Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 83

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 83
MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 2005 39 FÓTBOLTI Það eru enn laus sæti í Ian Rush Icelandair Masters-mótið í fótbolta sem fram fer í Egilshöll um næstu helgi en þar munu lið frá Liverpool, Arsenal og Man. Utd keppa. Leikið verður á litlum völlum og eru fimm í liði. Þáttökuskil- yrði eru að leikmenn verði að vera 32 ára eða eldri og hafa látið af knattspyrnuiðkun á efri stigum. Skráning fer fram á jet@fotbolt- asumarid.is og í síma 895 3120. Upplýsingar um mótið er að finna á síðunni footballandfun.is. Mótið verður sýnt í beinni á Sýn og Sky- sjónvarpsstöðin mun einnig taka upp svipmyndir af mótinu. Ian Rush-mótið: Ennþá hægt að skrá sig FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Vík- ings hefur dregið til baka kæru á hendur Val fyrir að ræða við tvo samningsbundna leikmenn félags- ins, þá Grétar Sigfinn Sigurðsson og Viktor Bjarka Arnarsson. Stjórnir knattspyrnudeildanna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að mikilvægt sé að samningar leikmanna við félög séu virtir og að félög virði reglur KSÍ um við- ræður við samningsbundna leik- menn. Eftir viðræður milli knatt- spyrnudeildanna hafi Víkingur ákveðið að draga kæruna til baka. Undir yfirlýsinguna skrifa síðan Róbert Agnarsson frá Víkingi og Börkur Edvardsson frá Val. - hbg VIKTOR BJARKI ARNARSSON Valur talaði við hann án leyfis frá Víkingi en Víkingar eru hættir við að kæra athæfið. FÓTBOLTI Þórður Guðjónsson mun greina frá því í dag með hvaða liði hann ætlar að leika á næstu leik- tíð. Valið stendur á milli FH og ÍA. Sterkur orðrómur hefur verið uppi um að Þórður ætli sér að semja við FH en samningstilboð FH var hærra en Skagamanna. ÍA hefur aftur á móti ekki gef- ist upp í baráttunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir hækkað tilboð sitt til Þórðar umtalsvert og því gæti vel farið svo að hann semji við ÍA eftir allt saman. - hbg Þórður Guðjónsson: Mun ákveða sig í dag ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Velur hann FH eða ÍA? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Miðvikudagur NÓVEMBER � � LEIKIR � 19.00 Afturelding og HK mætast í DHL-deild karla í handbolta. � 19.15 Víkingur/Fjölnir og ÍR mætast í DHL-deild karla. � 19.15 Fram og Stjarnan mætast í DHL-deild karla. � 19.15 Fylkir og KA mætast í DHL- deild karla. � 19.15 Valur og ÍBV mætast í DHL- deild karla. � 19.15 FH og Selfoss mætast í DHL-deild karla. � 20.00 Haukar og Þór Ak. mætast í DHL-deild karla. � � SJÓNVARP � 18.20 Meistaramörk á Sýn. � 19.00 Upphitun með Guðna Bergs á Sýn. � 19.40 Meistaradeildin á Sýn. Leikur Lille og Man. Utd � 19.40 Meistaradeildin á Sýn Extra. Leikur Juventus og Bayern Munchen. � 21.40 Meistaramörk á Sýn. � 22.20 Meistaradeildin á Sýn. Leikur Juventus og Bayern Munchen. � 22.20 Handboltakvöld á Rúv. Deila Víkings og Vals: Kærur verða felldar niður FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segir að þau ummæli sem Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lét hafa eftir sér í fyrradag vera óviðeigandi og úr takt við raunveruleikann. Mour- inho sagði Wenger vera „glugga- gægi“ og sakaði hann um að vera með Chelsea á heilanum og hefur sá franski ekki útilokað meiðyrða- mál gegn Mourinho. „Hann fór algjörlega yfir strik- ið að þessu sinni og ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvort ég kæri hann. Þessi ummæli voru viðbjóðsleg.“ Forsaga málsins er sú að Weng- er gagnrýndi Mourinho fyrir þá knattspyrnu sem hann lætur lið sitt spila og sagði það leiðinlegt á að horfa. Mourinho hefur svo sem ekki farið varhluta af gagnrýni á sitt lið það sem af er leiktíð, en með ummælum Wengers hefur hann væntanlega sprungið. „Ég var bara spurður um spila- mennsku Chelsea og ég gaf heið- arlegt og málefnalegt svar. Þessi viðbrögð Mourinhos eru engan veginn réttlætanleg,“ sagði Weng- er jafnframt í gær. - vig Arsene Wenger er ekki sáttur við kollega sinn hjá Chelsea: Hótar að fara í mál við Mourinho ARSENE WENGER Íhugar að fara í meiðyrðamál við Jose Mourinho. FRÉTTBLAÐIÐ/GETTY IMAGES Velkomin í sólarævintýrið okkar! Apollo, ein stærsta leiguflugsskrifstofa Norðurlanda er komin til Íslands. Með beinu leiguflugi frá Íslandi bjóðum við sólarævintýri á Gran Canaria. Hvernig væri að slást í hóp tug þúsunda gesta okkar í sólinni á kjörum sem þú hefur ekki séð áður. Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasíða: www.apollo.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 ���������� ����� ��������������� Nýja heimasíðan www.apollo.isopnar í dag!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.