hagsmuni víðar en í arðgreiðslum eða hækkun á gengi hlutabréfa. Fyrirtæki hafa ávinning, meðal annars hvað varð- ar ímynd, af virk- um styrkveiting- um og ábyrgri hegðun. Nútíma hluthafar, sem einstaklingar, eru miklu meðvitaðri um félagslega ábyrð sína en áður. Skortir á að ís- lensk fyrirtæki axli sína félags- legu ábyrgð? Já, en það er að breytast, meðal annars með bættri menntun yngri stjórnenda. Á að færa skyldur um félagslega ábyrgð fyrirtækja í lög? Nei, en það ætti að veita fyrir- tækjum ívilnanir í sköttum ef þau leggja til menningar- og vísindamála. Slík löggjöf er í gildi í fjölda landa og hefur virkað vel og er hvati fyrir fyr- irtæki til að sinna þessum mál- um. Slík löggjöf byggir brýr milli fyrirtækja og menningar- starfsemi og vísinda og það er mjög af hinu góða. Bætir lífskjör og auðgar hag fyrirtækja T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Ágústar Einarssonar prófessors við Háskóla Íslands Bankar borga meira til menningarlífsins Bankar og sparisjóðir hafa verið hvað sýnilegastir íslenskra fyrirtækja í framlögum til menningarstarfsemi. Magnúsi Óskari Hafsteinssyni hagfræði- nema lék forvitni á að vita hvaða ástæður lægju þar að baki og hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði til að kanna það. MAGNÚS ÓSKAR HAFSTEINSSON, HÖFUNDUR SKÝRSLU UM FRAMLÖG VIÐSKIPTABANKANNA TIL MENNINGARSTARF- SEMI Í niðurstöðum skýrslunnar kom fram að bankarnir telja sig bera samfélagslega ábyrgð. Viðskiptalegar forsendur tvinnast þar saman við enda færa sumir þeirra framlögin sem hluta af auglýs- inga- og markaðskostnaði. Fr ét ta bl að ið /G VA Framlög KB banka sem hlutfall af hagnaði hafa farið úr 1,68 prósentum árið 2002 í 0,93 prósent árið 2004 og framlög Íslandsbanka hafa farið úr 4,03 prósent- um í 1,23 prósent á sama tímabili. Sparisjóðirnir eru að mati Magnúsar öflugir í að sýna samfélagslega ábyrgð. Þeirra framlag sem hlutfall af hagnaði er tals- vert hærra en viðskiptabankanna og var 2,58 prósent af hagnaði árið 2004. Engar spólur Hrö› endurheimt gagna Enginn stofnkostna›ur Háflróu› dulkó›un Vöktun 24/7 www.securstore.is575 9200 SecurStore – sjálfvirk, örugg netafritun fla› er til léttari lei› til a› geyma gögnin M IX A • fít • 5 0 8 3 4 F R A M L Ö G V I Ð S K I P T A B A N K A N N A T I L M E N N I N G A R M Á L A Á R I Ð 2 0 0 4 Milljónir króna Framlag semhlutfall af hagnaði 150 100 50 0 3% 2,5% 2% 1,5% 1% 0,5% 0 KB banki Landsbankinn* Íslandsbanki Sparisjóðirnir * Ekki var unnt að fá nákvæmar tölur frá Landsbankanum en eftir því sem Markaðurinn kemst næst lætur nærri að 100 milljónum hafi verið veitt til menningarmála á árinu 2004. 147.109.301 100.000.000 141.068.000 125.500.183 0,93% 0,79% 1,23% 2,58% 22_23_Markadur lesið 1.11.2005 15:40 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.