Tíminn - 30.11.1975, Qupperneq 3
Sunnudagur 30. nóvember 1975.
TÍMINN
3
Jón Helgason, ritstjóri.
Steinar í
brauðinu
— ný bók eftir
Jón Helgason
HJA Skuggsjá er nú komin lit ný
bók eftir Jón Helgason ritstjóra
og nefnist hún Steinar i brauðinu.
Jón Helgason er fyrir löngu þjóð-
kunnur fyrir frásagnarlist sina,
fagurt mál og snjallan stfl. Allt
nýtur þetta sin vel i þessum stór-
skemmtilegu sögum hans.
Þessi bók er engin undantekn-
ing, hún er leikur að máli og lifs-
myndum, mikilúðlegur skáld-
skapur, sem vekja mun verð-
skuldaða athygli allra sem
fögrum bókmenntum unna. Fyrri
smásagnasafn Jóns, Maðkur i
mysunni, hlaut óvenjulegar og
sérstaklega góðar viðtökur, er
það kom út fyrir fimm árum, og
seldist upp á örstuttum tima
Þessar sögur, sem hér birtast !
hinni nýju bók, Steinar
brauðinu, standa hinum fyrri á
engan hátt að baki, þær eru svc
vel sagðar, að til tiðinda mur
verða talið.
Veltan eykst hjá
Dráttarvélum hf.
HORFUR ERU á, að heildarvelta
Dráttarvéla hf. verði hartnær
helmingi hærri i ár en á sl. ári. Þá
var veltan 313,1 millj. kr., en útlit
er fyrir um 600 millj. kr. veltu á
yfirstandandi ári.
Fyrstu niu mánuði ársins var
lagersala fyrirtækisins með sölu-
skatti 345,6 millj. kr., en 252,5
millj. sama timabil i fyrra, og
hafði þannig aukizt um 37%. Sala
gegn umboðslaunum var á fob-
verði 127,0 millj., en var 23,4
millj. i fyrra, og hefur hún þannig
meir en fimmfaldazt. Þess ber þó
að geta, að umboðssalan saman-
stendur nær eingöngu af vélbún-
aði til mjólkurbúa. Samanlögð
sala Dráttarvéla fyrstu niu mán-
uðina varð þvi 472,6 millj. á móti
275.9 millj. sama tima 1974, sem
er 71% aukning.
&
commodore
VASATOLVUR
Verð fró kr.
3.99( )
P ÞÓRf SÍMI 815QO-ÁRIVIÚLA11
/
Brunamdlastjóri:
Brunavörnum í íbúðarhús-
um hér á landi mjög úfútt
Gsal-Reykjavik — Svo virðist
sem brunavörnum i Ibúðarhúsum
sé mjög vfða áfátt hér á landi. A
islandi eru ekki til neinar reglur
um skoðanaskyldu opinberra
aðila varðandi brunavarnir i al-
mennu ibúðarhúsnæði, og þess
eru alltof fá dæmi, að ieigjendur
ibúða og/eða einstaklings-
herbergja leiti til eldvarnaeftir-
lits eða brunamálastofnunar og
óski eftir þvi að könnun verði gerð
á þvi, hvortbrunavörnum i þeirra
vistarverum sé á einhvern hátt
ábótavant.
Svo sem kunnugt er, hafa
margirhúseigendur látið innrétta
geymslur og önnur smærri
herbergi i þvi augnamiði að leigja
siðan út. Að sögn Bárðar Daniels-
sonar brunamálastjóra ber að til-
kynna allar slikar breytingar til
byggingafulltrúa, samkvæmt
byggingarsamþykkt. Hins vegar
liggur ljóst fyrir, að slikt er ekki
gert i öllum tilvikum.
— 1 mörgum tilfellum hefur ef-
laust fengizt leyfi fyrir slikum
breytingum, en ég hygg, að mjög
viða séu slikar breytingar gerðar
án þess að spyrja kóng eða prest,
sagði Bárður. — Það er mjög
æskilegt, að það komi fram i um-
ræðum um þessi mál, að fólk sem
býr i húsnæði, sem það telur ekki
uppfylla öryggiskröfur I sam-
bandi við eldhættu — hvort sem
það eru fjölskyldur eða einstakl-
ingar — hafi samband við eld-
varnaeftirlit Reykjavikur eða
Brunamálastofnun rikisins.
Bárður sagði, að það væri engin
skoðanaskylda hér varðandi
brunavarnir i almennu ibúðar-
húsnæði. Hinsvegar væri sú þjón-
usta veitt, ef óskað væri eftir
skoðun eða umsögn á sliku hús-
næði.
— Það er alltof litið um það, að
fólk leiti til þessara stofnana og
óski eftir skoðun, sagði Bárður.
Það kemur þó fyrir, að við erum
beðnir að lita á ibúðarhúsnæði, en
þess eru þvi miður alltof fá dæmi.
Bárður sagði, að oft hefðu þeir
athugasemdir fram að færa varð-
andi rafmagnslagnir, og eins
bentu þeir ibúum á veggklæðn-
ingar, væru þær úr eldfimum efn-
um. — Við reynum eftir mætti að
fá fólk til að gera þær úrbætur,
sem við teljum nauðsynlegar,
sagði Bárður.
1 byggingarsamþykktum i
Noregi og Danmörku eru ákvæði
um, að séu fleiri en fimm svefn-
herbergi á sömu hæð, skuli vera
tveir útgangar. — Þetta er ekki
komið i gildi hér á landi ennþá,
sagði Bárður. Aftur á móti gildir
29. gr. laga um brunavarnir og
brunamál, en þar segir, að stöðva
megi framkvæmdir, innsigla eða
gera aðrar viðhlitandi ráðstafan-
ir, ef um almannahættu er að
ræða. En hvernig ber að skil-
greina orðið almannahætta? Ég
lit svo á, sagði Bárður, að ef hætta
er á að 10 manns brenni inni, sé
um almannahættu að ræða. Hins
vegar liggur ekki fyrir nein
viðhlitandi skilgreining á þessu
orði, sagði Bárður.
Varðandi tvo útganga sagði
brunamálastjóri, að annar þeirra
SJ—lleykja vik — Undanfarna
daga hafa vélar annars áfanga
Mjólkárvirkjunar verið reyndar,
og hefur það gengið að óskum. Að
sögn Valgarðs Thoroddsens raf-
magnsveitustjóra er gert ráð
fyrir að nýja virkjunin verði farin
mætti vera um svalir eða jafnvel
glugga, þó ekki þakglugga.
— Fólk er afskaplega and-
varalaust gagnvart eldhættu,
sagði Bárður. Ef maður segir ein-
hverjum að hann skuli bæta úr
einhverju i sambandi við öryggis-
atriði hvað snertir brunavarnir,
þá eru viðbrögðin svipuð þvi, að
sagt væri við stálhraustan mann,
sem aldrei hefði kennt sér meins,
að hann þyrfti að fara i læknis-
rannsókn, sagði Bárður Daniels-
son að lokum.
að framleiða rafmagn inn á Vest-
fjarðakerfið i byrjun næstu viku.
Annar áfangi Mjóikárvirkjunar
hefur 5.700 kw afkastagetu, en
virkjunin, sem fyrir er, fram-
ieiðir 2,300 kw.
Fyrirtæki!
Keramik frá Glit
er verðug gjöf
til starfsfólks
yðar.
UJÍ^J
GLIT HF 'j*
HÖFÐABAKKA9
REYKJAVlK
listrœn gjöf
VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI
Annar áfangi AAjólkárvirkjunar
(0) PIOMEEn
CT-3131A STEREO CASSETTE DECK C-4500 COMPACT STEREO
PIOINieER
Kasettu segulbandstæki.
Leit að kasettutækjum er erfið, úrvalið
misjafnt.
Við bjóðum CT 3131 kasettutæki með:
Tónsvið 63HZ — 12 KHZ + 3db (CHROM)
Hraðanákvæmni 0,19%
Magnari og plötuspilari
Með innbyggðu útvarpi
Með hátölurum
86.500
19.500
25.800
VERÐ AÐEINS KR. 63.300
ADEINS: 131.800