Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 05.11.2005, Qupperneq 20
Umsjón: nánar á visir.is Upprisa Þjóðviljans Margir veltu því fyrir sér hvort Þjóðviljinn sálugi hefði risið upp geðillur eins Glámur forðum daga, og borist landslýð óumbeðinn, eftir lesningu leið- ara Blaðsins þar sem hagnaður bankanna var skil- greindur í anda sósíalismans. Þar sagði m.a.: „Eftir situr almenningur sem hefur látið blekkjast af gylli- boðum um allt of há lán á allt of háum vöxtum – vöxtum sem líkjast engu sem gengur og gerist í hinum vestræna heimi.“ Hér er væntanlega ekki verið að tala um húsnæðisvexti sem bankarnir áttu sinn þátt í því að lækka um tuttugu prósent og færðu almenn- ingi – fasteignaeigendum á öllum aldri – mikla kjarabót. Íslenskur aðall Áfram heldur Blaðið: „Á sama tíma fitna bankarnir sem aldrei fyrr og leigja með reglulegu millibili heilu þoturnar til að sýna bestu við- skiptavinunum nýjustu afrekin í útlöndum. Jóna Jónsdóttir, fiskvinnslukona, er því miður ekki í þessum hópi þrátt fyrir að hún borgi samvisku- samlega af sínum húsnæðis- og neyslulánum sem hún verður að taka til að framfleyta sér. Það sama gildir um Pétur Pálsson bílstjóra. Þetta fólk situr heima á meðan íslenskur aðall situr kokteillboð bankanna.“ Stéttaskiptingin er enn í fullu gildi. Því má þó ekki gleyma að tekjur bankanna aukast fyrst og fremst á „kostnað“ útlendinga. Meirihluti rekstrartekna bankanna kemur innan skamms er- lendis frá. KB banki tekur mestan hluta sinna vaxtatekna þaðan. Hver hefði trúað því þegar einkavæðing bankakerfisins hófst haustið 1997? Og hver veit nema að Internasionall- inn fari að berast aftur um lönd og sæ þar sem sungið verður um íslensku víkingana sem beita okur- vöxtum í stað vopna. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.657 Fjöldi viðskipta: 325 Velta: 1.722 milljónir -0,23% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent milli mánaða í nóvember. Slæmt uppgjör Haga gæti hugsanlega aukið á hækkanir á matvælum. Á vaxtaákvörðunarfundi evrópska Seðlabankans (ECB) ákvað stjórn bankans að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 2,0 prósentum. Hafa stýrivextir því verið óbreyttir í nærri tvö og hálft ár eða síðan í júní 2003. Samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins dróst inn- flutningur án skipa og flugvéla sam- an í október um ríflega 20 prósent frá fyrri mánuði og nam um 21,5 milljörðum króna. 20 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 43,40 -0,20% ... Bakkavör 44,70 +0,50% ... FL Group 14,10 +0,40% ... Flaga 3,68 -5,60% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslandsbanki 15,20 -0,70% ... Jarðboranir 22,30 +1,40% ... KB banki 590,00 -0,30% ... Kög- un 54,30 +0,90% ... Landsbankinn 22,70 -0,90% ... Marel 63,80 -1,10% ... SÍF 4,28 +1,70% ... Straumur-Burðarás 13,95 +0,00% ... Össur 93,00 +2,80% Og fjarskipti +3,15% Össur +2,76% SÍF +1,66% Flaga -5,64% Atorka Group -1,75% Marel -1,09% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Rekstrarumhverfi Marels hefur aldrei veri› erfi›ara. Stjórnendur Marels eru þokkalega sáttir við afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi miðað við þær aðstæð- ur sem fyrirtækið býr við. „Við verðum að skila viðunandi afkomu í þessu umhverfi,“ segir forstjórinn Hörður Arnarson. „Þetta er erfið- asta rekstarumhverfi sem við höf- um starfað í,“ bætir hann við og vís- ar þar til mikillar styrkingar krón- unnar á árinu. Hagnaður Marels var um 380 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins sem var undir væntingum markaðarins. Hörður er mjög sáttur við sterk- an innri vöxt Marels en sala jókst um 13 prósent á milli ára. Hann áætlar að markaður með tækjabún- að fyrir matvælaiðnaðinn vaxi um 5-6 prósent á ári en helsti sam- keppnisaðili Marels, danska fyrir- tækið Scan Vægt, vex um eitt pró- sent. Stjórnendur Marels eru að kanna þann möguleika að stækka fram- leiðsluna og koma Ísland, Danmörk og Slóvakía þar til greina. Ákvörðun um slíkt mun liggja fyrir næstu ára- mót. Marel hefur leyfi til að stækka höfuðstöðvar sínar í Garðabæ um nokkur þúsund fermetra. Þrátt fyrir stífar hagræðingar- aðgerðir ætlar félagið ekki að segja upp starfsfólki hér á landi. Á er- lendum vígstöðum er mikil áhersla lögð á að snúa við rekstri Carnitech sem hefur verið erfiður. Búast stjórnendur Marels við því að ár- angur þeirra aðgerða fari að koma fram á seinni hluta næsta árs. - eþa Góður vöxtur við erfiðar aðstæður KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Stjórnendur easyJet vilja auka umsvif sín utan evrópska efnahags- svæ›isins. Stjórnendur breska lággjaldaflug- félagsins easyJet ætla að hækka hámarks eignarhlut sem má vera í eigu útlendinga. Samþykktir fé- lagsins kveða á um að aðilar utan Bretlands megi ekki eiga meira en 40 prósent í félaginu. Stendur vilji til að hækka þetta hlutfall í 45 prósent. Þetta kom fram í til- kynningu til bresku Kauphallar- innar í gær. Þar segir jafnframt að hlutur útlendinga í félaginu var um 40 prósent 31. október síðastliðinn. Þessi breyting eigi að auka svig- rúm hluthafa. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands 26. október kom fram að FL Group á 16,18 prósent í easyJet. Í tilkynningu frá easyJet kemur einnig fram að stjórnendur séu að skoða tækifæri til að auka umsvif sín utan evrópska efna- hagssvæðisins. Það yrði gert með því að selja sérleyfi til erlendra flugfélaga sem myndu þá fljúga undir merkjum easyJet sam- kvæmt ákveðnum skilmálum. Einnig segir að áðurnefndum takmörkunum um eignarhald út- lendinga í félaginu yrði haldið til streitu í öðrum löndum þar sem það er talið nauðsynlegt. Fl Group hefur verið að bæta við sig hlutum í easyJet undanfar- ið. Eru félagið annar stærsti hlut- hafinn í breska flugfélaginu á eft- ir aðaleiganda þess, gríska frum- kvöðlinum Stelios Haji-Iannou, sem á 16,6 prósent. Hann fer einnig með hlut fjölskyldu sinnar sem á samanlagt um 41 prósent. EasyJet er næststærsta lággjaldaflugfélag Evrópu á eftir Ryanair. – bg Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar stjórnarformanns Straums – Burðaráss, keypti í gær 4,2 pró- senta hlut í gríska fjariskipta- fyrirtækinu Forthnet. Á félagið nú 26,3 prósent í Forthnet sam- kvæmt erlendum fjölmiðlum og er stærsti hluthafinn. Novator gefur ekki upp kaup- verðið en grískir fjölmiðlar segja að félagið hafi keypt 700 þúsund hluti á um 7,5 milljónir evra. Mið- að við gengi evrunnar í gær nem- ur það 537 milljónum króna. Novator hefur fjárfest í fjar- skiptafyrirtækjum í Póllandi, Tékklandi, Búlgaríu og Finn- landi. – bg Dagsbrún hyggst tvö- falda umsvif sín á 18 til 24 mánu›um. Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Dagsbrúnar, sem hét áður Og fjar- skipti, segir að fjárfestingargeta félagsins sé allt að fimmtán millj- arðar króna. Hluthafar samþykktu á fimmtudaginn að auka hlutaféð um 1.200 milljónir króna að nafn- virði. Eiríkur segir stefnt að því að tvöfalda umsvif samstæðunnar á einu og hálfu til tveimur árum. Þegar stjórnendur Dagsbrúnar gerðu grein fyrir afkomu félagsins og framtíðarsýn á fimmtudaginn sagði Eiríkur að vöxturinn yrði að stórum hluta erlendis. Dagsbrún rekur Og Vodafone, Kall í Færeyj- um og 365 miðla, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. Aðspurður hvaða rekstrareiningar myndu helst vaxa sagði Eiríkur allar. Horft yrði til svæða í Norður- og Norðaustur-Evrópu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, sagði sóknarfæri í Færeyjum þar sem farsímanotkun þar væri ekki eins almenn og á Íslandi. Hagnaður Dagsbrúnar fyrstu níu mánuði ársins var 554 milljónir króna eftir skatta. Sölutekjur hafa aukist um 115 prósent. Innri vöxtur samstæðunnar milli tímabila var 21,3 prósent. Bæði greiningar- deildir Landsbankans og KB banka telja uppgjörið í takt við vænting- ar. Þórdís J. Sigurðardóttir var kjörin stjórnarformaður Dags- brúnar á fyrsta stjórnarfundinum og tekur við af Skarphéðni Berg Steinarssyni. Þórdís er eina konan sem er stjórnarformaður félags sem er skráð í Kauphöll Íslands. Auk hennar voru Árni Hauksson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Magnús Ármann og Vilhjálmur Þorsteinsson kjörin í stjórn. Gengi Dagsbrúnar hækkaði um 3,15 prósent í Kauphöllinni í gær. – bg EasyJet hyggst auka umsvif sín FLUGVÉLAR EASYJET Stjórnendur félagsins vilja selja sérleyfi til erlendra flugfélaga sem vilja fljúga undir merkjum easyJet. Á fjór›ung í Forthnet Fjárfestingargetan fimmtán milljar›ar HÖRÐUR ARNARSON HJÁ MAREL Rekstrarumhverfið er það erfiðasta sem Marel hef- ur glímt við vegna sterkrar krónu. Þrátt fyrir það er velta félagsins að aukast á milli ára. Fréttablaðið/GVA REKSTRARHAGNAÐUR* EINSTAKRA REKSTRAREININGA DAGSBRÚNAR Og Vodafone 850 P/F Kall 16,5 365 miðlar 348 Samstæða 1.215 *Tölur eru í milljónum króna og miðast við fyrstu níu mánuði ársins 2005 fyrir fjármagnsliði og skatta. 20-21 Viðskipti lesið 4.11.2005 18:56 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.