Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 37
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2005 5
Það er einfalt en nauðsynlegt
að fylgjast með ástandi frost-
lagar.
Allir vita að frostlögur er nauðsyn-
legur í kælivatn bifreiða til að það
frjósi ekki og skemmi vélina. Hitt er
ekki síður mikilvægt að rétt bland-
aður frostlögur ryðver líka og ver
innviði kælikerfisins fyrir tæringu.
Því ættu bíleigendur að vera með
rétt blandaðan frostlög allt árið um
kring.
Herbert Herbertsson hjá tækni-
sviði Esso segir að frostlögur sé
ekki bara frostlögur lengur. „Frost-
lögur er nú framleiddur í nokkrum
flokkum. Gerðar eru sérkröfur fyrir
ýmsar tegundir af bílum og tækjum
auk þess sem lögurinn endist mis-
lengi.“ Herbert segir best að blanda
frostlegi til helminga við vatn og
þannig endist hann í tvö til fimm ár
eftir tegundum. Alls ekki megi nota
hitaveituvatn.
„Með helmingsblöndun þolir
kælivökvinn 37° frost en sé hann not-
aður óblandaður þolir hann aðeins
14° frost fyrir utan að kæligeta kerf-
isins minnkar. Það ætti því aldrei
að nota frostlög óblandaðan,“ segir
Herbert. „Flestir vélaframleiðendur
mæla með því að skipt sé um frost-
lög annað hvert ár. Ef kælivökvinn
er orðinn gruggugur á hins vegar að
skola strax úr kælikerfinu og hreinsa
það með vatnskassahreinsi. Síðan er
sett helmingsblanda á það aftur.“
Fyrir þá sem eru ekki með það á
hreinu hvernig blanda er á kælikerfi
bíla þeirra er hægt að láta mæla það
á bensínstöðvum. Reynist vökvinn
ekki blandaður rétt er best að tæma
kerfið alveg og setja nýja blöndu á
það. Mismunandi frostlögstegundir
geta nefnilega þolað hvor aðra mjög
illa og dregið úr verndunarmætti
blöndunnar. ■
Frostlögur er ekki bara frostlögur
Eitt af því mikilvægasta sem bíleigendur
gera að vetri er að fylgjast með frostlegi.
Norska fyrirtækið NDF framleiðir
sokka sem ætlað er að létta bílstjór-
um lífið í hálku. Sokkarnir eru þó
ekki fyrir bílstjórana sjálfa heldur
bílinn. Þeir eru settir utan um hjól-
barðana líkt og keðjur og eykst þá
veggrip í snjó og hálku til muna. Hjá
NDF staðfhæfa menn að sokkarnir
gefi meira grip en keðjur.
Sökum góðrar reynslu, niðurstaðna
úr prófunum og þess hversu einfalt
er að setja sokkana á, hefur sala
þeirra aukist mjög hratt í þeim tólf
löndum sem þeir fast í. Samkvæmt
vef FÍB fást sokkarnir ekki hérlendis
en í nágrannalöndum okkar kosta
þeir á milli átta og tíu þúsund
íslenskar krónur.
Sokkar í stað
nagladekkja?
Peugeot-veisla
um helgina
FRÖNSK FRUMSÝNING HJÁ BERN-
HARD Í VATNAGÖRÐUM.
Um helgina verða frumsýndir tveir
bílar hjá Bernhard í Vatnagörðum.
Fyrst ber að nefna Peugeot 1007
smábílinn sem sló í gegn í EuroNC-
AP árekstrarprófinu og fékk bestu
mögulegu einkunn eða 5 stjörnur í
framan- og hliðarárekstarprófi og er
þar með fyrsti smábíllinn sem nær
hámarkseinkunn upp á 36 punkta.
Meðal öryggisbúnaðar í þessum vel
búna smábíl má nefna að ESP stöðug-
leikakerfi og EPD átaksdreifing á
hemlum er staðalbúnaður.
Rafstýrðu rennihurðirnar gera Peugeot
1007 svo að frumlegasta ljóninu – ýtt
er á einn takka og hurðirnar opnast að
miklu innanrými og háum sætum.
Hinn bíllinn sem frumsýndur verður er
Peugeot 307 en línan hefur fengið nýtt
útlit. Stærsta útlitsbreytingin er stór
loftrist að framan og „dýrsleg“ framljós
sem eru í takt við nýja hönnunar-
stefnu Peugeot.
Nýja línan býður upp á tvær nýjar
vélartegundir: leiftursnögga 2ja lítra
140 hestafla bensínvél og 1,6 lítra 90
hestafla dísilvél sem eyðir litlu og er
einstaklega hljóðlát. Nýr Peugeot 307
fæst sem 3/5 dyra, skutbíll, SW - fólks-
bíll með útsýnisþaki úr gleri og CC.
Í dag er opið hjá Bernhard Vatnagörð-
um kl. 12-16 og á morgun kl. 13-16.
Peugeot 1007 er sannarlega óvenjulegur
smábíll.
hjólbarðar}
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI