Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 42
Aukið rekstraröryggi Nýstofnað dótturfyrirtæki Pennans býður eigendum Kyocera-ljósritunarvéla og prentara upp á sérstaka þjón- ustu og er biðtíminn eftir viðgerðarmanni eingöngu tveir til þrír tímar. Áður en strokleðrið kom til sögunnar var hvítt brauð notað til þess að þurrka út blýant og kol og listamenn sem vinna með kol nota það jafnvel enn þann dag í dag. Heiðurinn að fyrsta strokleðrinu á enski verkfræðingurinn Edward Naime, sem fyrir tilviljun notaði gúmmí í stað brauðs til að þurrka út blýantsstrik. Í kjölfarið fór hann að selja strokleður dýrum dómum árið 1770. En eins og brauð skemmist hrátt gúmmí fljótlega, sem varð til þess að Charles Goodye- ar fann aðferð árið 1839 til að herða gúmmíið og láta það endast. Aftur á móti var það hinn bandaríski Hyman Lipman sem var fyrstur til að setja strokleðrið aftan á blýantinn árið 1858. 2 ■■■■ { skrifstofan } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hvítt brauð sem strokleður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY I M AG ES sögumoli } „Penninn er að stórbæta þjónustu við mjög kröfuharða viðskiptavini sem stóla á rekstraröryggi,“ segir Jón S. Garðarsson, framkvæmda- stjóri Pennans tækni, nýstofnaðs dótturfyrirtækis Pennans. Fyrirtækið selur Kyocera-ljósrit- unarvélar og prentara, sem hægt er að bæta skanna og faxi við og gera að fjölnotatækjum. Tæki þessi eru mjög endingargóð, enda notar jap- anska fyrirtækið Kyocera keramik við framleiðslu á vélunum, sem er mjög hart efni. Þar af leiðandi hafa íhlutir í tækjum Kyocera mjög langan endingartíma, sem tryggir lágan viðhaldskostnað, að sögn Jóns. Penninn byrjaði að selja Mita- ljósritunarvélar árið 1978 og þegar Mita sameinaðist Kyocera um miðj- an tíunda áratuginn hóf Penninn innflutning á Kyocera-vélunum. Á þeim tíma framleiddi Kyocera ein- göngu prentara. „Þegar fyrirtækin sameinuðust varð Kyocera mjög öflugur fram- leiðandi bæði á ljósritunarvélum og prenturum,“ segir Jón og bætir við að Kyocera-fyrirtækið sé afar um- hverfisvænt í öllum sínum störfum. „Með því að stofna þetta dóttur- fyrirtæki erum við að gera þetta skilvirkara og hafa ljósritunarvéla- söluna og -viðgerðir á einni hendi inni í einu fyrirtæki, sem er miklu sprettharðara en stór heild eins og Penninn er,“ segir Jón. Þó verður áfram hægt að kaupa Kyocera- vélarnar í verslunum Pennans og Pennavina um allt land, en verð þessara véla er sambærilegt við aðrar tegundir í innkaupum, að sögn Jóns. Sex þjónustumenn starfa hjá fyrirtækinu, en áður voru þeir þrír, og telur Jón að viðbragðstími þeirra við bilunarútköllum verði eingöngu tveir til þrír tímar að meðaltali. Jón S. Garðarsson er framkvæmdastjóri nýs dótturfyrirtækis Pennans sem sér um að selja og þjónusta Kyocera-ljósritunarvélar. Stílhrein og svöl Nútímaskrifstofan kallar á að rýmið sé vel nýtt án þess að fólk finni fyrir þrengslum. Nútímaskrifstofan er fyrst og fremst stílhrein og svöl. Húsgögn- in eru í gráum tónum, eða svört- um og stál og ál áberandi. Leitað er leiða til að fela snúrur og sem minnst haft upp á borðum, enda eru þau nett og taka sem minnst pláss. Skjalaskápar, hillur og fleira eru lokaðir þannig að papp- írar, möppur og fleira er falið. Húsgögnin á myndunum eru frá A. Karlssyni og eru seld í eining- um, sem auðveldlega er hægt að pússla saman eftir eigin höfði. Mikið er notað af stáli og allar snúrur eru settar í stokka eða jafnvel þræddar upp innanverða fæturna. Flatskjái er hægt að festa á arm við borðið, svo hann tekur ekki upp borðpláss. Skrifstofustóllinn #19 er hannaður af Marcus Koepke og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir góða og glæsi- lega hönnun. Mikið er lagt í hann út frá vinnuvistfræði. Efnið í honum heldur jöfnu hitastigi, örvar blóm- streymið, dregur úr vöðvaspennu, og dreifir þyngdini jafnt. Hann er hannaður á þann veg að auðvelt er að setja upp stillingar sem henta hverjum og einum. Eitt af því sem gerir hann sérstakan er setan sem lyftist upp þegar maður hallar sér aftur, þannig að maður kemst ekki upp með að sitja í rangri stell- ingu. Auk þess þykir hann ansi flott- ur og hefur hann sést á skjánum í þáttum eins og 24 með sjálfum Ki- efer Sutherland. Stóllinn fæst hjá A.Karlsson. Hugsar vel um líkamann SKRIFSTOFUSTÓLLINN #19 Myndirnar eru á skrifstofum Ingvars Helgasonar. Húsgögnin eru frá A. Karlssyni. 02-03 skrifstofan lesið 1.11.2005 15:28 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.