Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
GERÐAR KRISTNÝJAR
BAKÞANKAR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
4
7
6
9
VINSÆLASTI HÖFUNDUR Í HEIMI
DAN BROWN
NÝ BÓK Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU EFTIR MEISTARA SPENNUSÖGUNNAR
- The Washington Post
SVONA Á AÐ SKRIFA
SPENNUSÖGUR.
ÞESSA BÓK LEGGURÐU
EKKI FRÁ ÞÉR FYRR EN
AÐ LESTRI LOKNUM“
TILBOÐSVERÐ Í PENNANUM: 2.995 KR.
FRAM TIL 15. NÓVEMBER
Merkilegt hvað allt á það til að endurtaka sig. Sífellt lendi
ég sömu aðstæðunum og finnst
eins og lífið sé svo löngu hætt að
koma mér á óvart. Þetta gerðist
einmitt í síðustu viku, á sjálfan
Kvennafrídaginn. Þá varð svolítið
til að rifja það upp fyrir mér þegar
Sameinuðu þjóðirnar efndu til Árs
barnsins, líklega til að opna augu
fullorðinna fyrir því hvað lítið
tillit var tekið til barnanna. Í til-
efni af því var haldin skemmtun á
Kjarvalsstöðum og þangað mætti
ég, enda þekkti ég tvíburana sem
áttu þar að leika Jón Odd og Jón
Bjarna.
TIL að fá gott sæti mætti ég
snemma og settist í fremstu röð.
Mér veitti ekkert af því, enda
ekki há í loftinu auk þess sem
engin upphækkun var í salnum.
Rétt áður en dagskráin hófst
gekk fullorðið fólk í salinn og
varð miður sín yfir að fá ekki að
sitja þar sem það vildi. Það var
samt ekki lengi að sjá við þeim
vanda og blakaði mér úr sætinu
mínu með þeim orðum að börn
gætu bara setið á gólfinu. Þaðan
fylgdist ég síðan með tveggja
tíma dagskrá með náladofa í bíf-
unum og reigðan háls.
ÉG fór einmitt að hugsa um þetta
atvik á kvennafrídaginn. Ég stóð
upp við Thorvaldsensbasarinn og
fann hvernig stappan þrýstist að
mér. Af Ingólfstorgi barst kór-
söngur og mig var farið að langa
til að sjá hvað væri að gerast þar.
Því skáskaut ég mér að grjót-
veggnum umhverfis torgið og
fékk í krafti samstöðunnar ókunn-
ugar konur til að toga mig upp á
vegginn. Þegar þangað var komið
reisti ég mig upp eitt andartak til
að sjá hvert ég ætti að halda þegar
niður væri komið en var þá óðara
rekin niður af höstugum mynda-
tökumanni. Hann hafði nefni-
lega líka komið sér fyrir uppi á
grjótveggnum og ekki mátti ég
skyggja á vélina þótt aðeins væri
um örfáar sekúndur að ræða. Ég
stökk óðara niður og velti því í
leiðinni fyrir mér hvað þetta væri
nú allt táknrænt. Karl rekur konu
af stalli - og það á sjálfum kvenna-
frídeginum.
OG hvað eiga nú þessar sögur
að minna okkur á? Jú, konur lifa
yfirleitt lengur en karlar og börn
eiga yfirleitt lengur ólifað en full-
orðnir. Verum því góð við konur
og börn. Þau eiga eftir að grafa
hina og hirða um leiðin þeirra. ■
Veisla undir
grjótvegg
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA