Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 24
5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR24
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
ANDLÁT
Árni Sighvatsson, Dyngjuvegi 17,
Reykjavík, lést á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi mánudaginn
31. október.
Gestur Bergmann Magnússon,
Laugabraut 21, Akranesi, lést á
Landspítala Fossvogi miðvikudag-
inn 2. nóvember.
JARÐARFARIR
13.00 Ásdís Björnsdóttir,
Ögmundarstöðum, Skaga-
firði, verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju.
13.30 Halldór Rafn Ottósson,
Egilsbraut 19, Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá
Þorlákskirkju.
13.30 Halldóra S.F. Thorlacius frá
Bæjarskerjum verður jarð-
sungin frá Hvalsneskirkju.
13.30 Sesselja Benediktsdóttir
verður jarðsungin frá Dal-
víkurkirkju.
14.00 Friðbjörg Midjord, Fellsási,
Breiðdal, verður jarðsungin
frá Heydalakirkju.
14.00 Hjálmdís Sigurást Jóns-
dóttir, Ytri Höfða, Stykkis-
hólmi, verður jarðsungin frá
Stykkishólmskirkju.
14.00 Ingibjartur Antonsson, Hlíf
II, Ísafirði, verður jarðsung-
inn frá Ísafjarðarkirkju.
14.00 Magnea Karlsdóttir, Borg-
arhrauni 30, Hveragerði,
verður jarðsungin frá
Hveragerðiskirkju.
14.00 Steingerður Jóhannsdóttir
frá Brekku, Vestmannaeyj-
um, verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmanna-
eyjum.
14.00 Valdimar Bernódus Ottós-
son, Dalbraut 46, Bíldudal,
verður jarðsunginn frá
Bíldudalskirkju.
MERKISATBURÐIR
1848 Fyrsta íslenska fréttablaðið,
Þjóðólfur stjórnmála- og
fréttablað, hefur göngu sína
í Reykjavík.
1913 Lúðvík III verður konungur
Bæjaralands.
1930 Sinclair Lewis hlýtur bók-
menntaverðlaun Nóbels.
1946 John F. Kennedy er kosinn í
embætti forseta Bandaríkj-
anna.
1960 Ásgrímssafn er opnað í húsi
Ásgríms Jónssonar listmál-
ara við Bergstaðastræti.
1993 Fjöldi fólks bíður á Snæ-
fellsjökli eftir að geimverur
lendi klukkan 21.07.
1996 Skeiðarárhlaup hefst og
stendur í þrjá daga. Þetta er
mesta hlaup á tuttugustu
öld.
ROBERT MAXWELL (1923-1991) LÉST
ÞENNAN DAG.
„Helst af öllu vildi ég að fundin yrði upp
leið til að kenna ungum sem öldnum mun-
inn á réttu og röngu.“
ROBERT MAXWELL VAR YFIRMAÐUR Í
BRESKA HERNUM OG SÍÐAR ÞING-
MAÐUR OG BLAÐAÚTGEFANDI. EFTIR
LÁT HANS KOM Í LJÓS AÐ HANN HAFÐI
DREGIÐ SÉR TÖLUVERT FÉ.
Leonard Slye, sem síðar varð
þekktur undir nafninu Roy Rogers,
fæddist þennan dag árið 1911 í
Cincinnati í Ohio. Rogers kom til
Hollywood árið 1920 og starfaði
þá við ávaxtatínslu.
Snemma á fjórða áratugnum
gekk hann til liðs við sönghópinn
Uncle Tom Murray‘s Hollywood
Hillbillies, sem söng fyrst í útvarp
árið 1931. Annar sönghópur sem
Rogers söng með var fenginn til
að leika í ódýrum vestra og upp
frá því fékk Rogers æ stærri hlut-
verk í bíómyndum. Hann heillaði
lýðinn ásamt hesti sínum Trigger
og mótleikkonu Dale Evans og
varð brátt einn af tíu launahæstu
leikurum Hollywood. Þegar
eiginkona Rogers lést árið 1946
giftist hann mótleikkonu sinni
Dale Evans.
Rogers var einnig með vinsæl-
an útvarpsþátt, The Roy Rogers
Show, sem var breytt í sjónvarps-
þátt árið 1951. Hann varð einn
auðugasti maður Hollywood og
átti fasteignir, nautgripi, hesta,
ródeósýningu og veitingastaða-
keðju. Roy Rogers lést árið 1998.
ÞETTA GERÐIST> 5. NÓVEMBER 1911
Kúrekinn Roy Rogers kemur í heiminn
ROY ROGERS
Í tilefni af fimm ára afmæli
verslunarmiðstöðvarinn-
ar Glerártorgs hófst hátíð
í gær sem stendur í rúma
viku, til 13. nóvember næst-
komandi. Boðið verður upp
á skemmtiatriði fyrir unga
og aldna auk þess sem mörg
spennandi afmælistilboð
verða í gangi.
Báða laugardagana 5. og
12. nóvember verður hátíð-
ardagskrá á Glerártorgi og
stíga þar fram á svið til að
mynda Óskar Pétursson,
Ellen Kristjánsdóttir og
Eyþór Gunnarsson. Hljóm-
sveitin Í fínu formi spilar
nokkra tóna, svo og Sixties.
Atriði verða sýnd úr kabar-
ett Freyvangsleikhússins og
boðið verður upp á afmælis-
köku svo fátt eitt sé nefnt.
Efnt verður til Sing-
Star-keppni og krakkar fá
að prufukeyra Snowmoto-
sleða. Þá verður sett upp
sýning með ljósmyndum
frá byggingartíma og opnun
Glerártorgs.
Afmælishátíð
Glerártorgs
Á FALLEGUM DEGI Mikil hátíðardag-
skrá verður á Glerártorgi í dag.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan Edda Andrés-
dóttir birtist landsmönnum
fyrst á sjónvarpsskjánum
fyrir þrjátíu árum. „Þetta
eru eins og tveir heimar,
það hefur svo mikið breyst,“
segir Edda um muninn á
sjónvarpi nú og þá. „Þá var
ekkert sjónvarp á fimmtu-
dögum, það var ekki sent út
í lit og sumarlokanir tíðk-
uðust,“ segir Edda, sem var
blaðamaður á Vísi sáluga
þegar hún tók sitt fyrsta
viðtal í mynd.
„Ég hafði tekið viðtal við
Ólaf Ragnarsson, sem þá var
fréttamaður á sjónvarpinu.
Þá var í gangi fréttaþáttur
sem að mig minnir hét Kast-
ljós sem fréttamenn sjón-
varps sáu um en kölluðu til
liðs við sig fjölmiðlafólk af
blöðunum,“ útskýrir Edda
en hún var heldur betur til í
að spreyta sig þegar Ólafur
gaf henni tækifæri á að taka
viðtal fyrir þáttinn. Reynd-
ar vildi svo illa til að við-
talið sem Edda átti að taka
bar upp á kvennafrídaginn.
Þrátt fyrir að freistingin
væri mikil ákvað Edda að
sýna konum samstöðu og
fékk að taka viðtalið viku
síðar. „Ég man að einhvern
tíma um miðbikið var við-
talið stöðvað, en það var
tekið upp, og mér var bent á
að það væri betra að brosa
ekki svona mikið,“ segir
Edda og skellir upp úr. „Það
er síðan fyndið að þegar
ég byrjaði í útvarpinu í lok
áttunda áratugarins í þætti
sem hét Í vikulokin hló
ég og það þóttu tíðindi og
heilmikið mál,“ segir Edda
glaðlega en á þessum tíma
voru miklir umbrotatímar
í útvarpi og beinar útsend-
ingar að hefjast.
Edda var í viðtali í Kast-
ljósi í vikunni til að kynna
nýútkomna bók sína um
Auði Eir Vilhjálmsdóttur en
áðurnefndur Ólafur Ragn-
arsson gefur einmitt þá bók
út líkt og bók Eddu um Auði
Laxness á sínum tíma. Í
þættinum var farið stuttlega
yfir feril Eddu í sjónvarpi.
„Ég var hálf hissa á því
að þessu barni skyldi vera
hleypt mikið lengra,“ segir
hún hlæjandi. „Ég hefði
sett spurningarmerki við
hana og mesta furða hvað
úr þessu hefur ræst,“ segir
Edda, sem finnst enn mjög
skemmtilegt í sjónvarpinu.
„Ég skal alveg viðurkenna
það að mér hefur aldrei þótt
leiðinlegt,“ segir hún kímin.
Edda segir að þrátt fyrir
að hún hafi fest rækilega í
fréttasætinu útiloki hún ekki
að prófa eitthvað annað. „Ég
myndi þó fara mjög treg-
lega úr þessu fréttasæti,“
segir hún enda ávallt líflegt
í beinni útsendingu þar sem
allt getur gerst. „Við erum
alltaf á tánum,“ segir Edda
enda mikið um að vera þessa
dagana með tilkomu nýrrar
fréttastöðvar.
Edda er mikill bókaormur
og má segja að bókmenntir
séu hennar aðaláhugamál
enda eru ávallt um tuttugu
bækur á náttborðinu á hverj-
um tíma. En ætlar hún að
vera á skjánum um ókomna
tíð? „Ég veit það ekki,“ segir
hún og hlær sínum smitandi
hlátri. „Ég hef í það minnsta
ekkert hugsað mér til hreyf-
ings.“
EDDA ANDRÉSDÓTTIR: Í 30 ÁR Á SKJÁNUM
Brosti of mikið í sjónvarpi
og hló í útvarpinu
ALDREI LEIÐINLEGT Edda hefur ekki hugsað sér að hætta á skjánum á næstunni enda hefur henni alltaf þótt starfið skemmtilegt.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAKLAUS OG SÆT Edda var blaðamaður á Vísi árið 1975 þegar þessi mynd
var tekin. „Ég var hálf hissa á því að þessu barni skyldi vera hleypt mikið
lengra,“ segir Edda um sjálfa sig á þessum árum.
Art Garfunkel
söngvari er 64 ára.
Þorgerður Ingólfs-
dóttir kórstjóri er
62 ára.
Helga Braga Jóns-
dóttir leikkona er
41 árs.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1885 Will Durant
rithöfundur.
1913 Vivien Leigh
leikkona.
Sími 460 1760
johann@isi.is
www.steinsmidjan.is