Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Þóranna Jónsdóttir stjórnenda- ráðgjafi lagði stund á MBA-nám við IESE í Barcelona. Í skólanum var nemendum uppálagt að leggja hug og hjarta í verkin og þá myndi árangurinn ekki láta á sér standa. Þar var jafnframt lögð áhersla á að hafa gaman af viðfangsefnunum og njóta þess sem tekist var á við. Að mati Þórönnu á þetta við í mjög víð- tækum skilningi. „Njóti maður þess að læra og þroskast munu góðar einkunnir fylgja í kjölfar- ið. Á sama hátt munu fyrirtæki sem leggja áherslu á og njóta þess að skapa virði fyrir við- skiptavini uppskera meiri hagn- að en þau sem einblína á hagnað- inn sem slíkan.“ Hún telur þetta ekki síst eiga við í lífinu sjálfu. Læra þurfi að njóta ferðalagsins í stað þess að vera alltaf að bíða með hamingjuna þar til einum eða öðrum áfanganum er náð. Hugmyndir Stepens Covey sem skrifaði bókina „Seven habits of highly effective people“ hafa einnig verið Þórönnu hugleiknar. Covey talar um að verkefnum megi skipta í „mikilvæg“ og „ekki mikilvæg“ og að sjálfsögðu eigi fólk að ein- beita sér að þeim mikilvægu. Það reynist þó ekki alltaf auðvelt. Það sem er hins vegar athyglis- verðara er að mikilvægu verk- efnunum má skipta í þau sem eru áríðandi og þau sem eru ekki áríðandi. „Það eru oft á tíðum einmitt þau mikilvægu verkefni sem eru ekki áríðandi sem eru stóru verkefnin í lífinu. Til þess að sinna þeim þarf maður að gefa sér tíma en ekki bíða þess að tíminn gefi sig fram,“ segir Þóranna. - hhs B E S T A R Á Ð I Ð Tilviljun frekar en útpæld viðskiptahugmynd olli því að húsgagnaverslunin Tekk Company var stofnuð í lok september árið 1998. Hjónin Elín María Sigurjónsdóttir og Eyþór Kol- beinsson, sem eiga verslunina ásamt Finni, bróður Eyþórs, og konu hans Telmu Birgis- dóttur, voru búsett í Hollandi þegar hug- myndin fæddist að flytja inn húsgögn. „Við byrjuðum á því að velja í einn gám sem við prófuðum á sölusýningu í Blómavali án þess að vera búin að hugsa eitthvað lengra,“ segir Elín. Gámurinn kláraðist á stuttum tíma. „Við hittum á eitthvað sem gekk upp,“ bætir hún við. Ákveðið var að stofna húsgagnaverslun undir nafninu Tekk-Vöruhús í gamla Alaska- fjósinu í Breiðholti. Þeim bauðst í framhald- inu að fara inn í Kringluna, sem kom verslun- inni á lappirnar, og þaðan lá leiðin inn í Bæjarlind þar sem fyrirtækið hefur tvöfald- ast að stærð. Tekk keypti meðal annars húsgagnaversl- unina Company af Bolla Kristinssyni og sam- einaði nöfnin í eitt. Er verslunarrýmið nú um ellefu hundruð fermetrar að flatarmáli. HLÝLEIKINN Í FYRIRRÚMI Í atvinnuhverfinu í Lindunum í Kópavogi hefur safnast saman fjöldi húsgagnaversl- ana. „Kópavogsmenn vilja meina að þetta svæði sé miðja húsgagnaverslana,“ segir Ey- þór. „Við vildum staðsetja okkur þar sem þessi geiri er.“ Þegar þau eru spurð um sérstöðu Tekk svara þau því að þau horfi ekki mikið á hvað aðrir geri held- ur reyni þau að vinna út frá eigin hugmynd- um. „Við teljum að okkur hafi tekist að koma inn á mark- aðinn með blöndu af húsgögnum og alls konar gjafavörum en þar höfum við styrkt okkur að undanförnu. Einnig leggjum við mikla áherslu á uppsetningu og útlit verslun- arinnar. Ég vil meina að hlýleikinn sé að jafn- aði í fyrirrúmi í versluninni en svo getum við farið út í antíkstíl og nútímastíl á öðrum stöð- um í henni,“ bendir Elín á. En hvaðan koma vörurnar? „Við fáum vörur alls staðar að; frá Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum og Asíu. Tekk er ekki hluti af erlendu merki þannig að vörurnar eru keyptar frá mörgum framleið- endum,“ segir Eyþór. Af einstökum hlutum er salan mest í sóf- um og borðstofusettum. Leðurhúsgögnin eru vinsæl sem og húsgögn í hvítu, svörtu og úr eik. Mikill vöxtur hefur einnig legið í heimilisvörum, til dæmis fyrir baðið. Þar má nefna sölu í hand- klæðum og öðrum fylgihlutum. Meðal vörunýjunga má nefna nýja línu í amer- ískum sófum og þá hafa heimilisvörur frá danska fatamerkinu Day verið teknar inn. Hjónin segja að aðall Tekk Companys sé fjölbreytt lína og mikið úrval. SPRENGING Á HÚSGAGNAMARKAÐI Húsgagnamarkaður er mjög öflugur um þessar mundir og hefur verið stöðugur tröppugangur öll árin hjá Tekk. Árlegur vöxt- ur hefur verið að meðaltali þrjátíu prósent og mun velta fyrirtækisins fara yfir 500 milljón- ir þetta árið. Þau telja að margt komi við sögu sem gerði þeim kleift að ná sterki stöðu á markaðnum. „Eftir á að hyggja var markað- urinn hugsanlega smá staðnaður þegar við komum inn. Það var greinilega pláss fyrir nýja aðila með ferskar hugmyndir.“ Þau benda á að uppgangur á Íslandi síð- ustu árin skili sér í meiri neyslu almennings en einnig hafi áhugi aukist mjög fyrir hús- gögnum og allri umræðu um þau, eins og sést best á vinsældum innlits- og útlitsþátta og tímarita um híbýli. „Við finnum fyrir mikilli eftirspurn eftir því að fá stílista heim til fólks til að aðstoða það við að velja réttu hús- gögnin og fá hugmyndir. Við erum með þessa þjónustu í dag en sjáum þar fyrir okkur mikla aukningu á næstunni,“ segir Eyþór. Þau nefna einnig að mikil viðhorfsbreyt- ing hafi orðið hérlendis sem hafi þanið hús- gagnamarkaðinn út. Í dag eigi margir sumar- hús og telji það sjálfsagt að kaupa inn ný og falleg húsgögn í stað þess að stóla á gamla sófasettið og lúna borðið. Blómlegur nýbygg- ingamarkaður hjálpar einnig til. Eyþór og Elín eru opin fyrir frekari vexti Tekk Company hér á landi og fylgjast vel með því sem gerist í kringum þau. Þau eru sammála um að þetta hafi verið afar skemmtilegur tími og auðvitað er alltaf gam- an þegar vel gengur. „Við ætlum að halda þessu áfram meðan við höfum gaman af þessu. Við höfum á að skipa góðum hóp af starfsfólki og stemningin á vinnustaðnum er góð.“ Tekk Company Stofnár: 1998 Eigendur: Elín María Sigurjónsdóttir, Eyþór Kolbeinsson, Finnur Kolbeinsson og Telma Birgisdóttir. Velta: Yfir 500 milljónir á þessu ári Fjöldi starfsmanna: Tólf starfsmenn á lager og í verslun auk fjögurra eigenda. Í húsgögnin fyrir tilviljun Húsgagnaverslunin Tekk Company nýtur mikilla vinsælda í þeirri húsgagnasprengingu sem hefur átt sér stað. Eggert Þór Aðalsteinsson hitti tvo af eig- endunum, sem segja að velta fyrirtækisins fari yfir hálfan milljarð á árinu. HEIÐRÚN ÝRR JÚLÍUSDÓTTIR hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rannsóknar- sviðs Plexus Consulting Group í Washington DC. Fyrir- tækið er almanna- tengslafyrirtæki og er í náinni samvinnu við KOM Almannatengsl í Reykjavík og hefur meðal annars verið ráðgefandi fyrir ís- lenska sjávarútvegsráðuneytið í Wash- ington. Heiðrún er stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og hefur lokið BA- prófi í alþjóðlegri stjórnmálafræði og ensku frá háskólanum í Växjö í Svíþjóð. ALLAN STRAND OLESEN, framkvæmda- stjóri ISB Luxembourg S.A., hefur verið ráðinn sem fram- kvæmdastjóri yfir starfsemi Íslands- banka í Benelúx-lönd- unum, Þýskalandi og Norðurlöndunum, að undanskildum Noregi. Skrifstofurnar í Lúxem- borg og Kaupmannahöfn verða ábyrgar fyrir fjárfestingarstarfsemi bankans í Danmörku, Benelúx-löndunum og Þýska- landi auk Svíþjóðar og Finnlands. Allan Strand hefur aðsetur í Lúxemborg. BJÖRGVIN JÓN BJARNASON er nýr fram- kvæmdastjóri hjá innanlandssviði Sam- skipa (Landflutningar- Samskip). Björgvin er fæddur árið 1966, kvæntur Guðlaugu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 1989 og með BS-gráðu í iðnaðartæknifræði frá sama skóla 1992. Áður en Björgvin kom til starfa hjá Samskipum var hann fram- kvæmdastjóri hjá Síld og fiski ehf. og Rekstrarfélaginu Braut ehf. frá febrúar 2004. Þar áður starfaði hann sem stjórn- unarráðgjafi hjá IBM Business Consulting Service. RAGNAR ÞÓR RAGNARSSON er nýr fram- kvæmdastjóri upplýsingasviðs Sam- skipa. Hann er fædd- ur árið 1971, kvæntur Hólmfríði Einarsdóttur og eiga þau tvö börn. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í tölvunar- fræði frá Háskóla Ís- lands árið 1993 og MBA-gráðu í „Shipping and Logistics“ frá Copenhagen Business School árið 2005. Ragnar hóf störf hjá Samskipum árið 1993 sem tölvunarfræðingur og var deildarstjóri tölvudeildar frá 1996 til 2000 þegar hann varð framkvæmdastjóri hjá Þróun hf. Árin 2002-2003 starfaði Ragnar hjá ráðgjafafyrirtækinu Nobex. Hann réðst til starfa hjá Samskipum á ný í janúar 2004 sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar. EYÞÓR KOLBEINSSON OG ELÍN MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, TVEIR AF EIGENDUM TEKK COMPANY „Við finn- um fyrir mikilli eftirspurn eftir því að fá stílista heim til fólks til að aðstoða það við að velja réttu húsgögnin og fá hugmynd- ir. Við erum með þessa þjónustu í dag en sjáum þar fyrir okkur mikla aukningu á næstunni.“ ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR STJÓRN- ENDARÁÐGJAFI Hennar reynsla er að leggi maður hug og hjarta í verkin láti ár- angurinn ekki á sér standa. Fr ét ta bl að ið /V al li Að njóta þess að læra Tekk er ekki hluti af erlendu merki þannig að vörurnar eru keyptar frá mörgum framleiðendum. 14-15 Markadur lesið 1.11.2005 15:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.