Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 15. april 1976. <1 Duglegt skíðafólk Ted Kennedy og systir hans Jean Smith eru ekkert blávatn á ski'ðum. Þau brugðu sér i vetur til Sun Valley i Kaliforniu og stunduðu þar skiðaferðir og skemmtanir. Með þeim voru reyndar eiginmaður og eigin- kona, en þau voru ekki jafndug- lega og Kennedy-fólkið. Joan Kennedy sat mest inni skiða- skálanum, en ekki fer neinum sögum af þvi, hvað Steve Smith dundaði við, á meðan konan hans var á ski'ðum. Konan undir stýri Hún er dugleg að aka bil og þyk- ir gaman að þvi. Þetta er dómur eftir að rannsókn á vegum v- þýzku rikisstjórnarinnar hafði farið fram. Oliufélag þar i landi hafði á hendi rannsóknina, og þar segir, að hin dæmigerða akandi kona sé undir þritugu, i opinberri þjónustu eða á ein- hverri skrifstofu. Að meðaltali ekur hún 9900 km á ári, að mestu til og frá vinnu og i inn- kaupaferðir. Af um 18 milljónum skráðra bif- reiða er um 4 milljónum ekið að mestu eða öllu leyti af konum. Næstum 6. hver kona, sem náð hefur 18 ára aldri, ekur þar i eigin bil. Þær telja það tima- sparnað en ekki óhóf. 16% af kvenbilstjórum aka aldrei á hámarkshraða, og 43% eru sannfærðar um að hraðatak- markanir fækki slysum á vegunum. Aðeins mætti ef- til vill nefna i þessu sambandi, að kvenbilstjórar eru yfirleitt ekki mikið með á nótunum um ástand vélar eöa undirvagns bifreiðarinnar. DENNI DÆMALAUSI Við liéldum, að þetta væri bezta leiðin til þess aö kvnna hann fyrir kettinuin lians Pidda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.