Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 1
PRIMUS HREYFILHITARAR i VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR OUNNARSSON SKÚLATUNI 6 - SiMI (91)19460 NORRÆN HEILSURÆKTAR- STÖÐ HÉR Á ÍSLANDI? Ógnþrungin er Blanda Ógnin býr alltaf undir mein- leysislegu yfirbragöi Blöndu að haustlagi, þegar ishroöinn er að byrja að myndast I henni, en hefur ekki kraft i sér til að búa til svell. Ungi Húnvetningurinn horfir tor- tryggnisaugum á flauminn. llann veit, aö áin er til alls vfs, þótt hann hafi kannski ekki komizt i kast við hana sjálfur. Þeir, sem eldri eru, hafa sagt honum það, og hann dregur ekki orð þeirra i efa. Og vissast að vera ekki nærri henni, þegar haustsól- in cr setzt. — Ljósmynd: Sigursteinn Guðmundsson. SJ-Reykjavik. A Ferðamála- ráðstefnunni 1975, sem haldin var á Húsavik um miðjan mán- uðinn, var samþykkt að leita samvinnu við önnur Norðurlönd um uppbyggingu á aðstöðu til að nýta jaröhita til heilsubótar. Ráðstefnufulltrúar töldu að sú reynsla, sem þcgar hefur feng- izt af rekstri heilsuhæla og al- menningsbaða með notkun jarðhita, hafi leitt i ljós, að is- lenzkur jarðhiti hefði ótvírætt lækningagildi. Aðgerðir i þessa átt gætu aðdómi ráðstefnunnar orðið til þess að stuðla að leng- ingu ferðamannatimans hér á landi. Ráðstefnan vildi beina þeirri áskorun til fulltrúa íslands i Norðurlandaráði, að þeir beiti sér fyrir samstarfi Norður- landaþjóðanna við að koma á fót hérá landi, norrænni endurhæf- inga- og heilsuræktarstöð, þar sem norrænu fóki, með tilstyrk sjúkratrygginga á Norðurlönd- um, verði gefinn kostur á þvi að njóta þess lækningagildis, sem býr i islenzkum jarðhita. Ferðamálaráðstefnan taldi að með skipulögðum aðgerðum og samstarfi Norðurlandaþjóða, sé unnt að nýta lækningamátt is- lenzks jarðhita, og veita þannig Norðurlandabúum aðgang að þessum heilsubrunnum is- lenzkrar náttúru og að með samstarfi við aðrar Norður- landaþjóðir sé grundvöllur fyrir þvi, að koma hér á fót heilsu- hælum, sem i heilsufræðilegu tilliti tæki fram sambærilegum stofnunum erlendis. ,,Það er löngu kunn stað- reynd, að með hækkandi meðal- aldri manna i heiminum, vex þörfin fyrir endurhæfinga- og heilsuræktarstöðvar, sem hafi þvi hlutverki að gegna að við- halda likamlegu atgervi aldr- aðra, endurhæfingu sjúkra og almennri velliðan, með alhliða fyrirbyggjandi og heilsubætandi starfi,” segir í áiyktun ráðstefn unnar. 3 stórslas- aðir eftir drekstur Snúast verður gegn mengun frá þéttbýli Gsal—Reykjavik. — A föstudags- kvöld var leiguhQ ekið á talsvert miklum hraða á kyrrstæöa Bröyt-skurögröfu, þar sem hún stóö á Alfhólsvegi i Kópavogi á móts við Skólatröð. Areksturinn var mjög harður og flytja þurfti þrjá á gjörgæzludeild Borgar- spitalans. Leigubilstjórinn viður- kenndi að hafa verið ölvaður. Fjórir voru i bilnum er árekst- urinn varð og slapp aðeins einn þeirra við meiðsli, en hinir þrir slösuðust alvarlega. Að sögn lög- reglunnar i Kópavogi má ætla að billinn hafi verið á talsvert mikilli ferð, þvi löng bremsubör voru eft- ir bilinn. Lögreglan sagði, að bilstjórinn hefði viðurkennt á sjúkrahúsi að hafa verið ölvaður, en með honum i bilnum voru kunningjar hans, sem voru að skemmta sér. Gjaldmælir bilsins var i gangi. Viðtal við verðlags- stjóra -----> © Bll-Kcv kja vik. — Mengunar- hætta af þéttbýli er orðin slikt vandamál á ýmsum stöðum, að ekki verður hjá þvi komizt að huga að þessum málum af alvöru með varúðarráðstafanir fyrir augum. Má þar til dæmis nefna holræsi frá ibúðarhúsum, slátur- húsi og mjókurbúi á Selfossi, sem liggja út i ölfusá, en þar mun á- standið einna alvarlegast. Þannig komst Páll Pálsson. yfirdýralæknir að orði i gær, þeg- ar Timinn hafði samband við hann og innti hann eftir ástandinu i mengunarmálum i ýmsum veiðiám, og sagði Páll, að viða væri pottur brotinn i þeim efnum. — Það er hörð barátta, sem maður stendur i varðandi þessa mengun i ánum, en árangur virð- ist ekki mikill, enn sem komið er, eða skilningur á þessu Ég lit al varlegum augum á affallið frá mjólkurbúinu á Selfossi, sem fer allt út i ölfusá. 1 þvi sambandi vil ég benda á, hvernig Borgnesingar leystu vandamálið að sinu leyti, en þar er stöð i gangi. sem vinnur úr úrgangsefnunum mjöl og fitu, þvi að það er mikið nýtingarhæft i þessum úrgangi, bæði frá slátur- húsum og mjólkurbúum. Þetta er svo sem vandamál við fleiri ár en Ölfusá og Varmá. Það er lika sláturhús við Laxá i Leirársveit. svo eitt dæmi sé nefnt. En það þarf átak til að kippa þessum málum i lag. Þaðmá fara nærri um hættuna. sem lifriki ánna, og þá sérstak- lega hvað varðar silung og lax, stafar af ýmsum úrgangi. sem streymir frá þéttbýliskjörnum út i þær. Viða er áburðarpokum hent á áreyrar, en áburður er stór- liættulegur fyrir árnar. svo og DDT og kvikasilfur, einkanlega l'yrir seiðin, jafnviða og ræktun- artilraunir á fiski standa yfir. Þá eru og hin ýmsu óuppleysartlegu efni úr þvottadufti hin hættuleg- ustu. 27 bótar ó rækju í Húnaflóa BH—Reykjavik — Rækjuveiðar eru nú hafnar á öllum stöðum við IIúnalTóa, og eru alls 27 bátar að veiðum. en fyrr i þessum mánuði var veiðileyfum úthlutað i sam- ræmi við kvóta þann, sem Haf- rannsóknastofnunin taldi hæfileg- an. Er veiðikvótinn 1500 tonn, sem skiptist þannig, að Hólmavik og Ilrangsnes fá 50%, Skaga- strönd 22%, Hvammstangi 18% og Biönduós 10%. Auk þess var Djúpuvik úthlutað 00 tonnum, en þaðan stundar einn bátur veiðar á heimamiðum i Reykjafirði og Ófeigsfirði. Samkvæmt frásögn Þórðar Evþórssonar. fulltrúa i sjávarút- vegsráðuneytinu, varekki um að ræða sérstaka formlega skiptingu veiðikvóta á Húnaflóa fyrr en á siðastaári. Var sú skipting unnin i samráði við viðkomandi staði, þannig að 50% veiðileyfanna fór á staði austan flóa og 50% á staði vestan flóa. Sama tilhögun er viðhöfð nú, að þvi leyti að magnið er jafnt austan flóa og vestan, en nú kemur Blönduós i fvrsta sinn inn i dæm ið með 10%. sem veldur minni kvóta á Skagaströnd og Hvammstanga, sem þvi nemur. Kvað Þórður heimamenn skipta hlutfalli staðarins af kvót- anurn sin á milli eftir afkasta- getu. BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR - — BÍLAR Árgerðirnar 1 ^ 8-9-10-11-12-13 1976 < BÍLAR — BÍLAR BÍLAR — BÍLAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.