Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 80
36 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Seinni umferðin í riðla- keppni meistaradeildarinnar hófst í gær og fjórðu umferðinni lýkur í kvöld. Stórleikur kvöldsins er klárlega viðureign Juventus og Bayern Munchen í Tórínó. Juventus tapaði sínum fyrsta leik í ítölsku deildinni um helgina gegn AC Milan og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma undan þeim leik. Fyrri leik liðanna í Þýskalandi lyktaði með 2-1 sigri Bayern sem er með fullt hús á toppi riðilsins. Tölfræðin er með Juve í kvöld enda hefur liðið unnið 13 af 19 heimaleikjum sínum gegn þýsk- um félögum. Ensku félögin Man. Utd og Ars- enal eru einnig í eldlínunni í kvöld. Man. Utd sækir franska félag- ið Lille heim en Arsenal tekur á móti Spörtu frá Prag. Lille náði eftirminnilegu markalausu jafn- tefli gegn United á Old Trafford og sveinar Sir Alex hyggja án vafa á hefndir. Arsenal vann útileikinn gegn Spörtu, 2-0, og ætti því ekki að vera í vandræðum með að afgreiða tékkneska félagið í kvöld. - hbg Stórleikur í Tórínó í meistaradeildinni: Hefnir Juve gegn Bayern? FABIO CAPELLO Þarf sárlega á sigri að halda gegn Bayern Munchen í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES A-RIÐILL: BAYERN 3 3 0 0 4-1 9 JUVENTUS 3 2 0 1 6-3 6 C.BRUGGE 3 1 0 2 2-3 3 R.VIENNA 3 0 0 3 0-5 0 B-RIÐILL: ARSENAL 3 3 0 0 6-2 9 9 AJAX 3 1 1 1 4-3 4 THUN 3 1 0 2 2-4 3 S.PRAG 3 0 1 2 1-4 1 C-RIÐILL: BARCELONA 3 2 1 0 6-1 7 UDINESE 3 1 1 1 5-5 4 PANATHIN. 3 1 1 1 2-4 4 W.BREMEN 3 0 1 2 2-5 1 D-RIÐILL: MAN.UTD 3 1 2 0 2-1 5 BENFICA 3 1 1 1 3-3 4 VILLARREAL 3 0 3 0 1-1 3 LILLE 3 0 2 1 0-1 2 LEIKIR KVÖLDSINS: C.Brugge-Rapid Vín, Juventus-Bayern, Thun-Ajax, Arsenal-Sparta, Barcelona-Panathinaikos, W.Bre- men-Udinese, Benfica-Villarreal, Lille-Man.Utd. STAÐAN Í RIÐLUNUM FÓTBOLTI Manchester United hefur neitað að tjá sig um orðróm þess efnis að Sir Aelx Ferguson hafi bannað sjónvarpsstöð félagsins, MUTV, að senda út viðtal sem tekið var við fyrirliða liðsins, Roy Keane, eftir niðurlæginguna gegn Middlesbrough um síðustu helgi. Keane á að hafa farið ham- förum í viðtalinu og hraunað hressilega yfir fimm félögum sínum - Alan Smith, John O´Shea, Liam Miller, Kieran Richardson og Darren Fletcher - og sagt þá hreinlega ekki vera nógu góða til að spila með félaginu. Viðtalið ku hafa verið svo svakalegt að yfirmenn stöðvar- innar þorðu ekki að fara með það í loftið fyrr en Fergie hefði séð það. Sir Alex á að hafa trompast, fyr- irskipað að viðtalið yrði ekki sýnt og síðan lesið yfir hausamótunum á Keane. - hbg Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, er ekki að skafa utan af því frekar en fyrri daginn: Hraunaði yfir fimm samherja ROY KEANE Ekki vanur að liggja á skoðun- um sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Mánaðarlaunin sem Valur Fannar Gíslason fær eftir að hafa skrifað undir samning við Val í gær, og Fréttablaðið greindi frá í gær, eru í námunda við laun með- alleikmanna í norsku og sænsku úrvalsdeildinni. Þetta segja íþróttafréttamenn hjá norska blaðinu Verdens Gang og sænska blaðinu Aftenposten sem Frétta- blaðið ræddi við í gær. Launataxtinn í norsku úrvals- deildinni fyrir meðalleikmann er talinn aðeins hærri en sá í sænsku deildinni en margt bendir til þess að launaþakið sé hærra í Svíþjóð, en þar eru allra bestu leikmenn- irnir að fá meira borgað en kolleg- ar sínir í Noregi. Launahæstu leikmennirnir í norsku úrvalsdeildinni eru með frá 1-1,5 milljón króna í mánaðarlaun og eru þá ekki tekin með í reikn- inginn ýmis fríðindi sem gætu fylgt - fríðindi á borð við húsnæði, aðgang að bifreið o.s.frv. Rune Olavsson hjá Allsvenskan segir að íslenskur leikmaður sem komi nýr inn í sænsku úrvalsdeildina geti nokkuð vel við unað með fimm milljónir í árslaun, þau sömu og Valur Fannar fær hjá Val sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vísaði Olavsson í óvísindalega rannsókn sem blaðið gerði fyrir frétt sem birtist á síðasta ári en er fullyrt að eigi enn rétt á sér. „Það eru alltaf nokkrir risar sem rífa upp meðaltalið en séu þeir teknir frá væri álitlegt að segja að með- allaunin væru rétt um hálf milljón á mánuði,“ segir Olavsson. Oddlye Moe, blaðamaður hjá VG, taldi að þeir íslensku leik- menn sem eru til mála hjá norsku úrvalsdeildarfélögum væru lík- lega flestir með hærri laun en þau sem Valur Fannar er með hjá Val en að svo þyrfti alls ekki að vera um þá alla. „Hálf milljón á mánuði væru vel viðunandi fyrir íslenskan leik- mann sem á enn eftir að sanna sig í úrvalsdeild á Norðurlöndun- um og þá er ég að tala um algjör hámarkslaun,“ segir Moe. vignir@frettabladid.is Rétt undir meðallaunum í Noregi og Svíþjóð Launin sem Valur greiðir Vali Fannari Gíslasyni eru nálægt meðallaunum at- vinnumanna á Norðurlöndunum að því norskir og sænskir fjölmiðlar segja. STEFÁN GÍSLASON Er mjög líklega með nokkuð hærri laun hjá Lyn en bróðir hans hjá Val. Hér sést hann í baráttu við Zlatan Ibrahimovic í landsleik Íslendinga og Svía um daginn. Valsmenn ekki hættir Valsarar hafa ekki ennþá lokað fyrir þann möguleika á að þeir fái til sín fleiri leikmenn fyrir næstu leiktíð í Landsbankadeildinni. “Við erum ennþá að líta í kringum okkur,” sagði Börkur Edvardsson í gær. > Danirnir stóðu sig vel Dönsku knattspyrnumennirnir Bo Henrikssen, Hans Mathisen og Kim Nörholt gerðu góða hluti hjá liði Victory á Maldíveyjum, sem þremenningarnir gengu til liðs við eftir að Landsbanka- deildinni lauk hér heima. Nörholt fékk stöðu aðstoðarþjálfara og félaginu og tók þá Henrikssen og Mathisen með sér. Danirnir reyndust hvalreki á fjörur Vict- ory því að með þá innanborðs fór liðið alla leið í deildarkeppninni þar í landi og tryggði sér meistaratitilinn um helgina. Henrikssen var einstaklega iðinn við kolann og skoraði mark að meðaltali í leik. Valur afhjúpaði tvo nýjustu liðsmenn sína á formlegan hátt í gær, þá Val Fannar Gíslason og Pálma Rafn Pálma- son, sem koma báðir til liðsins á frjálsri sölu. Ennfremur skrifuðu þeir Sigurbjörn Lárusson, fyrirliði, og markvörðurinn Kristinn Geir Guðmundsson undir áframhaldandi samning við félagið og þá áréttuðu Valsmenn að þeir byggjust fastlega við því að þeir Guðmundur Benediktsson og Sigþór Júlíusson spiluðu með liðinu a.m.k. eitt ár í viðbót. „Ég vildi breyta til og fá nýja áskor- un,“ sagði Valur Fannar í samtali við Fréttablaðið spurður um ástæður þess að hann hefði kosið að ganga til liðs við Val, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. „Ég fór frá Fram í Fylki á sínum tíma og það voru góð skipti fyrir mig. Ég hef eignast fullt af góðum vinum í Árbænum en ég vildi samt sem áður kynnast einhverju nýju og ég vona að Valur reynist mér eins vel og Fylkir,“ sagði Valur Fannar og bætti því við að hann hefði ekki rætt við nein önnur lið en Val. Pálmi Rafn skrifaði aðeins undir eins árs samning með mögu- leika á framlengingu, en Húsvíking- urinn knái h e f u r ennþá hug á því að komast að hjá erlendu félagi og vildi því ekki binda sig lengur. „Valur ætlar sér stóra hluti og von- andi get ég bætt liðið. Ég verð allavega með þeim næsta sumar og svo sjáum við til um framhaldið,“ sagði Pálmi Rafn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þeir Valur Fannar og Pálmi Rafn væru samtals með 9,2 milljónir í árslaun hjá sínum nýju vinnuveitendum. Spurður um hvort einhver fótur væri fyrir þeirri upphæð á fundinum í gær sagði Börkur Edvardsson, for- maður knattspyrnudeildar Vals: „Þetta er trúnaðar- mál milli leikmanna og félags og verður ekki rætt.“ KNATTPSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR: AFHJÚPAÐI TVO NÝJA LEIKMENN Í GÆR Samningar leikmanna verða ekki ræddir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.