Fréttablaðið - 05.11.2005, Síða 73

Fréttablaðið - 05.11.2005, Síða 73
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2005 57 FÓTBOLTI Enn bætist í hóp þeir- ra félaga á Bretlandseyjum sem hafa áhuga á framherjanum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Southampton er stokkið í slaginn um Eyjapeyjann en liðið sendi njósnara á leik Lens og Halmstad í UEFA-bikarnum á fimmtudag. Hann hefur væntanlega ekki séð mikið til Gunnars þar sem Lens átti leikinn og vann öruggan sigur, 5-0. Everton og Birmingham hafa einnig verið að fylgjast með Gunnari Heiðari sem og skosku félögin Hearts, Celtic og Rang- ers. Þýsku liðin Hamburg SV og Werder Bremen hafa einnig verið nefnd til sögunnar. Það er því fátt sem bendir til annars en að Gunnar Heiðar sé á förum frá Halmstad og ef fram heldur sem horfir mun hann vænt- anlega geta valið úr tilboðum. - hbg Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er enn eftirsóttur á Bretlandi: Undir smásjá Southampton GUNNAR HEIÐAR Mörg stórlið á Bretlandi eru með hann í sigtinu þessa dagana. FÓTBOLTI Bikarmeistarar Vals voru ekki lengi að bregðast við því að Jóhann Þórhallsson skyldi ákveða að semja við Grindavík í stað Vals. Skömmu eftir að fréttir bárust af því að Jóhann væri á leið til Grindavíkur kom fréttatilkynning frá Valsmönnum um að þeir hefðu náð munnlegu samkomulagi við Húsvíkinginn Andra Val Ívarsson og Danann Jakob Spangsberg sem leikið hefur með Leikni síðustu tvö ár. Báðir þessir leikmenn eru fram- herjar en mjög ólíkir þó. Andri Valur er stór og kraftmikill fram- herji en Jakob er geysilega fljótur. Báðir þykja öflugir skallamenn. Andri Valur var lengi vel á leið til Keflavíkur en virðist hafa snúist hugur á síðustu stundu. „Aksturinn var ekki að heilla mig. Ég er í háskólanum og þar gengur mér upp og niður. Ég sá því fljótt að mér veitti ekkert af klukkutím- unum sem myndu sparast með því að spila fótbolta í bænum,“ sagði Andri Valur við Fréttablaðið í gær en ítrekaði þó að honum hefði lit- ist vel á allt hjá Keflavík og óskaði þeim alls hins besta. - hbg Valur gefst ekki upp: Andri og Jakob í stað Jóhanns ANDRI VALUR ÍVARSSON Hefur yfirgefið herbúðir Völsungs og skrifað undir samn- ing við bikarmeistara Vals. BÓK 3 ER KOMIN! 109 GLÆNÝJAR SUDOKU GÁTUR Nú hefur Bók 3 bæst í hóp mest seldu Sudoku bóka landsins. „Kemur í veg fyrir Alzheimer og aðra heilahrörnun“ The Observer „Flugferðin hefur aldrei verið jafn fljót að líða“ Ónefndur bloggari „Bætir minnið“ Dr. Susan Blackmore Krakkabókin kemur út fimmtudaginn 11. nóv. Frábær fyrir byrjendur og börn. Frá litlum gátum upp í stórar, með bæði táknum og tölum. „Ég elska Sudoku!“ Kisulóra, barnaland.is „Eflir rökhugsun og hefur mikið þjálfunargildi“ Skólavefurinn.is EINU BÆKURNAR MEÐ ÁÐUR ÓBIRTUM GÁTUM 36 � � LEIKIR � 14.00 Víkingur og Haukar mætast í DHL-deild kvenna í handbolta í Víkinni. � 14.00 Stjarnan og Grótta mætast í DHL-deild kvenna í handbolta í Ásgarði í Garðabæ. � 14.00 KA/Þór og HK mætast í DHL-deild kvenna í handbolta í KA- heimilinu. � 16.15 Stjarnan og Fylkir eigast við í DHL-deild karla í handbolta í Ásgarði í Garðabæ. � � SJÓNVARP � 09.00 Ítölsku mörkin á Sýn. � 09.30 Ensku mörkin á Sýn. � 10.00 Spænsku mörkin á Sýn. � 10.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn. � 12.15 Meistaradeildin með Guðna Bergs á Sýn. � 12.35 Enska útrvalsdeildin á Enska boltanum. Leikur Aston Villa og Liverpool sýndur beint. � 12.55 Mastersmót Icelandair og Ian Rush á Sýn. � 13.10 Meistaradeildin með Guðna Bergs á Sýn. � 13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Leikur AC Milan og Udinese sýndur í beinni útsendingu. � 14.15 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. � 14.45 Á vellinum með Snorra Má á Enska boltanum. � 15.00 Enska úrvalsdeildin á Enska boltanum. Leikur Sunderland og Arsenal er aðalleikur dagsins. Aðrir leikir eru sýndir á aukarásum Enska boltans. � 15.45 Handboltakvöld á RÚV. � 16.05 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. � 17.15 Enska úrvalsdeildin á Enska boltanum. Leikur Portsmouth og Wigan Athletic sýndur beint. � 17.30 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. � 18.00 The Tour Championship í golfi á Sýn. � 21.30 Helgarsportið á RÚV. � 22.00 Hnefaleikar á Sýn. Bardagi milli Scott Harrisson og Nedal Hussein. � 00.00 Hnefaleikar á Sýn. Bardagi milli Kostya Tszyu og Ricky Hatton. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Laugardagur NÓVEMBER 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Sportslanga 4.11.2005 16:57 Page 2 FÓTBOLTI Margir knattspyrnuá- hugamenn munu upplifa langþráð- an draum á morgun þegar margar skærustu stjarna enska boltans fyrr á árum koma á leikvanginn í Egilshöllinni til þess að taka þátt í móti sem kennt er við Ian Rush. Lið frá Liverpool, Manchester United og Arsenal munu taka þátt ásamt gríðarsterku íslensku liði sem í eru kappar á borð við Guðna Bergsson og Eyjólf Sverrisson. Stjörnurnar komu til landsins seinni partinn í gær og héldu beint á blaðamannafund á Nordica. Það var mjög létt yfir mannskapnum og ljóst að gömlu kempurnar eru hingað komnar til að skemmta sér og öðrum. Þegar blásið verður til leiks hefst aftur á móti alvaran. „Þetta er alltaf gríðarlega skemmtilegt en það er ekkert launungarmál að við spilum til að vinna. Við fáum okkur nokkra bjóra í kvöld en á morgun mætum við ákveðnir í leikina,“ sagði Dan- inn Jan Mölby við Fréttablaðið eftir fundinn en þessi fyrrver- andi miðjumaður Liverpool var að koma til Íslands í fyrsta ski- pti síðan 1981 en þá lék hann með danska U-21 árs liðinu gegn Íslandi. „Við viljum skemmta fólki og þessi mót hafa alltaf slegið í gegn hjá almenningi.“ Mótið hefst klukkan eitt í dag í Egilshöll og veislan mun standa í fjóra tíma. Aðeins kostar 1000 kr. á mótið en það verður einnig í beinni á Sýn. henry@frettabladid.is Við spilum til að vinna Það verða stórstjörnur á hverju strái í Egilshöllinni í dag þegar Icelandair Ian Rush-mótið fer fram. Jan Mölby, leikmaður Liverpool, ætlar sér sigur í mótinu. GRANNUR OG SPENGILEGUR Danski miðjumaðurinn Jan Mölby hefur aðeins bætt á sig síðan þessi mynd var tekin. Hann mun skemmta áhorfendum ásamt Ian Rush og fleiri góðum í Egilshöll í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.