Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 83
MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 2005 39 FÓTBOLTI Það eru enn laus sæti í Ian Rush Icelandair Masters-mótið í fótbolta sem fram fer í Egilshöll um næstu helgi en þar munu lið frá Liverpool, Arsenal og Man. Utd keppa. Leikið verður á litlum völlum og eru fimm í liði. Þáttökuskil- yrði eru að leikmenn verði að vera 32 ára eða eldri og hafa látið af knattspyrnuiðkun á efri stigum. Skráning fer fram á jet@fotbolt- asumarid.is og í síma 895 3120. Upplýsingar um mótið er að finna á síðunni footballandfun.is. Mótið verður sýnt í beinni á Sýn og Sky- sjónvarpsstöðin mun einnig taka upp svipmyndir af mótinu. Ian Rush-mótið: Ennþá hægt að skrá sig FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Vík- ings hefur dregið til baka kæru á hendur Val fyrir að ræða við tvo samningsbundna leikmenn félags- ins, þá Grétar Sigfinn Sigurðsson og Viktor Bjarka Arnarsson. Stjórnir knattspyrnudeildanna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að mikilvægt sé að samningar leikmanna við félög séu virtir og að félög virði reglur KSÍ um við- ræður við samningsbundna leik- menn. Eftir viðræður milli knatt- spyrnudeildanna hafi Víkingur ákveðið að draga kæruna til baka. Undir yfirlýsinguna skrifa síðan Róbert Agnarsson frá Víkingi og Börkur Edvardsson frá Val. - hbg VIKTOR BJARKI ARNARSSON Valur talaði við hann án leyfis frá Víkingi en Víkingar eru hættir við að kæra athæfið. FÓTBOLTI Þórður Guðjónsson mun greina frá því í dag með hvaða liði hann ætlar að leika á næstu leik- tíð. Valið stendur á milli FH og ÍA. Sterkur orðrómur hefur verið uppi um að Þórður ætli sér að semja við FH en samningstilboð FH var hærra en Skagamanna. ÍA hefur aftur á móti ekki gef- ist upp í baráttunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir hækkað tilboð sitt til Þórðar umtalsvert og því gæti vel farið svo að hann semji við ÍA eftir allt saman. - hbg Þórður Guðjónsson: Mun ákveða sig í dag ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Velur hann FH eða ÍA? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Miðvikudagur NÓVEMBER � � LEIKIR � 19.00 Afturelding og HK mætast í DHL-deild karla í handbolta. � 19.15 Víkingur/Fjölnir og ÍR mætast í DHL-deild karla. � 19.15 Fram og Stjarnan mætast í DHL-deild karla. � 19.15 Fylkir og KA mætast í DHL- deild karla. � 19.15 Valur og ÍBV mætast í DHL- deild karla. � 19.15 FH og Selfoss mætast í DHL-deild karla. � 20.00 Haukar og Þór Ak. mætast í DHL-deild karla. � � SJÓNVARP � 18.20 Meistaramörk á Sýn. � 19.00 Upphitun með Guðna Bergs á Sýn. � 19.40 Meistaradeildin á Sýn. Leikur Lille og Man. Utd � 19.40 Meistaradeildin á Sýn Extra. Leikur Juventus og Bayern Munchen. � 21.40 Meistaramörk á Sýn. � 22.20 Meistaradeildin á Sýn. Leikur Juventus og Bayern Munchen. � 22.20 Handboltakvöld á Rúv. Deila Víkings og Vals: Kærur verða felldar niður FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segir að þau ummæli sem Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lét hafa eftir sér í fyrradag vera óviðeigandi og úr takt við raunveruleikann. Mour- inho sagði Wenger vera „glugga- gægi“ og sakaði hann um að vera með Chelsea á heilanum og hefur sá franski ekki útilokað meiðyrða- mál gegn Mourinho. „Hann fór algjörlega yfir strik- ið að þessu sinni og ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvort ég kæri hann. Þessi ummæli voru viðbjóðsleg.“ Forsaga málsins er sú að Weng- er gagnrýndi Mourinho fyrir þá knattspyrnu sem hann lætur lið sitt spila og sagði það leiðinlegt á að horfa. Mourinho hefur svo sem ekki farið varhluta af gagnrýni á sitt lið það sem af er leiktíð, en með ummælum Wengers hefur hann væntanlega sprungið. „Ég var bara spurður um spila- mennsku Chelsea og ég gaf heið- arlegt og málefnalegt svar. Þessi viðbrögð Mourinhos eru engan veginn réttlætanleg,“ sagði Weng- er jafnframt í gær. - vig Arsene Wenger er ekki sáttur við kollega sinn hjá Chelsea: Hótar að fara í mál við Mourinho ARSENE WENGER Íhugar að fara í meiðyrðamál við Jose Mourinho. FRÉTTBLAÐIÐ/GETTY IMAGES Velkomin í sólarævintýrið okkar! Apollo, ein stærsta leiguflugsskrifstofa Norðurlanda er komin til Íslands. Með beinu leiguflugi frá Íslandi bjóðum við sólarævintýri á Gran Canaria. Hvernig væri að slást í hóp tug þúsunda gesta okkar í sólinni á kjörum sem þú hefur ekki séð áður. Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasíða: www.apollo.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 ���������� ����� ��������������� Nýja heimasíðan www.apollo.isopnar í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.