Tíminn - 30.11.1975, Side 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 30. nóvember 1975.
Sigrun Okkenhaug:
Skíðakeppnin
(Saga frá Noregi).
Dagarnir styttust óðum,
ogsum börnin voru farin
að tala um, hvað þau
ætluðu að gera i jólafri-
inu. Flest töluðu um
skiðakeppnina, — og nú
áttu þau börnin, sem
duglegust yrðu á skið-
um, að fá verðlaun. Þau
höfðu fengið nýjan kenn-
ara i haust til þorpsins,
og hann hafði gifurlegan
áhuga á að börnin stund-
uðu iþróttir. Hann var
nú karl i krapinu, nýi
kennarinn. Hann var
með þeim i leikjum í
friminútunum og leið-
beindi þeim i iþróttum.
Þau höfðu reyndar haft
indælan, gamlan kenn-
ara i mörg ár sem sagði
þeim margt skemmti-
legt frá öðrum löndum,
og endursagði fyrir þau
heilar bækur, lét þau
syngja, og var alltaf
góður við þau, og þau
söknuðu hans þegar
hann hætti kennslunni,
— en svona iþróttagarp
höfðu þau aldrei áður
haft fyrir kennara, og
þótti þeim þetta mjög
skemmtilegt. Hann
sýndi þeim nýjar listir á
skiðum, þannig að þau
stóðu gapandi af undr-
un, sniðskar brattar
brekkur og þaut um
hlíðarnar eins og fugl.
Þegar gott var veður,
þá kom oft fyrir að hann
gaf þeim fri, og sagði
öllum að taka fram skið-
in: — Við verðum bara
duglegri að læra á
morgun, sagði hann, þá
er útlit fyrir að veðrið
verði ekki eins gott, en
svona silkifæri er synd
að nota ekki!
Það hélzt gott vetrar-
veður með skiðafæri
fram að jólum, og einnig
snjór og stillur fram um
hátiðarnar, og var þetta
óspart notað af ungum
og gömlum. Einkum
voru skólabörnin dugleg
að æfa sig á skiðum, þvi
að eftir nýárið átti
merkisatburður að fara
fram. Kennarinn hafði
ákveðið að þá yrði
skiðakeppni barna, og
var farið að safna i þorp-
inu fyrir verðlaunum
handa þeim hlutskörp-
ustu i skiðakeppninni.
Kennarinn gekkst fyrir
söfnuninni, og voru
margir rausnarlegir i
gjöfum. Einnig hafði
kennarinn gengizt fyrir
þvi, að beztu skiða-
mennirnir þarna i sveit-
inni mynduðu dóm-
nefnd, til að dæma i
keppninni. Þarna um
slóðir voru margir góðir
skiðamenn, eins og viða
i Noregi. Allir voru sam-
mála um, að þetta yrði
skemmtileg og spenn-
andi keppni.
Magnús frá Bjargi var
úti við og eigraði fram
með húsveggnum heima
að Ási, þar sem, ívar
vinur hans átti heima.
— Hvernig ætli standi
á þvi, að ívar kemur
ekki út? hugsaði hann.
ívar og Magnús þurftu
alltaf að vinna mikið
heima hjá sér. Þeir urðu
að höggva við i eldinn,
og snúast ýmislegt. —
Svona stórir strákar
eiga ekki að vera iðju-
lausir allan daginn, var
oft sagt við drengina.
Enda vöndust þeir
snemma allri vinnu, þvi
að flestir voru fátækir i
þessu litla þorpi.
Loksins kom ívar út.
Hann leit i kringum sig,
eins og hann byggist við,
að einhver biði eftir sér,
og fljótt kom hann auga
á Magnús. ívar sagðist
þurfa að fara að höggva
i eldinn, og ætti hann að
höggva til tveggja daga
minnst.
— Ég skal hjálpa þér,
sagði Magnús vinur
hans, ég hef lokið min-
um störfum heima. Þeir
voru alltaf saman
drengirnir. Lærðu
saman, urðu samferða i
skólann, veiddu rjúpur i
snörur til heimilisins, og
léku sér saman, þá
sjaldan þeir höfðu tima
til þess. Þegar þeir
höfðu lokið við að
höggva i eldinn fóru þeir
að áætla hvar þeir ættu
að leggja snörur fyrir
rjúpur, eins og þeim
hafði verið sagt að gera.
Rjúpnaveiði var oft góð
á þessum slóðum og var
mikil búbót að fugla-
kjötinu.
— Ég skal segja þér
það, að það eru óteljandi
rjúpur nálægt Bjargi,
sagði Magnús, við skul-
um koma þangað.
— Já, sagði ívar, en
heldur þú að ekki verði
gott skiðafæri á morgun.
Það væri gott, ef við
gætum farið svolitið að
æfa okkur fyrir keppn-
ina.
ivar sagði: — Ég er mikið búinn að hugsa um þetta
með skiðin, og mér datt nokkuð i hug!
— Jú, það getur vel
verið sagði Magnús
svolitið vandræðalegur
á svipinn. En ívar hélt
áfram að tala um skiða-
færi, skemmtilega kenn-
arann þeirra, skiða-
æfingar og keppni. —
Ætli að það komi ekki
fjöldinn allur af fólki?
Sumir segja, að það geti
orðið eins margir
áhorfendur og stundum
eru, þegar fullorðnir
keppa hér um slóðir.
Ætlar þú ekki að taka
þátt í keppninni,
Magnús?
Magnús leit undan og
sagði: — Ég ætlaði að
gera það, en ég hef engin
skiði.
— Vist átt þú skiði,
sagði ívar.
— Já, en þau voru
alltaf gölluð, og svo
brotnuðu þau alveg nú
um daginn. Ég spurði
pabba, hvort ég gæti
fengið önnur skiði, sem
væru það góð, að hægt
væri að keppa á þeim, en
hann tók þvi ekki vel.
Hann hefur ekki efni á
að láta mig fá ný skiði.
Svo segist hann ekki
hafa áhuga á þessari
samkeppni, eins og þú
hefur kannski heyrt.
— Það væri nú skárra,
BRAUN SYNCHRON PLUS
Örþunnt platínuhúðað blað
Það er leyndardómur hins snögga og
mjúka raksturs
Snöggur og mjúkur á
raksturinn að vera.
Hann á svo sannarlega
ekki að vera harður og
óþægilegur.
Þess vegna er blaðið húðað
örþunnri platínuhúð og það
er mjúkt þegar það leggst
þétt að húð þinni.
Platínuhúðin er öruggasta
tryggingin tyrir þægilegum,
snöggum og mjúkum rakstri.
Þessi þægilegi, snöggi ogmjúki
rakstur er ástæðan
fyrir því, að þér kaupið og notií
BRAUN SYNCHRON PLUS rakvélina.
Fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víða
urri landog hjáokkur.— Verð kr. 12.385.
Sími sölumanns er 1-87-85.
BRAUN-UMBOÐIÐ:
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS
Ægisgötu 7 — Sími 17975/76