Tíminn - 30.11.1975, Síða 37

Tíminn - 30.11.1975, Síða 37
Suiinudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 37 Grafið til gamalla fjársjóða Guörún P. Helgadóttir: SKALDKONUR FYRRl ALDA I. og II. 178 og 188 bls. Kvöldvökuút- gáfan. ARIÐ 1961 hóf Kvöldvökuútgáf- an á Akureyri að gefa út ritið Skáldkonur fyrri alda, eftir Guðrúnu P. Helgadóttur, skóla- stjóra Kvennaskólans i Reykja- vik. Nú er ritið fáanlegt aftur eftir nokkurt hlé. Það var ákaflega þarft verk, þegar Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri tók sér fyrir hendur að kanna og kynna okkur hlut- deild islenzkra kvenna i skáld- skap þessarar þjóðar. Við, sem höfðum notið þeirrar hamingju að eiga mæður og ömmur, sem gáfu sér tima til þess að segja okkur sögur i rökkrinu, við viss- um að þær kunnu margvislegan fróðleik og voru ekki i neinum vandræðum með að segja frá, og okkur bauð i grun, að svo hefði þetta veriðá öllum timum, kynslóð eftir kynslóð. En hversu mikið höfðu konur ort sjálfar? Um það vissum við ekki eins mikið. Hafði hlutverk islenzkra kvenna verið það eitt, — sem að visu er ekki neitt smáræði — að eiga einn stærsta þáttinn i þvi að varðveita andlega menningu þjóðarinnar og skila henni frá kynslóð til kynslóðar, eins og þær geymdu eldinn i hlóðunum sinum frá degi til dags? Höfðu þær að mestu látið við það sitja að kenna börnum sinum ann- arra manna skáldskap, eða höfðu þær lagt fram einhvern umtalsverðan skerf til bók- menntasköpunar i landinu? Og þá hve mikinn? Areiðanlega hafa margir spurt sjálfa sig slikra spurn- inga, án þess að fá viðhlitandi svör. Þeir hinir sömu ættu að lesa bók Guðrúnar P. Helga- dóttur, Skáldkonur fyrri alda, ekki einu sinni, heldur oft. Og þeir munu ekki verða fyrir von- brigðum. Bókin hefst, eins og vænta má, aftiir i grárri forneskju. Fyrsti kapituli fyrra bindis fjallar um Eddukvæði, næsti kafli er um sagnaritunina, þá kemur kafli um menntun kvenna, og þar næst er rætt um seiðkonuna og völvuna. Kaflinn um einsetukonuna er heillandi lesning. Þar er margt sagt frá Hildi nunnu, sem ,,er fyrsta ein- setukonan, sem getið er um, eftir að kristni er komin á fastan fót”, enda er meira vitað um einsetulifnað hennar en nokk- urrar annarrar konu. Og um fleiri einsetukonur er þar fjall- að. Þannig er haldið áfram, eftir þvi sem aldir liða fram. Sein- asta konan, sem sagt er frá I rit- inu, er Vatnsenda-Rósa (1795—1855). Frá henni segir í lokakafla siðara bindis. Af þessari lauslegu upptaln- ingu má sjá, að bók Guðrúnar P. Helgadóttur spannar margra alda haf. Það hefur bersýnilega verið óhem jumikið verk að leita uppi slikan fjölda heimilda og rekja slóðir einstaklinga, oft um langan veg. (Sbr. t.d. þáttinn um Ljósavatnsáystur). Ég, sem skrifa þessar fáu lin- ur, er ekki sagnfræðingur, og Guörún P. Helgadóttir. það hvarflar ekki að mér að reyna að telja neinum trú um að svo sé. Vonandi lita hvorki höf- undur né útgefandi bókarinnar Skáldkonur fyrri alda svo á, sem hér sé verið að fella um hana fræðilegan ,,dóm”. Þetta eraðeins venjuleg blaðaumsögn — og hún meira að segja gerð af leikmanni. Hins vegar hef ég kynnt mér skoðanir fræðimanna á bókinni, og ég veit, að i þeirra hópi nýtur hún virðingar og viðurkenningar sem traust fræðirit. Að sömu niðurstöðu hlýtur hver sæmilega glöggur lesandi að komast, þvi veldur frásagnarháttur bókarinnar. Eitt af einkennum stilsins er hófsemd og gætni i ályktunum, þar sem ekki er á beinhörðum staðreyndum að byggja, en sá er einmitt háttur góðra fræði- manna að segja ekki meira en þeir vita. Og vitanlega eru heimildirnar um hinar löngu horfnu skáldkonur stundum i fá- skrúðugra lagi, einkanlega framan af öldum. Dr. Guðrún P. Helgadóttir er hámenntuð kona og geysilega viðlesin, það dylst engum, sem les þessa bók. En hún hreykir sér ekki af lærdómi sinum. Virt- ur sagnfræðingur hefur sagt við undirritaðan, að eitt af þvi sem prýði bókina Skáldkonur fyrri alda sé það, að Guðrún ofhlaði hvergi tilvitnunum. Með öðrum orðum: Hún notar tilvitnanir, þar sem þeirra er þörf, en hrúg- ar þeim ekki upp fyrir fordildar sakir. Hér mun það eiga við Guðrúnu, sem hún segir sjálf um Steinunni i Höfn: ,,Hún er kvenleg án þessað slaka á kröf- unum”. I formála fyrra bindis segir höfundur meðál annars: „Þess- ari litlu bók er ekki ætlað að vera fræðileg rannsókn, heldur er hún samin handa almenn- ingi”. Vafalaust er þetta öld- ungis rétt og satt, og um það getur engum blandazt hugur, að höfundinum hefur tekizt að gera verk sitt aðgengilegt almenn- ingi. Bókin er blátt áfram svo vel skrifuð, að hún er hinn kræsilegasti lestur hverjum bókhneigðum manni, jafnvel þótt sagnfræðilegum sjónar- miðum sé sleppt. En, eins og bent hefur verið á hér að fram- an, mun hún einnig standast hið fræðilega próf. Við lestur þessarar bókar ger- ist sú hugsun áleitin við lesand- ann, að hér hafi dr. Guðrún P. Helgadóttir ekki aðeins safnað saman i einn stað miklum fróð- leik um skáldkonur fyrri alda, heldur hafi hún einnig fjölgað islenzkum skáldkonum um eina. Víða eru sprettir i stilnum, sem bera vott um ótviræða rithöf- undarhæfileika, en þó er önnur röksemd sýnu þyngri á metun- um: Ég held, að það hljóti að þurfa meðfædda skáldæð til þess að geta nálgazt skáldskap annarra meö þeim hætti, sem gert er i bókinni Skáldkonur fyrri alda. —VS. Smíðað úr ALI Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. SINDRA-STÁLHF Borgartúni 31 símar 19422-21684 SINDRA STÁL í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð- inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli, vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f. hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál“ er sérstaklega athyglisvert. Stýrimannafélag Islands heldur auka-aðallund i Tjarnarbúð þriðju- daginn 2. desember kl. 20,30. FUNDAREFNI: (Jppstilling til stjórnarkjörs og kjara- niála. Stjórnin. Vinna Samband borgfirzkra kvenna vill ráða stúlku eða lullorðna konu til starfa við lieimilishjálp i Borgarfiröi. Gott kaup. Nánari upplýsingar hjá Þórunni Eiriks- dóttur Kaðalsstöðum, simi um Borgarnes. Hjólbarðaviðgerðir Óskum eftir að ráða vanan mann á hjól- barðaverkstæði okkar, Smiöjur Kauplélags Árnesinga, Simi 99-1260.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.