Fréttablaðið - 05.11.2005, Síða 62
5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR46
menning@frettabladid.is
! Kl. 19.00Grasrótarsýningu ungra
myndlistarmanna í
Nýlistasafninu lýkur með
því að efnt verður til
útgáfupartís í tilefni
sýningarlokanna og útgáfu
Grasrótarritsins.
> Ekki missa af ...
... tónleikum
djassklúbbsins Múlans í
Þjóðleikhúskjallaranum annað
kvöld, þar sem eistneska
söngkonan Margot Kiis flytur
sígrænar djassperlur.
... tónleikum þeirra Bryndísar
Höllu Gylfadóttur sellóleikara
og Eddu Erlendsdóttur
píanóleikara í Laugarborg í
Eyjafirði á morgun.
... Hvíldardagskvöldi á Grand
Rokki annað kvöld þar sem
sýndar verða heimildarmyndir
og einstæðar tónleikaupptökur
með Bob Dylan.
Tveir Þjóðverjar ætla
sér að gera Flateyri að
miðpunkti alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar. Fyrsta
atlagan var gerð um síðustu
helgi.
„Þegar Robert Redford byrjaði með
Sundance-kvikmyndahátíðina sína
var Timphaven líka mjög afskekkt-
ur staður. Ef við getum gert Flateyri
að þó ekki væri nema broti af því
sem Sundance er, þá höfum við náð
árangri,“ segir þýski kvikmynda-
gerðarmaðurinn Joachim Polzer.
Um síðustu helgi var hann stadd-
ur á Flateyri ásamt félaga sínum,
Norbert Pintsch. Þeir sýndu þar
heimildarmyndina Thatta Kedona,
þriggja tíma mynd sem fjallar um
leikfangaþorp í Pakistan og starf
vestrænna sjálfboðaliða sem hafa
aðstoðað þorpsbúa við að afla sér
lífsviðurværis með leikfangagerð.
„Við ætlum að verða árlegir
gestir á Flateyri. Þar verður alþjóð-
leg heimildarmyndahátíð í tengsl-
um við heimildarmyndahátíðina
Globians í Potsdam í Þýskalandi,
sem við höfum skipulagt undanfar-
in ár,“ segir Polzer.
En hvers vegna skyldu þeir hafa
valið Flateyri? Þeir segja að hægt
sé að skipuleggja kvikmyndahá-
tíð hvar sem er í heiminum, en
þeir þekkja svolítið til á Flateyri.
Pintsch hefur komið þangað áður
ásamt eiginkonu sinni. Það var árið
1999 þegar þau gáfu nærri hundrað
brúður frá 23 löndum til Flateyrar.
Síðan þá hefur Brúðusafnið á
Flateyri dregið að sér nokkurn hóp
ferðamanna á hverju ári, og beint
lá við að sýningin á heimildar-
myndinni færi fram í húsakynnum
Brúðusafnsins.
Pintsch er einn af vestrænu
sjálfboðaliðunum sem fjallað er
um í heimildarmyndinni Thatta
Kedona. Hann hefur einnig í hyggju
að aðstoða íbúa á Vestfjörðum til
þess að afla sér lífsviðurværis með
brúðugerð, rétt eins og hann hann
hefur gert í Pakistan.
„Við ætlum að koma því svo
fyrir að brúður frá Vestfjörðum
verði fáanlegar í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og víðar. Þetta verða
vandaðar brúður, ekki fjöldafram-
leiddar. Þær verða kannski dýrari,
en aðalatriðið er að þær verða fáan-
legar.“
Þeir fóru akandi til Flateyrar,
hafa engan áhuga á því að auðvelda
sér lífið um of með því að fara flug-
leiðis. „Bara ökuferðin var mikið
ævintýri,“ segir Polzer og brosir
breitt.
„Okkur finnst einmitt nauðsyn-
legt að vera á afskekktum stað,“
segir Pintsch. „Það er hluti af því
sem heillar við hugmyndina, að fólk
geti kannski þurft að vera þarna í
eina viku innilokað vegna veðurs.“
NORBERT PINTSCH OG JOACHIM POLZER Þeir ætla að hefja Flateyri til vegs og virðingar
með alþjóðlegri heimildarmyndahátíð og vandaðri brúðugerð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Tóku stefnuna á Flateyri
Minningartónleikar um séra Árna Berg Sigurbjörns-
son verða haldnir í Áskirkju í dag klukkan sautján.
Á tónleikunum flytur kór Áskirkju íslensk lög,
ýmist ættjarðarlög eða kirkjulega kórtónlist. Ein-
söngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarson, Hallveig
Rúnarsdóttir, Jóhönna Ósk Valsdóttir og Oddný
Sigurðardóttir koma einnig fram og verða á íslensk-
um nótum. Þau eru öll fyrrverandi og núverandi
meðlimir í kór Áskirkju. Stjórnandi og píanóleikari er
Kári Þormar.
Kór Áskirkju var stofnaður í núverandi mynd
haustið 2001 en í honum eru um 20 tónlistar-
menntaðir söngvarar sem hafa flestir verið með frá
upphafi. Nú fyrir skömmu gaf kórinn út geisladiskinn
Það er óskaland íslenskt, sem hefur hlotið einróma
lof gagnrýnenda, og var tilnefndur til íslensku tón-
listarverðlaunanna sem plata ársins í flokki sígildrar
og samtímatónlistar. Kórinn hefur haldið fjölda tón-
leika í Reykjavík og nágrenni og fór í tónleikaferð um
Norðurland síðastliðið sumar.
Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson þjónaði sem
sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli frá 1972 til 1980
og í Ásprestakalli í Reykjavík frá 1980. Hann lést 17.
september síðastliðinn. Kór Áskirkju átti alla tíð ein-
staklega gott samstarf við séra Árna Berg og vill sýna
þakklæti sitt með þessum minningartónleikum.
KÓR ÁSKIRKJU
Kórinn minnist séra Árna
Stóra svið
Salka Valka
Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/11 kl. 20
Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20
Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20
Woyzeck
Í kvöld kl. 20 Rauð kort
Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá
kort Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20
Kalli á þakinu
Su 6/11 kl. 14 UPPSELT Su 13/11 kl. 14
Su 20/11 kl. 14 Lau 26/11 kl. 14
Su 27/11 kl. 14
Id - HAUST
Wonderland, Critic ´s Choice?
og Pocket Ocean
Su 6/11 kl. 20 Su 13/11 kl. 20
Su20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20
Aðeins þessar sýningar!
Nýja svið/Litla svið
Lífsins tré
Í kvöld kl. 20 Fi 10/11 kl. 20
Fö 11/11 kl. 20 UPPSELT Fö 18/11 kl. 20
Lau 19/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20
Alveg brilljant skilnaður
Su 6/11 kl. 20 UPPSELT
Su 13/11 kl. 20 UPPSELT
Su 20/11 kl. 20 UPPSELT
Su 27/11 kl. 20 UPPSELT
Má 28/11 kl. 20 AUKASÝNING
Síðustu sýningar!
Manntafl
Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/10 kl. 20
Fi 24/10 kl.20
Miðasala á netinu
Einfalt og þægilegt er að kaupa leikhúsmiða á
heimasíðu Borgarleikhússins
www.borgarleikhus.is Þar er einnig að finna ým-
san fróðleik um verkin sem sýnd verða í vetur.
��������
�������
���������������������
�� � � �
������
����������
����
����������
��� ����
������
�����
����������������������������������������������������������������������� �����������
�
��
����������������������������
����������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
����������������������������������������������������������������
����������������������������������������������� ����������
���������������������������
������������������������
��������������
������������
��
��������������������������������������
eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Frábær fjölskylduskemmtun!
- Fréttablaðið
HHHH -DV
Hinsegin óperetta eftir
Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson
Síðasta máltíðinSýnt í Iðnó
"Hugmynd Gunnars og Gauts er snjöll og dáruskapurinn
fer aldrei yfir þau fínu mörk að verða að fíflagangi.
Það gerir grínið enn betra."
Bergþóra Jónsdóttir - mbl
Næstu sýningar:
fim. 3.nóv. kl. 20:00 og lau. 5.nóv. kl. 17:00
Miðasala í Iðnó í síma 562-9700,
idno@xnet.is og á www.midi.is
Landsbankinn er stoltur
bakhjarl sýningarinnar.
UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR
NÓVEMBER
SALA MIÐA Á SÝNINGAR Í DESEMBER Á
WWW.MIDI.IS OG HJÁ IÐNÓ Í SÍMA: 562 9700
ÉG ER MÍN EIGIN KONA
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI