Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 80
60 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR www.fjarkennsla.is Átt þú góða tölvu en notar hana lítið? Úrval námskeiða á Netinu - með íslensku tali Fjarkennsla býður upp á úrval kennsluefnis, jafnt fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Öll námskeið eru í formi sýnikennslu og að sjálfsögðu er allt efni vefsins á íslensku, bæði texti og talað mál. Grunnur: Windows XP • Outlook Express • Internetið • Matreiðslukennarinn • Flight Simulator 2004 • Brellur og brögð • Stafrænar myndavélar Grafík: Photoshop • Photoshop verkefni • Premiere Pro • Premiere Elements • Flash MX Skrifstofa: Word 2003 • Word 2003 PRO • Excel 2003 • Excel 2003 PRO • Outlook 2003 • Outlook 2003 PRO • FrontPage • PowerPoint 2003 Fjarkennsla ehf. • Lyngási 18 • 220 Garðabær • Sími 511 4510 • www.fjarkennsla.is Ókeypis aðgangur til reynslu - svo er þitt að velja ka ld al jó s 20 05 á þínum forsendum þegar þér hentar. Á vefnum fjarkennsla.is gefst öllum tækifæri til að leita sér grunnþekkingar eða aukinnar færni í notkun helstu forrita, leiðsagnar í notkun veraldarvefsins eða jafnvel læra betur á nýju stafrænu myndavélina. Nú hefur öllum heimilum landsins borist aðgangslykill frá Fjarkennslu ehf. sem veitir tímabundinn aðgang að öllum námskeiðum, fræðslu- og afþreyingarefni fyrirtækisins – notendum að kostnaðarlausu. Frjáls aðgangur að öllu efni vefsíðunnar fjarkennsla.is veitir þér ráðrúm til að átta þig á þeim möguleikum sem tölvan á heimilinu hefur uppá að bjóða. Einnig gefst þér tækifæri til að meta hvort tími sé kominn til að læra meira. Með kennsluefni Fjarkennslu er það leikur einn - á þínum forsendum og þegar þér hentar. FÓTBOLTI Rick Parry og félagar í stjórn Liverpool hafa síðustu átján mánuði leitað að fjársterkum aðila til þess að setja drjúgan skilding í félagið. Sú leit hefur hingað til ekki borið árangur enda hafa peningamennirnir sem félagið hefur rætt við flestir viljað eign- ast meirihluta í félaginu en slíkt hefur ekki verið til umræðu. Nú er stjórn Liverpool loks farin að sjá til lands eftir fund með bandaríska milljarðamær- ingnum Robert Kraft. Hann er mikill íþróttaáhugamaður og á fyrir NFL-liðið New England Patriots, sem hefur unnið Super- bowl þrisvar á síðustu fjórum árum, sem og knattspyrnuliðið New England Revolution sem gamla Liverpool-hetjan Steve Nicol þjálfar. - hbg Peningaleit stjórnar Liverpool loks að bera árangur: Kraft að kaupa í Liverpool? SIGURSÆLL NFL-lið Krafts, New England Patriots, hefur verið ákaflega sigursælt síðustu ár. Kraft sést hér fagna góðum sigri með leikstjórnanda liðsins, Tom Brady. KÖRFUBOLTI LA Lakers hefur komið allra liða mest á óvart í NBA- deildinni í vetur en liðið hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikj- um sínum í deildinni. Lið Lakers er mikið breytt frá síðustu leiktíð og flestir leikmanna liðsins eru ungir, óreyndir og óþekktir að Kobe Bryant undanskildum. Mikið álag er á Kobe á þessari leiktíð og hann hefur brugðist vel við áskoruninni það sem af er. Hefur hann leitt liðið með leik sínum og er búinn að skora yfir þrjátíu stig í öllum fjórum leikj- unum. Ef fram heldur sem horfir verður hann stigakóngur deildar- innar í vetur. - hbg Kobe Bryant í miklu stuði: Aldrei undir þrjátíu stigum KOBE BRYANT Í fantaformi þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES NFL Vandræðagemlingurinn Terr- ell Owens er loksins búinn að biðja félaga sína í ruðningsliðinu Phila- delphia Eagles afsökunar á hegð- un sinni en hann hefur lítið annað gert síðustu mánuði en að gera lítið úr þeim og félaginu. Afsökunarbeiðnin kemur ekki af góðu því Eagles var búið að setja hann í leikbann án launa fyrir margítrekuð brot og sagðist félagið ekki ætla að leyfa honum að spila aftur á þessari leiktíð. Owens virðist loksins hafa gert sér grein fyrir vandanum sem hann er búinn að koma sér í og nú á að gera allt til að komast upp úr holunni. „Þetta tekur á mig og ég er sár yfir því að vera ekki lengur hluti af liðinu,“ sagði Owens á fjölmenn- um blaðamannafundi fyrir utan heimili sitt. „Ég vil biðja félaga mína og þjálfarann afsökunar á öllu því neikvæða sem ég hef sagt um þá.“ Leikmenn Eagles segja að þessi afsökunarbeiðni komi allt of seint og að þeir muni ekki taka mark á henni. Owens verður því væntan- lega að fylgjast með boltanum í sjónvarpinu í vetur. - hbg Terrell Owens reynir að hysja upp um sig buxurnar: Baðst afsökunar en of seint TERRELL OWENS Reynir að bæta fyrir mistök- in en gerir það mörgum dögum of seint. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Lee Hendrie verður að öllum líkindum lánaður frá Aston Villa á næstunni en hann er svo gott sem búinn að gefa upp alla von um að komast aftur í lið félagsins á næstunni. Hendrie var í banni í upphafi tímabilsins og svo varð hann að gangast undir aðgerð. Hann er því ekki inni í myndinni hjá O´Leary, stjóra liðsins, eins og staðan er í dag og er einnig í engu formi. Lee Hendrie: Á leið frá Aston Villa LEE HENDRIE Ekkert spilað í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.