Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 16
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Síðan húsið var opnað árið 1998 hafa alls 915 börn komið í skýrslutökur og könnun- arviðtöl. Hvers vegna var Barnahús stofnað? Barnahúsi var komið á laggirnar eftir að Barnaverndarstofa gerði könnun á nýgengni kynferðisbrota gegn börnum og afdrifum málanna í barnaverndar- og réttarvörslukerfinu, og komst að því að stundum þurftu börnin að margendurtaka sögur sínar. Húsið var byggt á bandarískum fyrirmyndum og er hugmynda- fræðin að baki þess tvíþætt: annars vegar að koma í veg fyrir endur tekið áfall hjá barninu, hins vegar að reyna að upplýsa málið eins vel og unnt er. Hjá Barnahúsi starfa kvensjúk- dóma- og barnalæknar, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, uppeldis- og afbrotafræðingur og sálfræðingur. Sérfræðingar þessir hafa sótt námskeið í yfirheyrslu barna í Bandaríkjunum. Hvernig starfar Barnahús? Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu, sem fer með stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðuneytisins. Húsið, sem er í grónu íbúðarhverfi í Reykjavík, sinnir börnum hvaðanæva af landinu, og fara sérfræðingar í heimahéröð barnanna sé þess óskað. Flest eru börnin á aldrinum sex til níu ára og greina 73 prósent allra barnanna sem koma í Barnahús frá kynferðisofbeldi. Læknisfræðileg sönnunar- gögn finnast eingöngu í fimm til tíu prósentum tilvika, og því er það afar mikilvægt að rétt sé staðið að skýrslutökunni og stuðst við bestu fáanlega þekkingu við framkvæmd hennar. Barnahús veitir einnig barnaverndarnefndum, kennurum, leikskólakennurum, heilbrigðis- starfsfólki og fleiri aðilum leiðbeiningar um hvað skuli gera ef grunur um kynferðisofbeldi vaknar, sem og ráðgjöf til foreldra barnanna. FBL GREINING: BARNAHÚS Barnvænar yfirheyrslur Kvennaathvarfið fékk á dögunum óvænta styrki að verðmæti 1,1 milljón króna. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra athvarfsins segir að fénu verði varið í sjálfshjálp- arhópa og ætti fjárhæðin að nægja næstu tvö árin. Hvað eru sjálfshjálparhópar? Það eru sjálfstyrkingarhópar þar sem konur hittast í lokuðum hópi og styrkja hverja aðra. Yfirleitt eru þetta konur sem eru lausar úr ofbeldissambönd- um en eru að glíma við afleiðingarnar. Það hefur gefist afskaplega vel á mörgum stöðum og gerir það hjá okkur líka. Taka margar konur þátt í hópunum? Sex til átta konur taka þátt í hvert skipti. Við hjá Kvennaathvarfinu rekum einn hóp í einu. Hópurinn hittist tíu sinnum með leiðbeinanda. Þeim er svo boðið að halda áfram án leiðbein- andans. Hvað heldur þú að margar konur hafi tekið þátt í hópunum frá upp- SPURT & SVARAÐ STYRKUR TIL KVENNAATHVARFS Milljón í sjálfshjálp DRÍFA SNÆDAL Fræðslu-og fram- kvæmdastýra kvennaathvarfsins FUGLAFLENSAN VEKUR ÓTTA Á ÍSLANDI HUNDRUÐ FUGLA Í BLÓÐPRUFU DV2x15-lesið 1.11.2005 20:29 Page 1 Enn bíða erfið verk hjálp- arstarfsmanna á hamfara- svæðunum í Pakistan eftir jarðskjálftann 8. október síðastliðinn. Yfirvöld í landinu áætla að 55 þúsund manns hafi týnt lífi, 78 þúsund manns slasast og 3 milljónir misst heimili sín. Sólveig Ólafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi hjá alþjóðasam- bandi Rauða krossins er í norðvestur hluta Pakistan og lýsir þeim vanda sem við mönnum blasir þar. „Ég hef starfað nokkuð lengi við hjálparstörf víðs vegar um heim en ég verð að segja það að þó ég sé upplýsingafulltrúi þá á ég varla til orð sem lýsa því ástandi sem við manni blasir hér,“ segir Sólveig. „Það eru hreinlega heilu fjallaþorpin sem hafa hrunið niður hlíðarn- ar og það er gjörsamlega ekk- ert eftir. Ekki bætir svo úr skák að nú er vetur að ganga í garð og nú þegar er hitinn kominn niður við frostmark á kvöldin. Því liggur mikið við að reyna að koma fólkinu til hjálpar áður en það fer að snjóa. Bersýnilegur árangur af starfinu „En aftur á móti fallast mér ekki hendur því að maður sér það greinilega að starf Rauða kross- ins er að bera mikinn ávöxt. Ég sá það vel um daginn þegar ég fór til 30 þúsund manna bæjar sem heitir Balakot en þar eru nær allir heimilislausir eftir hamfarirnar. Þar er hins vegar búið að dreifa hjálpargögnum og komið hefur verið á lagg- irnar vatnshreinsistöð svo allir hafa aðgang að hreinu vatni. Þetta hefur þýtt það að tölu- vert hefur dregið úr sjúkdómum og ástandið þarna er svo miklu betra en í þeim þorpum þar sem enn hefur ekki tekist að koma fólki til aðstoðar vegna þess að samgöngur liggja alveg niðri. Þannig að maður sér að þetta er að skila árangri og það stappar í manni stálinu.“ Enn fjöldi fólks án aðstoðar „Við vorum að byrja í fyrradag á því að koma hjálpargögnum til afskekktari svæðana með þyrlum en samgöngur liggja niðri mjög víða. Það liggur mjög mikið á því að koma fólki þar til hjálpar því víða verður orðið nokkuð snjó- þungt í lok mánaðarins. Í gær komum við hjálpargögnum til 300 fjölskyldna en enn er mik- ill fjöldi fólks sem aðstoð okkar hefur ekki náð til.“ Dáist af lífsvilja fólksins „Það getur vissulega verið erf- itt að standa frammi fyrir fólki sem allt hefur harmasögur að segja og geta aðeins hjálpað því að ósköp takmörkuðu leyti. En það sem hjálpar manni við þær aðstæður er að fólkið fagnar því að sjá annað fólk sem er komið víða að og verða þannig vart við það að heimsbyggðinni stendur ekki á sama. Svo þykir fólki gott að rekja raunir sínar og létta af harmi sínum. Þess vegna lít ég svo á að sem upplýsingafulltrúi sé ég ekki aðeins að ná upplýs- ingum frá fólki heldur komi ég því að einhverju gagni. En það sem gefur manni hvað mest er að verða vitni að því hvað ótúlegur lífvilji og þrótt- ur virðist leysast úr læðingi hjá mannfólkinu þegar hörmungar dynja yfir. Ég fyllist aðdáun þegar ég verð vör við þennan kraft í fólki og ég veit það að hjálpargögn og aðstoð koma að gagni en það sem mestu ræður um örlög fólksins er þessi lífs- vilji þess. Kraftaverkin gerast þega hann er til staðar en án hans er þetta vonlítið.“ Fastandi hjálparstarfsmenn „Það er að mörgu að hyggja í þessu starfi mínu sem upplýs- ingafulltrúi. Það er sífellt verið að endurmeta aðstæður og laga allar áætlanir eftir því þannig að ég verð að fylgjast vel með á öllum stöðum svo ég sé alltaf að gefa réttar upplýsingar. Svo verður maður að taka tillit til þeirrar menningar sem hér ríkir en ég vinn mjög mikið og náið með heimamönnum. Þannig vill nú til að þetta ber upp á Ramadam sem er helgas- ta og mesta hátíð múslima og þá ber þeim að fasta frá sólar- upprás til sólarlags. Þetta vilja flestir samstarfsmenn mínir frá pakistanska Hálfmánan- um (Rauði krossinn í Pakist- Hjálpargögn eru góð en vilji til að lifa ræður úrslitum SVONA ERUM VIÐ 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 531 1.465 FJÖLDI BARNA AÐ TVEGGJA ÁRA ALDRI Á LEIKSKÓLUM SEM VER ÞAR NÍU KLUKKU- STUNDUM EÐA LENGUR Á DAG KONUR OG BÖRN Konur rekja raunir sínar fyrir Sólveigu og aðra hjálparstafsmenn. Það getur tekið á að heyra harmasögur sem hver hefur að segja á þessum slóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.