Fréttablaðið - 05.11.2005, Síða 34
[ ]
Subaru Forester er lipur í
akstri og vel hannaður.
Subaru Forester hefur áunnið sér
vinsældir hér á landi sem ekki er
skrítið. Í landi þar sem allra veðra
er von er gott að vera á fjórhjóla-
drifnum bíl. Hann er líka lipur og
öruggur í akstri innanbæjar sem
utan.
Sú gerð sem blaðamaður
reynsluók á dögunum er talsvert
endurnýjuð gerð af Subaru For-
ester sem kom hingað á markað
í haust. Bíllinn hefur verið tek-
inn í gegn útlitslega og það er vel
heppnað. Hann er heldur töffara-
legri en áður.
Þegar inn í bílinn er komið er
einfaldleikinn allsráðandi. Mæla-
borðið er stórt og læsilegt, öll
hönnun einföld og virkar vel. Ekki
er verið að drekkja manni í óþarfa
tækni. Geymslurými eru mörg og
ágætlega góð. Sætin eru þægileg
og hæfilega stór. Í mörgun nýjum
bílum eru sætin svo risastór að
þau virðast hönnuð fyrir risa
og ágætt að sleppa við það hér.
Plássið er samt fínt. Aftursæti má
leggja niður til að stækka farang-
ursrými sem alla jafna er ekkert
sérlega stór, að minnsta kosti ef
öll fjölskyldan er ferðalagi.
Bílinn reyndist mjög vel í
akstri jafnt innanbæjar sem utan.
Hann er lipur og fólksbílalegur í
akstri, enda er Subaru Forester
nær fólksbíl að stærð en jepplingi.
Hann er til dæmis ekki sérlega
hár.
Á vegum úti var hann hinn
traustasti. Prófuð var sjálfskipt
gerð af bílnum og verður reynd-
ar að segjast að maður finnur
talsvert fyrir gírskiptinginum.
Hins vegar er líka óhætt að segja
að bíllinn liggur vel á vegi og er
þægilegur á þjóðvegunum.
Í heildina er Subaru Forester
traustur bíll sem hentar vel minni
fjölskyldum og þeim sem hlaupa
ekki á eftir óþarfa glæsileika en
vilja öruggan bíl.
eiga það til að fyllast af drasli. Sérstaklega þegar börn eru mikið í
bílunum. Það getur verið sniðugt að vera með ruslapoka í bílnum
og setja tómar fernur og bréf beint í hann. Þá er fljótlegra að þrífa
bílinn heldur en þegar ruslið er út um allt.
Fjölskyldubílar
Rými fyrir bílstjóra er þægilegt.
Lögun ljósanna gefur bílnum sportlegt útlit.
Farangursrýmið er stækkanlegt því hægt er að leggja niður aftursætin.
Einfaldur og þægilegur bíll
Subaru Forester er sportlegur á að líta og traustur í akstri.
Glasahaldarinn fyrir bílstjórann er skemmti-
lega útfærður.Einföld og nytsamleg hönnun.
Mælaborðið er sérlega læsilegt.
Stýrið er þægilegt. Stefnuljós er í speglinum.
REYNSLUAKSTUR
VÉL:
2 lítrar
Afl: 158 hestöfl
lengd x breidd x hæð
4,48m x 1,74m x 16cm
Verð: 2.550.000
VÖRUBÍLAVARAHLUTIR
SCANIA, VOLVO OG MAN
G.T. ÓSKARSSON EHF
VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 554 6000
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd
Simi. 894 2737 www.ovs.is