Fréttablaðið - 05.11.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 05.11.2005, Síða 72
56 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Lengi vel benti fátt til annars en að Jóhann myndi semja við Val en hann ákvað að lokum að semja við Grindavík en hann skrifaði undir tveggja ára samn- ing við liðið í gærkvöld. „Þetta snýst um áhuga þjálf- arans og liðsins,“ sagði Jóhann en heyra mátti á honum að Sig- urður Jónsson, þjálfari Grinda- víkur, hafi átt hvað stærstan þátt í því að lokka Jóhann suður með sjó. „Ég hef gríðarlega mikla trú á Sigga og hann hefur mikla trú á mér. Hann lagði mikla áherslu á að fá mig og það kunni ég að meta. Það hafði klárlega mikið að segja,“ sagði Jóhann sem fundaði með Willum Þór Þórssyni, þjálf- ara Vals, á fimmtudaginn. Will- um virðist ekki hafa selt Jóhanni mikið á þeim fundi. Jóhann á góða vini í Grindavík- urliðinu sem allir koma frá Akur- eyri. „Gömlu félagarnir úr Þór, Óðinn, Orri og Andri, eru allir þarna og það skiptir mig máli,“ sagði Jóhann en mikið hefur verið rætt um að hann sé að fá mjög góðan samning. Sagt var að hann gæti fengið heildarpakka sem hægt væri að meta á 6 milljónir króna á ári. „Þetta snýst ekkert um pen- inga. Eingöngu um liðið og þjálf- arann og hvað hjartað sagði mér að gera,“ sagði Jóhann sem gat þó ekki neitað því að hann væri að fá fínan samning. „Já, já en samn- ingarnir sem ég hafði úr að velja voru sambærilegir og ég valdi ekki út frá því hvað ég væri að fá mikið í laun.“ henry@frettabladid.is Fór til Grindavíkur út af Sigurði þjálfara Akureyringurinn Jóhann Þórhallsson ákvað að ganga í raðir Grindvíkinga í gær. Ástæðan er áhugi þjálfar- ans á honum og metnaður félagsins. Valur sat eftir með sárt ennið. FÓTBOLTI Milan Stefán Jankov- ic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur og fyrrum aðalþjálfari félagsins, er þessa dagana staddur í heima- bæ sínum Bihac í Króatíu þar sem hann er að þjálfa í knattspyrnu- skóla ásamt æskuvini sínum Davor Suker, einni skærustu stjörnu króatískrar knattspyrnu frá upphafi. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga. Í fréttinni kemur einnig fram að Suker sé tilbúinn að koma með knattspyrnuskólann til Íslands og ætla Grindvíkingar að hefja undirbúning um leið og Jankovic kemur heim til Íslands. - hbg Milan Stefán Jankovic: Þjálfar með Davor Suker Leifur Garðarsson, nýráðinn þjálfari Fylkismanna í fótboltanum, kveðst ekki missa svefn þótt hver leikmaðurinn á fætur öðrum týnist í burtu frá félaginu. Nú síðast voru það Helgi Valur Daníels- son og Valur Fannar Gíslason sem fóru til annara liða en áður hafði Björgólfur Takefusa farið í KR, auk þess sem Viktor Bjarki Arnarsson fer líklega aftur til Víkings, en þangað hafði Fylkir lánað hann síðasta sumar. Þá eru Gunnar Þór Pétursson og Finnur Kolbeinsson búnir að leggja skóna á hilluna og skilja eftir skörð sem hafa ekki enn verið fyllt. „Ég er pollrólegur yfir þessu öllu saman. Hjá Fylki er fullt af ungum strák- um sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir félagið. Ég vil miklu frekar nota þá heldur en leikmenn sem eru ekki með hugann 100% við Fylki,“ segir Leifur og þvertekur fyrir að leikmanna- hópurinn sé orðinn eitt- hvað þunnskipaður. „Ekki ef marka má þann fjölda sem hefur verið að mæta á æfingar eftir að við byrjuðum aftur. Það er frábærlega gaman á æfingum hjá okkur og stemningin í hópnum er mjög fín,“ segir Leifur. Þrátt fyrir brotthvarf þessara þungavigtarmanna geta stuðningsmenn Fylk- is glaðst yfir því að fá þrjá lykilmennn til baka úr vondum hnémeiðslum; þá Sævar Þór Gíslason, Hauk Inga Guðnason og Ólaf Stígsson en þeir tveir síðastnefndu voru þó byrjaðir að spila undir lok síðasta tímabils. Guðni Rúnar Helgason, Daninn Christian Christiansen og Ólafur fram- lengdu samninga sína við liðið í fyrradag og áður höfðu flestir ungu leikmenn liðs- ins framlengt samninga sína. „Vð erum ennþá með reynslumikla menn sem munu koma til með að styðja vel við bakið á þeim yngri. Og það er nú bara nóvember og mjög langt í mót. Þegar nær dregur sumri getur vel verið að við förum að líta í kringum okkur en eins og er missi ég ekki svefn vegna ástandsins, síður en svo,“ segir Leifur. LEIKMANNAFLÓTTINN HJÁ FYLKI: FJÖLMARGIR LYKILMENN HORFNIR Á BRAUT Leifur sefur rólegur þrátt fyrir allt > Birgir í bobba Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í 34.-39. sæti eftir þrjá hringi á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir Leifur er á tveimur höggum yfir pari þegar aðeins á eftir að leika einn hring á mótinu en aðeins 27 kylfingar komast áfram á þriðja stigið. Birgir er tveimur höggum frá því að komast í hóp 27 efstu og hann má því hafa sig allan við í dag þegar fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn. Við mælum með... ... því að fólk fjölmenni í Egilshöllina í dag og fylgist með köppum á borð við Ian Rush, Kenny Samson, Frank Stapleton og fleiri góðum etja kappi við íslenska jaxla á borð við Ólaf Þórðarson og Sigurð Jónsson. Þetta mót er án vafa eitt það áhugaverðasta sem haldið hefur verið hér á landi. KÁTIR Á GÓÐRI STUND Það var létt yfir Jóhanni og manninum sem fékk hann til Grindavík- ur, Sigurði Jónssyni, eftir undirskriftina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.