Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 15. april 1976. Fyrir skemmstu fluttu þing- menn Alþýðufiokksins þings- ályktunartillögu um afnám niöur- greiöslna á landbúnaöarvörur. Timanum þykir ástæöa til aö rekja nokkuö itarlega umræöur um þessa tillögu, þar sem fróö- legar upplýsingar komu fram I umræöunum og margháttaöur misskilningur i málflutningi Al- þýöuflokksmanna var leiöréttur. En fyrst er aö vikja aö fram- söguræöu Gylfa Þ. Gislasonar, en i ræöu sinni sagöi hann m.a.: „Þessi tillaga, sem flutt er af þm. Alþýöuflokksins, fjallar um þaöað Alþingi feli rikisstjtíminni að láta kanna hvort ekki sé hægt aö verja þvi fé, sem nú er greitt úr rikissjöði til þess að lækka söluverð innlendra landbúnaðar- afurða á innlendum markaði, þannig að það komi neytendum að betri notum og meiri notum en nú á sér stað, og þá sérstaklega að það stuðli að aukinni kjara- jöfnun, og svo hins vegar að það komi i veg fyrir þá mismunun sem núgildandi niðurgreiðslu- kerfi veldur milli einstakra greina i landbúnaði, og eins hvort ekki megi beita þessu almannafé betur til þess að styöja við þá bændur sem við erfið kjör búa. Gerir till. ráð fyrir þvi að könnunin sé falin fulltrúum kjörnum af þessum samtökum: Alþýðusambandi tslands, Banda- lagi starfsmanna rikis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Stéttarsambandi bænda, Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og Búnaðarfélagi tslands, einum frá hverjum þessara samtaka. Siðan skipi rikistj. formann nefndar- innar. Beinar peningagreiöslur Það er grundvallarhugsunin, sem hér liggur að baki, að i stað niðurgreiðslna á innlendu verði landbúnaðarafurða komi beinar peningagreiðslur til neytenda, að niðurgreiðslufénu verði ekki varið til þess að lækka útsöluverð þessara tilteknu afurða, heldur fái neytendur féð til frjálsrar ráð- stöfunar til kaupa á þessum af- urðum eða öðrum afurðum ef þeim sýnistsvo. Enmeð þvf móti má segja að það má rökstyðja að þá komi féð neytendum að betri og meiri notum en núgildandi kerfi gerir ráð fyrir.” 4/6 milljarðartil niðurgreiðslna „Það getur varla farið fram hjá nokkrum hugsandi manni að þörf er á endurbótum á þvi niður- greiðslukerfi og raunar út- flutningsbótakerfi lika sem nú á sér stað. islenzkar landbúnaðar- afurðir hafa verið greiddar niður á innlendum markaði i áratugi. Upphaflega var farið inn á þessa braut til þess að koma i veg fyrir hækkun verðs landbúnaðarafurða og þar með hækkun á vfsitölu framfærslukostnaðar sem laun hafa lengst af verið tengd með einum eða öðrum hætti. i fyrstu voru þessar niðurgreiðslur ekki verulegar, en þær hafa smám saman farið mjög vaxandi.A þessu ári er gert ráð fyrir að rikissjóður verji 4600 millj., 4.6 milljörðum kr. til niðurgreiðslna á verði innlendra landbúnaðaraf- urða. 1 fyrra voru niður- greiðslurnar nokkru meiri eða rúmir 5 milljarðar kr. Hagstjórnartæki Auðvitað hafa niður- greiðslurnar fyrst og framst verið hagstjórnartæki stjórn- valda i baráttu við vaxandi dýr- tið. Þvi hefur aldrei verið haldið fram af neinum ábyrgum aðila hér á Alþ. að þessar niður- greiðslur væru sty rkur til bænda. Hitt væri sanni nærri, að segja að þær væru styrkur til launþega, að visu i formi sem nú er orðin mikil nauðsyn að endurbæta. Hitt er annað mál, að framleiðendur landbúnaðarafurða hafa notið niðurgreiðslunnar á öbeinan hátt i verulegum mæli, þvi að vegna þeirra hefur söluverð inn- lendra landbúnaðarafurða á inn- lendum markaði orðið mun lægra en ella og þær þess vegna mun samkeppnishæfari en ella við t.d. erlendar matvörur og raunar hvers kyns aðrar vörur, sem menn nota tekjur sinar til kaupa á.” Niðurgreiðslur meiri hér en annars staðar? „Það er óhætt að fullyrða að niðurgreiðslur á islenzkum land- búnaðarvörum séu nú hér á landi orðnar hlutfallslega meiri en tiðkasti nokkru nálægu landi og á það við hvort sem niður- greiðslurnar eru bornar saman við framleiðslukostnað þeirra innanlands eða tekjur neyt- endanna. A siðasta fram- leiðsluári, sem skýrslur eru til um, þ.e. árin 1974-1975, nam heildsöluverð islenzkra land- búnaðarafurða 16.500 millj. kr., 16.5 milljörðum kr. Niður- greiðslur á þessum vörum námu 450 millj., 4.5 milljörðum eða um 27% heildsöluverðsins. Finnast ekki dæmi i nálægum löndum um jafnmikla niðurgreiðslu á heild- söluverði innlendra landbúnaðar- afuröa. A framleiðsluárin 1975-1976 má gera ráð fyrir að heildsöluverð afurðanna verði um 22 milljarðar. Miðað við þær reglur, sem i gildi voru þegar þessi áætlun var gerð, nema niðurgreiðslurnar 5200 millj. kr„ 5.2 milljörðum eða um 24% heild- söluverðsins, sem er eilitið lægra en árið áður, en þó mjög há tala. Ráðstöfunartekjur heimilanna má á s.l. ári áætla um 105-110 milljarða kr. og nema þvi niður- Gylfi Þ. G íslason greiðslurnar um 5% af heildar- upphæð allra tekna heimilanna. Ég hef hvergi séð jafnháa hlut- fallstölu niðurgreiðslna á inn- lendum landbúnaðarafurðumaf ráðstöfunartekjum heimilanna og hér er um að ræða, hvorki meira né minna en 5%. Ahrif niðurgreiðslnanna á ein- stakar vörur sjást auðvitað best ef athugað er hvað það mundi kosta ef varan væri ekki niður- greidd. Niðurgreiðsla á súpukjöti nemur nú 28% af verðinu óniður- greiddu. Niðurgreiðsla á mjólk nemur 53%, meira en helmingi af verðinu óniðurgreiddu. Niður- greiðsla á 45% osti er hlutfalls- lega mun minni eða aðeins um 12%. Hins vegar er niður- greiðslan á smjöri miklu meiri eða hvorki meira né minna en 44% eða næstum helmingur hins raunverulega verðs. A hinn bóg- inn er hvorki svínakjöt né ali- fuglakjöt greitt niður. Þessar landbúnaðarafurðir greiða neyt- endur fullu verði. Hér er auðvitað um að ræða mikið misrétti milli þeirra bænda sem framleiða svinakjöt og alifuglakjöt annars vegar og aðrar landbúnaðaraf- urðir hins vegar. Kjötætur og grænmetisætur Þegar niðurgreiðslur eru orðnar svo miklar sem hér er um að ræða hljóta ýmsar efnahags- spurningar að vakna. Að þvi er neytendur snertir hlýtur megin- spurningin að teljast sú, hvort svo mikil niðurgreiðsla, 5% af ráð- stöfunartekjum heimilanna, tor- veldi ekki neytendunum að hag- nýta sér tekjur sinar á þann hátt að þær hafi sem mest notagildi fyrir tekjuhafann, neytandann. Til þess að njóta þess hagræðis, sem niðurgreiðslunum er ætlað að veita honum, verður hann að kaupa hinar niðurgreiddu vörur, annars nýtur hann ekki hagræðis. Hann nýtur hagræðisins ef hann t.d. kaupir súpukjöt, en nýtur einskis hagræðis ef hann kaupir kjúkling. Liggur ekki i augum uppi að hér er um kerfi að ræða sem þarfnast mikilla endurbóta? Hann nýtur mikils hagræðis ef hann kaupir súpukjöt, en hann gæti ekki notið þessa sama hag- ræðis ef hann kysi ekki að kaupa kjöt, væri t.d. ekki kjötæta, heldur grænmetisæta og vildi heldur nota tekjur sinar til þess að kaupa hreinlætisvörur eða húsgögn. Þá nýtur hann einskis hagræðis.” Eitthundrað þúsund á fimm manna f jölskyldu ,,En spurningin er: Má ekki nota tæpar 5000 millj. kr„ sem nú ganga til niðurgreiðslu á inn- lendum vörum og ætlaðar eru neytendum til hagsbóta, — má eklri nota það fé betur en nú er gert? Má ekki nota það þannig að það komi neytendum að betra haldi en nú á sér stað? Til að sýna, hvaða tölur hér er um að ræða, er þess að geta að nú er talið að landsmenn eldri en 16 ára séu um 147 þús. og yngri menn um 71 þús. Það væri ekki eðlilegt að láta alla, fullorðið fólk, börn og unglinga, fá sömu greiðslu i hendur, en sé sem reikningsdæmi gert ráð fyrir þvi að þeir sem eru eldri en 16 ára, fengju helmingi hærri greiðslu, en þeir sem eru yngri en 16 ára, þá gæti greiðslan, miðað við núverandi aðstæður, orðið 28 þús. kr. til hvers islendings eldri en 16 ára og 14 þús kr. til hvers islendings yngri en 16 ára, þannig að5manna fjölskylda, hjón með 3 börn yngri en 16 ára, mundi geta fengið um 100 þúsund kr. til frjálsrar ráðstöfunar án þess að það kostaði rikissjóð einn eyri umfram það sem hann borgar nu. Nú beini ég þeirri spurningu til hugsandi þm. og annarra manna sem hugsa af alvöru um islenzk efnahagsmál og afkomu laun- þega: Hvort halda menn að sé launþegum hagstæðara að eiga kostá þviaðkaupa kjöt.mjólk og nokkrar aðrar landbúnaðaraf- urðir við þvi stórlega niður- greidda verði, sem nú á sér stað, eða fyrir 5 manna fjölskyldu að fá i hendurnar 100 þús. kr. greiðslu i peningum einu sinni, tvisvar, þrisvar eða fjórum sinnum á ári og mega ráðstafa þvi sjálf eins og henni sýnist? A þvi er ekki nokkur vafi að fjölskyldunni yrði að þessu hagsbót.” Halldór E. Sigurðsson Næstur tók til máls Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráð- herra. Rakti hann i itarlegu máli sögu niðurgreiðslna á land- búnaðarvörur hérlendis, og minnti á, að þær hefðu verið við lýði i f jóra áratugi, og á þvi tlma- bili hefðu allir flokkar átt aðild að rikisstjórn. Sagðist ráðherrann vilja vekja sérstaka athygli á þvi, að niðurgreiðslur hefðu hlutfalls- lega veriö mestar, þegar Alþýðu- flokkurinn hefði verið við völd, árið 1959, þegar Alþýðuflokkurinn var ánn við völd, og siðan 1964, 1967 og 1971 á „viðreisnarárun- um”. Slðan sagöi Halldór E. Sigurðs- son: Af hverju mjólk og kindakjöt? Niðurgreiðslureru ieðli sinu and- stæðar tollum i þvi, að með þeim er verið að lækka verð ákveðinn- ar vöru til neytenda á kostnað rikisins I stað þess að leggja við það tolla i tekjuöflunarskyni. Af þvi ætti að leiða, að hliðstæð sjónarmið við val á vörum til niðurgreiðslu og vörum á hátoll- um riki. Það kemur fyrst og fremst til álita hve nauðsynleg varan er neytendum. í öðru lagi hvort dreifingarkerfið getur tekið ábyrgð á, að framkvæmd þessara aðgerða sé án misfella. Hvort tveggja þetta atriði nælir með, — sé talin nauðsyn á að greiða niður verðlag, — að mjólk og mjólkur- afurðir séu valdar og dreifingar- öryggi mælir einnig með þvi, að kindakjötfremur en fiskursé val- ið. Ahrif á niðurgreiðslum á bú- vöruverð eða verðannarra neyzlu vara eru tvenns konar. Annars vegar snerta þær hag neytenda við það, að niðurgreiðsla lækkar vörurnar í verði, en á móti þvi er gjaldheimta rikissjóðs aukin. Hins vegar geta niðurgreiðslur á verði ákveðinnar vöruhaft áhrif á hag framleiðenda ef um þröngan markað er að ræða fyrir viðkom- andi vöru og ef kaup á vörunni eru háð verðlagi hennar. Hið siðarnefnda atriði er yfirleitt háð þvi, hvort til staðar eru skyldar vörur, sem neytendur geta horft til eða frá með kaup á við verð- breytingu og þvi hvort umrædd vara er svokölluð nauðsynjavara eða af neyzlu fólksins. T.d. hér má taka mjólk annars vegar og kindakjöt hins vegar. Ahrif verðbreytinga á neyzlumjólk eru almennt talin mjög litil, þar sem ekki er um aðrar vörur að ræða hliðstæðar mjólk og mjólkin er nauðsynleg i daglegum kosti. Um kindakjöt gegnir nokkuð öðru máli. Margar tegundir kjöts, ann- ars en kindakjöts, er um að ræða fyrir neytendur. Einnig getur fiskur komiði stað kjöts. Almennt má segja um áhrif búvöruverðs á sölu, að þau séu litil og fari lækk- andi við það að kaupmáttur fólks fer sivaxandi og útgjöld til bú- vörukaupa af heildarútgjöldum fara þvi minnkandi. Hins vegar munu þessi áhrif verðsins á kaup fólksins á búvöru, misjöfn hjá fjölskyldum með misjafnar tekj- ur til ráðstöfunar og þannig, að verðbreytingar ráða meiru um kaup fjölskyldna á búvörum, sem hafa lægri tekjur en hjá tekju- hærri aðilum. Þessu vildi ég vekja athygli háttvirts 9. þing- manns Reykvíkinga á, — að neyt- endur komast yfirleitt ekki hjá þvi að kaupa mjólkina þó að verð hennar sé nokkuð hátt og þess vegna hefur þetta verulega áhrif. Hvers vegna ekki var gripið fyrr til niður- greiðslu nautakjöts Með hliðsjón af þvi, að tek juöfl- un þess opinbera fer að miklu leyti eftir efnahag fólks, virðist hagur af niðurgreiðslunum fyrir lágtekjufjölskyldurnar. Ef meta skal jákvæð áhrif niðurgreiðslna áhagbúvöruframleiðenda verður dæmið flóknara. Þá kemur til álita áhrif þeirrar verðlækkunar, sem niðurgreiðslurnar valda á það magn, sem innlendi markaðurinn tekur á móti og hvort sú markaöshækkun er litils eða mikils virði fyrir framleið- endur. Þar á móti vega svo raskanir á sölumagni frá einu ári til annars og mismiklar niður- greiðslur geta valdið, ef áhrif þeirra eru veruleg á sölumagn og einnig eru þau áhrif, sem niður- greiðslur geta haft i kaupgjalds- visitölunni neikvæð bændum. Þá hafa áhrif niðurgreiðslna á eftir- spurn og framboð búvara verið fólgin i þvi, að sporna gegn breytingum á neyzluháttum. T.d. má taka, að ómögulegt hefði reynzt að taka upp nokkra niöur- aö sjá nýtt DAS hús aö Hraunbergsvegi 9 Setbergslandi, fyrir ofan Hafnarfjörd HúsiÖ veröur til sýnis virka daga frá kl. 6-10 laugardaga sunnudaga og helgidaga (nema Föstudaginn langa) frá kl.2-10 Húsiö er sýnt meö öllum húsbúnaöi smm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.