Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 80

Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 80
60 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR www.fjarkennsla.is Átt þú góða tölvu en notar hana lítið? Úrval námskeiða á Netinu - með íslensku tali Fjarkennsla býður upp á úrval kennsluefnis, jafnt fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Öll námskeið eru í formi sýnikennslu og að sjálfsögðu er allt efni vefsins á íslensku, bæði texti og talað mál. Grunnur: Windows XP • Outlook Express • Internetið • Matreiðslukennarinn • Flight Simulator 2004 • Brellur og brögð • Stafrænar myndavélar Grafík: Photoshop • Photoshop verkefni • Premiere Pro • Premiere Elements • Flash MX Skrifstofa: Word 2003 • Word 2003 PRO • Excel 2003 • Excel 2003 PRO • Outlook 2003 • Outlook 2003 PRO • FrontPage • PowerPoint 2003 Fjarkennsla ehf. • Lyngási 18 • 220 Garðabær • Sími 511 4510 • www.fjarkennsla.is Ókeypis aðgangur til reynslu - svo er þitt að velja ka ld al jó s 20 05 á þínum forsendum þegar þér hentar. Á vefnum fjarkennsla.is gefst öllum tækifæri til að leita sér grunnþekkingar eða aukinnar færni í notkun helstu forrita, leiðsagnar í notkun veraldarvefsins eða jafnvel læra betur á nýju stafrænu myndavélina. Nú hefur öllum heimilum landsins borist aðgangslykill frá Fjarkennslu ehf. sem veitir tímabundinn aðgang að öllum námskeiðum, fræðslu- og afþreyingarefni fyrirtækisins – notendum að kostnaðarlausu. Frjáls aðgangur að öllu efni vefsíðunnar fjarkennsla.is veitir þér ráðrúm til að átta þig á þeim möguleikum sem tölvan á heimilinu hefur uppá að bjóða. Einnig gefst þér tækifæri til að meta hvort tími sé kominn til að læra meira. Með kennsluefni Fjarkennslu er það leikur einn - á þínum forsendum og þegar þér hentar. FÓTBOLTI Rick Parry og félagar í stjórn Liverpool hafa síðustu átján mánuði leitað að fjársterkum aðila til þess að setja drjúgan skilding í félagið. Sú leit hefur hingað til ekki borið árangur enda hafa peningamennirnir sem félagið hefur rætt við flestir viljað eign- ast meirihluta í félaginu en slíkt hefur ekki verið til umræðu. Nú er stjórn Liverpool loks farin að sjá til lands eftir fund með bandaríska milljarðamær- ingnum Robert Kraft. Hann er mikill íþróttaáhugamaður og á fyrir NFL-liðið New England Patriots, sem hefur unnið Super- bowl þrisvar á síðustu fjórum árum, sem og knattspyrnuliðið New England Revolution sem gamla Liverpool-hetjan Steve Nicol þjálfar. - hbg Peningaleit stjórnar Liverpool loks að bera árangur: Kraft að kaupa í Liverpool? SIGURSÆLL NFL-lið Krafts, New England Patriots, hefur verið ákaflega sigursælt síðustu ár. Kraft sést hér fagna góðum sigri með leikstjórnanda liðsins, Tom Brady. KÖRFUBOLTI LA Lakers hefur komið allra liða mest á óvart í NBA- deildinni í vetur en liðið hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikj- um sínum í deildinni. Lið Lakers er mikið breytt frá síðustu leiktíð og flestir leikmanna liðsins eru ungir, óreyndir og óþekktir að Kobe Bryant undanskildum. Mikið álag er á Kobe á þessari leiktíð og hann hefur brugðist vel við áskoruninni það sem af er. Hefur hann leitt liðið með leik sínum og er búinn að skora yfir þrjátíu stig í öllum fjórum leikj- unum. Ef fram heldur sem horfir verður hann stigakóngur deildar- innar í vetur. - hbg Kobe Bryant í miklu stuði: Aldrei undir þrjátíu stigum KOBE BRYANT Í fantaformi þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES NFL Vandræðagemlingurinn Terr- ell Owens er loksins búinn að biðja félaga sína í ruðningsliðinu Phila- delphia Eagles afsökunar á hegð- un sinni en hann hefur lítið annað gert síðustu mánuði en að gera lítið úr þeim og félaginu. Afsökunarbeiðnin kemur ekki af góðu því Eagles var búið að setja hann í leikbann án launa fyrir margítrekuð brot og sagðist félagið ekki ætla að leyfa honum að spila aftur á þessari leiktíð. Owens virðist loksins hafa gert sér grein fyrir vandanum sem hann er búinn að koma sér í og nú á að gera allt til að komast upp úr holunni. „Þetta tekur á mig og ég er sár yfir því að vera ekki lengur hluti af liðinu,“ sagði Owens á fjölmenn- um blaðamannafundi fyrir utan heimili sitt. „Ég vil biðja félaga mína og þjálfarann afsökunar á öllu því neikvæða sem ég hef sagt um þá.“ Leikmenn Eagles segja að þessi afsökunarbeiðni komi allt of seint og að þeir muni ekki taka mark á henni. Owens verður því væntan- lega að fylgjast með boltanum í sjónvarpinu í vetur. - hbg Terrell Owens reynir að hysja upp um sig buxurnar: Baðst afsökunar en of seint TERRELL OWENS Reynir að bæta fyrir mistök- in en gerir það mörgum dögum of seint. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Lee Hendrie verður að öllum líkindum lánaður frá Aston Villa á næstunni en hann er svo gott sem búinn að gefa upp alla von um að komast aftur í lið félagsins á næstunni. Hendrie var í banni í upphafi tímabilsins og svo varð hann að gangast undir aðgerð. Hann er því ekki inni í myndinni hjá O´Leary, stjóra liðsins, eins og staðan er í dag og er einnig í engu formi. Lee Hendrie: Á leið frá Aston Villa LEE HENDRIE Ekkert spilað í vetur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.