Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 36

Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 36
 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR4 Flestir ökumenn þekkja þá óþægilegu tilfinningu að missa stjórn á bíl í hálku. Þá getur skipt sköpum að bíllinn sé rétt búinn og að ökumaður viti hvað þarf til að ná stjórn á honum aftur. „Fyrst af öllu er mikilvægt að þrífa allan snjó af bílnum svo að útsýni sé eins gott og hægt er. Ekki má gleyma að hreinsa af ljósunum,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir ökukennari. „Þá er nauðsynlegt að bíll- inn sé á vel mynstruðum dekkj- um. Það er ekki skylda að vera á negldum dekkjum en þeir sem velja það verða þá að hafa öll dekk bílsins negld. Margir halda að nagladekk stöðvi á punktinum en svo er ekki.“ Sífellt fleiri bílar eru búnir læsivörðum ABS bremsum. „ABS bremsur koma í veg fyrir að hjól- in læsist og því getur maður stýrt bílnum. Ef hjólin læsast rennur maður bara stjórnlaust. Stíga verður fast og ákveðið á ABS bremsur til að þær virki. ABS er mikill lúxus en þýðir ekki endi- lega að hægt sé að stoppa á punkt- inum,“ segir Hrönn og bætir við að á bíl með venjulegar brems- ur sé lykilatriði að forðast allar snögg- og nauðhemlanir og gefa sér tíma til að hægja á bílnum. Hrönn segir veturinn frábæra árstíð. „Mér finnst gaman að ferð- ast í jeppa og fara út að labba. Það er samt gott að hafa í huga að veg- grip minnkar í snjó, hálku, slabbi og bleytu, en veggrip er mikil- vægt fyrir stjórnun bílsins. Það er nauðsynlegt að miða akstur alltaf eftir yfirborði vegar, veðri og ástandi bílsins,“ segir Hrönn. Algengt er að bílar renni til vegna snöggrar bremsunar, snöggrar beygju eða mikillar inngjafar. „Ef framendinn fer að skrika í beygju stígur maður kúplingunni niður og snýr stýrinu rólega til baka. Þegar réttri stefnu er náð lyftir maður fætinum hægt af kúplingunni. Ef það er afturendinn sem skrikar stígur maður á kúplinguna, snýr stýrinu í átt að afturendanum og snýr því svo til baka þegar bíllinn leiðréttist. Þegar réttri stefnu er náð lyftir maður svo kúplingunni rólega.“ Hrönn segist mæla með því að ökumenn á öllum aldri, sem eru óöruggir í hálkuakstri, kaupi sér ökutíma og rifji upp eða fái þjálf- un í snjó- og hálkuakstri. „Svo má ekki gleyma því að hafa gott bil á milli bíla og gefa sér meiri tíma til að komast á milli staða,“ segir Hrönn að lokum. ■ Læst hjól – stjórnlaus bíll Hrönn Bjargar Harðardóttir ökukennari mælir með að fólk kaupi sér ökutíma til að æfa akstur í snjó og hálku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óhöppin gera ekki boð á undan sér og því gott að vera við öllu búinn og geta brugðist rétt við. BÍLSTJÓRAR - HÆTTIÐ AÐ PRÍLA! RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 Njarðarbraut 15 • Reykjanesbær • S: 421 2999 • Fax: 421 2090 Netfang: nysprautun@nysprautun.is www.nysprautun.is Viðurkennt CABAS-verkstæði Alhliða réttingar og sprautun Þrautreyndir starfsmenn Cabas tjónaskoðunarkerfi Þjónustuaðili Heklu Skemmuvegur 46 • 200 Kópavogur S. 557 1430 & 587 1430 • Fax: 567 0087 Netfang: jonasar@jonasar.is www.kliptrom.is KT jeppa & útivistarverslun S:466-2111 Pallhús loftdælur skriðgírar ferðabúnaðurBestu dekkin í USA 8 ár í röð Almennar bílaviðgerðir Fjölmörg kostaboð eru í gangi núna eins og sést á eftirfarandi upptaln- ingu. Um helgina efnir Brimborg til stór- sýningar og kynnir nýjan Ford F150 á lægra verði en áður. Undanfarið hefur verð á öllum fjórhjóladrifs- bílum lækkað hjá Brimborg vegna hagstæðs gengis og góðs samnings við Ford. Þá hefur Ingvar Helgason lækkað verðið á Nissan Patrol um 200.000 krónur. Ástæðan er hagstætt gengi á síðustu sendingu sem skilar sér beint í vasann til neytenda. Toyota lækkaði líka nýlega alla sína bíla um 4-5%, þar með talda Lexus- bílana. Loks eru vaxtalausir dagar hjá Bíla- landi B&L nú um helgina. Fjöldi not- aðra bíla býðst á 100% vaxtalausu láni til allt að 48 mánaða, auk þess sem lántökukostnaður er enginn. tilboð } Hagstæð bílakaup NÚ VIRÐIST GÓÐUR TÍMI TIL AÐ ÍHUGA BÍLAKAUP, HVORT SEM NÝR EÐA NOTAÐUR BÍLL ER Á INNKAUPA- LISTANUM.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.