Tíminn - 30.11.1975, Qupperneq 40

Tíminn - 30.11.1975, Qupperneq 40
METSttJUBÆKUR SIS-FOIHJK SUNDAHÖFN fyrir góöan mai ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Búvörudeild SÍS: 25% aukning FYRSTU NIU mánuði þessa árs nam útflutningur búvörudeildar A Hringbrautinni fyrir franian Landspitalann er umferðin mest á höfuð- borgársvæðinu — og þar eru umferðaróhöpp lika tiðust. Ljósm.: Sigursteinn Guð- mundsson. á veltu SIS 1.065 millj. kr., sem er 13,5% meira en á sama tima sl. ár. Inn- anlandssala deildarinnar þetta timabil varð 1.408 millj., sem er 33% aukning frá sama tima i fyrra, og sala Kjötiðnaðarstöðv- arinnar varð 192 millj., jókst um 40%. Heildarvelta deildarinnar fyrstu niu mánuði ársins varð þvi 2.666 millj. kr. sem er 25% meira en sama timabil 1974. SKAGAFJÖRÐUR: AAilljóna tap hjá bændum MÓ Skagafirði — Niðurstöður rannsókna á heysýnum i Skaga- firði á liðnu sumri, hafa leitt i ljós, að nú þarf um 2,1 kg i fóðureininguna. Það er um 0,3 kg meira en þurfti i hverja fóöureiningu á s.l. ári. Lauslega áætlað er hér um sextiu milljón ki óna tap hjá bændum i Skaga- firði, miðað við að heygæði væru þau sömu og i fyrra. Er þvi ljóst, að allt kapp verður að leggja á að ná betri verkun á heyinu, og leggja ráðunautar aðaláherzlu á að auka súrþurrk- un svo og að verka meira hey i vothey. Þetta var m.a. það, sem kom fram á námskeiðum, sem Biínaðarsamband Skagfirðinga hélt á þremur stöðum i Skaga- firði nýlega. Niu fræðimenn hafa ferðazt um og svarað fyrirspurnum bænda i Skagafirði. Fjallað hef- ur verið um nautgripa- og sauð- fjárrækt og heyverkunaraðferð- ir. Frummælendur voru Magnús Jónsson, skólastjóri Hvanneyri, og Bjarni Guð- mundsson, kennari sama stað, Árni G. Pétursson og Óttar Geirsson ráðunautar hjá Búnaðarfélagi Islands, Jó- hannes Sigvaldason og Þórarinn Lárusson frá Rannsóknarstofu Norðurlands og hérðsráðu- nautarnir, Egill Bjarnason, Ragnar Eiriksson og Einar Gislason. Þetta er i fyrsta skipti sem Búnaðarsambandið heldur námskeið i þessu formi, en áður hafa oft verið haldnir einstakir fræðslufundir. SÆLJÓN OG SELJA SELIÚR LANDI í G/ER liófst i Reykjavik verkalýðsmálaráðstefna á vegum Sam- bands ungra ITamsóknarmanna og verkalýðsmálanefnd Fram- sóknarflokksins. Ráðstefnan hófst i gærmogun, og þá ávarpaði Ólafur Jóhannesson ráðstefnugesti. Siðan ræddi Þórarinn Þórarinsson um Framsóknarflokkinn og verkalýðshreyfinguna. Þriðji liður dagskrárinnar fjallaði um vinnulöggjöfina og um liana ræddi Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður. Þá ræddi llalldór Asgrimsson alþingismaður úm skattamálin og laun- þega, Axel Gislason verkfræðingur um Atvinnulýðræði og sam- vinnurekstur, cn siðast talaði Daði Ólafsson, formaður Sveinafé- lags bólstrara, um Skipulag verkalýðshreyfingarinnar. — For- seti ráðstefnunnar er Hákon Hákonarson vélvirki. Almennar umræður verða um livern málaflokk og umræðuhópar starfa. Ráðstefnunni verður fram haldið i dag. Hún er lialdin að Hótel lloli við Rauðarárstig og liana sitja 5U—60 manns. Vísir að punktakerfi hjá umferðarlögreglu SJ—Reykjavik. — Við erum að selja dálitið af dýrum, og þar á meðal sæljónin okkar, sem við komum til með að sjá mikið eftir, sagði Jón K. Gunnarsson, for- stöðumaður Sædýraáafnsins, i viðtali við Timann. Fjárhags- örðugleikar hafa haft áhrif á þessar ráðstafanir okkar, en ráða þó ekki öllu þar um, þvi við höf- um alltaf örðu hverju selt erlend- um dýragörðum seli. Sædýrasafnið við Hafnarfjörð selur að þessu sinni hollenzkum dýragarði fimm sæijón og dýra- görðum i Austurriki eina tíu seli. Skarðið, sem verður eftir þessi dýr i Sædýrasafninu, verður þó fyllt að nokkru leyti á næstunni, brátt verða þar til sýnis þvotta- birnir, en sú dýrategund hefur ekki áður verið i safninu. Þvotta- birnirnir hafa verið i sóttkvi að undanförnu. Jón Kr. Gunnarsson sagðist hafa von um að fá aftur sæljón i safnið siðari hluta vetrar i skipt- um fyrir seli, en það er þó ekki Vl’st. — Sæljónin eru verðmæt, og það freistaði okkar, sagði Jón. Við fáum yfir milljón fyrir hvert þeirra. Fyrir selina fáum við minna, en þó trippisverð fyrir hvern, eða eitthvað 50.-60.000. Verðið er þó misjafnt eftir tegundum. Ekki fæst eins gott verðfyrir landsel og útsel, sem er eftirsóttur. Bæði sæljónin og selirnir eru dýr i rekstri, sagði Jón, en þau BH-Reykjavikl — Við veitum ökumönnum visst aðhald sem hefur reynzt allvel, en það er spjaldskrá, sem færð er daglega um óhöpp i umferðinni. Þegar óhappalistinn er orðinn grunsam- lega langur eða iskyggilegur við eitthvert nafnið, er viðkomandi kallaður fyrir og áminntur. Margir láta sér segjast við það, en ekki allir. Þeir sem halda áfram að lenda i óhöppum, eru þá aftur kallaðir fyrir, látnir Ieggja inn ökuskirteinið sitt, en hafa af- rit þess i höndum á meðan þeir eru sendir á endurhæfingarnám- skeið. Að þvi loknu eru þeir látnir gangast undir einskonar krossa- borða 5-7 kg af sild á dag, og hun er dýr um þessar mundir. Dýrin verða flutt til Kaup- mannahafnar i næstu viku i rimlabúrum i Flugfélagsvél. Starfsmenn Sædýrasafnsins flytja þau á flugvöllinn, og full- trúar kaupenda taka við þeim á Kastrupflugvelli. próf, og standist þeir það ekki, verða þeir að fara i próf hjá bif- reiðaeftirlitinu, og fá ekki öku- skirteinið sitt afhent fyrr en þvi er lokið. Þannig komst Óskar Ólason, yfirlögregiuþjónn umferðarmáia, að orði við Timann i gær, þegar við hringdum til hans til þess að leita álits hans á punktakerfinu svonefnda. — Punktakerfið getur vel komið til greina og við höfum kynnt okur þaðvel.Hitt er annaðmál,að það er svolitið erfitt i fámennu þjóð- félagi, þar sem allir þekkja alla, og nærtækt að tala um ofsóknir. þegar menn eru á siðustu punktunum. Ég fyrir mitt leyti er ánægður með aðferðina okkar og tel spjaldskrána hafa sannað gildi sitt, en ég vil alls ekki útiloka punktakerfið heldur. Við biðjum óskar að segja okkur nánar af þessari spjald- skrá, hvers eðlis hún sé, og hversu margir ökumenn séu á henni. — Á spjaldskránni eru 34.-35.000 ökumenn,og hún er færð daglega, þannig að auðvelt er að fylgjast með þeim, sem gerast brotlegir i umferðinni, eða lenda i óhöppum. Á skrána eru eingöngu færð um- ferðarlagabrot, og hún er algjört trúnaðarmál iögreglunnar. Beztu áhrifinaf henni eru þegar þeir, sem fá árninningar, sjá að sér og koma ekki við sögu meir. En hinir eru lika margir. — Er þessi spjaldskrá fyrir Reykjavikurlögregluna eingöngu? — Já, en að sjálfsögðu sendum við upplýsingar úr henni um utanbæjarökumenn, sem gerast brotlegir i Réykjavikurum- ferðinni. — Það hefur ekki verið kerfis- bundið lagt að yfirvöldum að vinna slikar spjaldskrár um- ferðarbrota, sagði Ólafur W. Stefánsson, fulltrúi i dómsmála- ráðuneytinu við Timann i gær — en dómsmálaráðuneytið hefur orðið vart við, að þær hafa verið teknar upp i nokkrum umdæmum utan Reykjavikur, og telur þetta hafa áhrif til góðs, þvi að þetta veitir visst aðhald. Þetta kostar að visu vinnu og menn hafa möglað, það hljóta ailtaf að koma upp matsatriði i þessum efnum, en engu að siður er hér um gott mál að ræða. — Og hefur þá lögreglan rétt til þess að kveða upp úrskurð og svipta menn ökuleyfum? — Lögreglustjóri hefur það. Það eru ákvæði um það i lögum, að lögreglustjóri megi svipta menn ökuskirteinum, ef þeir uppfylla ekki sérstök skilyrði og i þeim tilfellum, sem hér um ræðir hlýtur réttmæti þess að hafa sannazt, ekki sizt, þegar um, ferðarlagabrjótar standast ekki þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra sem farartækjum stýra i umferðinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.