Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 46
„Líkaminn er gerður til að hreyfa sig og við þurfum alltaf á hreyfing- unni að halda, en eftir því sem störfin verða einhæfari minnkar hreyfing í starfi.“ segir Auður Ólafsdóttir, formaður Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara. Hún segir mestu máli skipta ef fólk situr mikið við vinnu sína að finna leið- ir til að hreyfa sig en ekki sitja í stólnum allan tímann. Aðgerð eins og að standa upp og ná sér í vatn eða hlaupa í prentarann geti skipt sköpum. „Rannsókn var gerð hér sem sýndi sýndi að aðalmálið væri að skipta um stellingu,“ segir Auður. Rannsóknin sem hún vísar til var unnin þannig að sett var upp tölvuforrit hjá þremur hópum af fólki, einn þeirra fékk fyrimæli um að gera ekki neitt, annar fékk fyr- irmæli um að gera sérstakar æf- ingar, en sá þriðji var bara látinn standa upp reglulega og ná í vatnsglas eða eitthvað slíkt. Nið- urstaðan var sú að álagið var meira á stoðkerfi þeirra sem sátu kyrrir allan daginn en þeirra sem hreyfðu sig. Ekki var munur á þeim sem gerðu sérstakar æfingar og þeim sem einungis stóðu upp og hreyfðu sig. „Fólk verður að vera vakandi fyrir því hvað hentar því. Ekki nægir að sitja í góðum stól, heldur þarf að nota stillingarnar á honum reglulega til að breyta um stöðu. Hvíldin felst í tilbreytingunni,“ segir Auður. 6 ■■■■ { skrifstofan } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Mark skrifstofustólar Ótrúlegt verð! Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili. Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki TILBO Ð Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum Mark 30 fullt verð kr. 57.855 Tilboðsverð:Kr.40.900 Mark 10 fullt verð kr. 19.900 Tilboðsverð:Kr.13.930 Mark 20 fullt verð kr. 38.010 Tilboðsverð:Kr.26.976 Blóm á skrifstofunni POTTABLÓM GETA LÍFGAÐ MIKIÐ UPP Á SKRIFSTOFUNA OG GEFIÐ HENNI HEIMILISLEGRI BLÆ. EN ALVEG EINS OG HEIMA Í STOFU ÞARF AÐ VELJA TEGUND SEM HENTAR LOFTSLAGINU OG VELJA BLÓMINU BIRTU VIÐ HÆFI. Lilja Marteinsdóttir í Breiðholtsblómum segir að best sé að velja harðgerar plöntur á skrif- stofuna sem þola þurrk, en ekki er úr vegi að vera með árstíðarblóm þar og skipta þeim út fjórum sinnum á ári. Oft er þurrt loft í skrifstofubygg- ingum, svo ekki borgar sig að vera með blóm sem þurfa mikinn raka, eins og til dæmis burknategundir. „Fólk vill oft vera með blóm til að vera með meiri raka, en málið er að ef maður setur blóm sem þurfa raka inn á svona skrifstofur geta þau ekki lifað þar, svo maður er óbeint í smá klemmu,“ segir Lilja Mart- einsdóttir í blómabúðinni Breið- holtsblómum í Mjóddinni, en Lilja er menntaður garðyrkjufræðingur, stílisti og blómaskreytir. Lausnin er að velja blóm sem henta umhverfinu og ekki er verra að velja plöntur sem þola að þorna. Eins er best að sama manneskjan sjái alltaf um að vökva, því óregla í vökvun hefur sömu áhrif á plöntur og óregla í mataræði hefur á fólk og getur hreinlega drepið blómin. Fíkustré og yukkur geta lifað í þurru loftslagi en vilja mikla birtu og svo lengi sem nílarsef stendur í vatni er það hamingjusamt og þarf litla athygli. Auk þeirra lifa dreka- tré, flöskuliljur, vaxblóm og mána- gull vel á skrifstofum, en þó þarf að hafa birtuna í huga. Aglaoneman sjómannsgleði er grágræn planta sem þolir vel bæði dimmu og þurrk og er því upplögð á skrifstofur þar sem aldrei er dregið frá. Ef skrifstofan er grá og leiðinleg er upplagt að setja plöntuna í litríkan leirpott til að lífga upp á umhverfið. Einnig getur líka verið sniðugt að vera með árstíðarblóm. Um þessar mundir eru nóvemberkaktusinn og jólastjarnan sígild, og þegar kemur fram í janúar eru alparósir mjög fallegar. Síðan taka páskaliljur við og svo er hægt að vera með blómstrandi ástareld yfir hásumarið. „Þessi blóm færa gleði og maður þarf bara að sætta sig við að maður hendir þeim þegar þau hætta að vera falleg og kaupir ný, enda eru þau ódýr,“ segir Lilja. Unnið við bogaborð Bogaborð eru orðin mjög algeng. Áður fyrr vann fólk við brunna, þar sem hnappaborðið var á útdragi. Fólk situr þar með hnappaborðið á lærinu og axl- ir slakar. Við bogaborðin þarf allt annað vinnulag. Fólk situr þá með magann í boganum og stærsti hlutinn af handleggnum er uppi á borðinu. Ýta þarf hnappaborðinu upp á borðið og hvíla handleggina á borðinu. Svo til allur handleggurinn á að hvíla á borðinu. Auk þess þarf að stilla stólinn í samræmi við þá stellingu. Skjárinn á að vera þannig staðsettur að efri brún hans er í augnhæð, þannig er aðeins er horft niður á við. Skiptir mestu að breyta oft um stöðu Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari segir að einhæfari störf kallir á minnkandi hreyfingu. Of lítil hreyfing getur vald- ið álagi á stoðkerfið. Auður Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. 06-07 skrifstofan lesið 1.11.2005 15:42 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.