Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 49

Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 49
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2005 Loftþrýstingur er nú að jafn- aði tilfærður í einingu sem nefnist hektópaskal eða hPa og er hún hluti af alþjóðlega ein- ingakerfinu SI. Ástæða þess að forskeytið hektó- er notað er sú að eitt hPa er sama og eldri eining, millibarinn (mb), þannig að 1000hPa eru 1000mb. Þrýsti- tölur í textanum hér á eftir eru því hinar sömu hvort sem við tölum um hPa eða mb. Milli- barinn er hluti af eldra eininga- kerfi, svokölluðu cgs-kerfi þar sem sentimetri (cm), gramm (g) og sekúnda (s) voru grunnein- ingar, en ekki metri (m), kíló- gramm (kg) og sekúnda sem eru í SI-kerfinu. Dýpsta lægðin 919,7 hPa Þegar talað er um loftþrýsting í sambandi við dýpt lægða eða þrýsting í öðrum veðurkerf- um er ætíð átt við þrýsting við sjávarmál. Lægsti þrýstingur við sjávarmál sem vitað er um hér á landi, og þar með dýpsta lægð sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust, mældist í Vestmannaeyjum 2. desember 1929 kl. 9.20 og var 919,7 hPa. Svo vel vildi til að Gunnar Þ. Jónatansson athugunarmaður mældi þrýstinginn á 10 mínútna fresti um það bil sem hann var lægstur. Loftvogin á Stórhöfða var talin í 122 m hæð yfir sjávar- máli og því er hæðarleiðrétting nokkur. Samanburðarathuganir gefa til kynna að loftvogin sem í notkun var hafi verið nokkuð rétt og leiðréttingartöflurnar sömuleiðis. Hvassviðri truflar þrýstingsmæl- ingar Annað atriði truflar þó þessa mælingu nokkuð. Ofsarok var af austri og síðar suðaustri þennan morgun. Mikil hvassviðri valda minniháttar sveiflum í loftþrýst- ingi vegna sogs í húsum auk þess sem athugunarstöðin er á höfða eins og nafnið bendir til og loftið þarf að lyftast yfir hann eða framhjá honum. Höfðinn verkar því í hvassviðri á svip- aðan hátt og flugvélarvængur, loftið þarf að fara lengri leið en ella og þrýstingur fellur því við yfirborð hans eins og við efra borð vængja og er lægri þar en umhverfis. Í miklum vindi geta þessi áhrif verið umtalsverð. Leiðréttingar Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur reiknaði á sínum tíma hver þessi lækkun ætti að vera við mismunandi vindhraða. Með nákvæmri athugun á veðurkort- um áætlaði hann síðan þrýsting í Vestmannaeyjum út frá bæði vindi á svæðinu og þrýstingi og þrýstibreytingum á öðrum nálægum stöðvum. Áætlað- ur þrýstingur var þá borinn saman við athugaðan þrýst- ing og mismunur athugaður. Í ljós kom að mismunurinn var raunverulega háður vindhraða, en þó var hann ívið minni en hin fræðilega lækkun gaf til kynna. Þessi þrýstileiðrétting Páls er nú notuð við greiningu á veðurkortum á Veðurstofunni og reyndar nota fáeinar erlend- ar veðurstofur hana líka. „Réttur“ þrýstingur 923,6 hPa Í desember 1929 var enginn vindhraðamælir til í Vest- mannaeyjum og vindur kl. 8 um morguninn áætlaður 11 vindstig eða 30 m/s. Hafi sami vindur eða svipaður verið kl. 9.20 þegar loftþrýstingur mældist lægst- ur, ætti leiðrétting samkvæmt töflu Páls að vera um 3,9 hPa. „Réttur“ þrýstingur hafi því verið 923,6 hPa. Þetta væri samt lægsti þrýstingur við sjávarmál á Íslandi. Rúmum þremur árum síðar (3. janúar 1933) mældist þrýstingur í Vestmannaeyjum 923,9 hPa. Enn dýpri lægðir Allt fram til 1986 var metið frá 1929 talið lægsti þrýstingur á norðurhveli utan hitabeltisins. Í desember það ár mældust 920 hPa á bauju fyrir suðvestan land, en hún var ekki forrituð til að senda lægri þrýsting. Lægð- in sú er talin hafa verið 914 hPa í lægðarmiðju. Ámóta lægð eða jafnvel dýpri var á ferðinni fyrir sunnan og suðaustan land í janúar 1993 og er talið að þrýst- ingur í lægðarmiðju hafi verið 910 hPa eða lægri. Trausti Jónsson, veðurfræðingur HVAÐAN ER NAFNIÐ Á SPRENGISANDI KOMIÐ? Örnefnið Sprengisandur er að minnsta kosti þekkt frá 1476 (elsta handrit frá 1820-30), úr dómi um Holtamanna- og Land- mannaafrétt, þar sem segir: „millum Túnár og Spreingis- ands“ (Ísl. fornbréfasafn VI:81). Sandurinn er vafalaust kenndur við örnefnið Sprengir sem var líklega slétt sandsvæði, vestur af sunnanverðu Fjórðungsvatni (Landið þitt Ísland IV:147-150). Þar hafa menn riðið svo hratt að legið hefur við að hestar væru sprengdir. Sprengir er til sem sendið valllendi á Skeiðum í Árnes- sýslu þar sem eru góðar reið- götur og var áður hluti gamla vegarins. Nafnið er víðar að finna. Í Arnarbæli í Grímsnesi er klettabelti eða klettarani sem kallast Sprengir. Þar nærri eru Sprengirsflatir sem talið er að hafi verið leikvöllur til forna. Sprengir er stór slétta í túninu í Ögri við Ísafjarðardjúp. Sagt er að fyrr á öldum hafi ungir menn hlaupið svo við leiki þar að þeim lá við að sprengja sig. Sprengir er einnig í Hellis- holtum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og í Fjósum í Mýr- dal í Vestur-Skaftafellssýslu. Sprengisandur er örnefni á Geirlandi á Síðu þar sem oft var sprett úr spori, og á Sprengi- sandi á Hamarsheiði í Gnúp- verjahreppi í Árnessýslu var oft riðið hratt. Örnefnið er einnig þekkt á Búlandsseli í Vestur- Skaftafellssýslu, í Skálmarbæ í Álftaveri og í Grindavík. Svavar Sigmundsson, forstöðumaður Örnefnastofnunar Hvað var dýpsta lægð Íslandssögunnar djúp? VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn- ast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvað eru deilitegundir, hvað þýðir orðið Hvítserkur, hvað er mikill straumur í einni eldingu, hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku, hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent, og hvað er kjörþögli? Hægt er að lesa svör við þessum spurning- um og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.