Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 23
Kiinmtudagur 15. april 1976. TÍMINN 23 Samstarf bræðraþjóða • var gefin frjáls innan eins mán- aðar frá þvi að lagt var af stað. t>að er að segja, að ferðamannin- um var i sjálfsvald sett, hvenær hann notaði farmiða sinn til heimferðar, ef ekki leið lengri timi en mánuður frá þvi’ að hann hafði lagt af stað að heiman. í ár verða þrjátiu og þrjár ferð- ir til Norðurlanda á vegum Nor- ræna félagsins, þar af langflestar til Kaupmannahafnar, en einnig til Oslóar, Stokkhólms og Fær- eyja. Ferðirnar til Færeyja eru nýmæli hjá okkur, og við eigum auðvitað eftir að sjá, hvemig þeirri nýbreytni verður tekið af landsmönnum.en stjórn Norræna félagsins er bjartsýn og hyggur gott til Færeyjaferðanna. t sambandi við Kaupmanna- hafnarferðirnar hefur verið tekið upp það nýmæli, að þegar þangað kemur, verður efnt til kynnis- ferða um íslendingaslóðir i Höfn. Viö fengum islenzka menn til þess að taka að sér fararstjóm, Svav- ar Sigmundsson, lektor við Kaup- mannahafnarháskóla, verður fyrst fararstjóri, og mun hann kynna þeim tslendingum, sem þess óska, Islendingaslóðir i Kaupmannahöfn. Farið verður i um það bil hálfs þriðja klukku- tima gönguferð um borgina, frá skrifstofu Flugleiða að Vest- er-Farimagsgade, og ferðinni lýkur i húsi Jóns Sigurðssonar, eftir að hafa skoðað sögustaði i borginni. Þetta teljum við nokk- urn menningarauka fyrir ferða- fólk, þvi að allir vita, að enginn staður hefur verið eins lengi höfuðstaður Islands eins og Kaupmannahöfn. — Þú nefndir áðan tölu félags- deildanna á íslandi, en liafið þið tölur um það, hversu margir cin- staklingar eru i Norræna félaginu hérna, þegar allt cr talið? — Það vill svo vel til, að ég hef alveg ný jar tölur um þetta. Þegar við sendum út félagsbréf og girö- seðla fyrir skömmu, reyndust fé- lagsmenn vera tiu þúsund fimm hundruð og f jörutiu á öllu land- inu. Þessir félagsmenn greiða nú i ár fimm hundruð krónur hver sem félagsgjald, og við verðum þess vör, að menn sem koma á skrifstofuna til okkar i þvi skyni að gerast félagar, undrast hve gjaldiðer lágt. Innifalið i árgjald- inu eru fjögur blöð af timaritinu Vi i Norden, — það kemur sem sagt út fjórum sinnum á ári, —og auk þess stendur félagsmönnum til boða að taka þátt i Norður- landaferðunum og spara sér með þvi rösklega 28.500,00 krónur fyrir hvern einstakling, og auðvitað tvöfalt, ef hjón fara. Ef til vill er rétt að geta þess i leiðinni i sam- bandi við Færeyjaferðirnar, af þvi að þar er um nýmæli að ræða, að gert er ráð fyrir fjórum ferð- um til Færeyja, og að i hvert skipti fari tuttugu manna hópur, sem dvelst i viku i Færeyjum. Við viljum leggja áherzlu á samband okkar við nánustu nágranna okk- ar og vini, og takist þessi tilraun vel.er ætlunin að fjölga ferðunum á næsta sumri, og hvetja þá a.m.k. Austfirðinga og Norðlend- inga til þess að fara með Smyrli. Þá er og i athugun að efna til Grænlandsferða siðar, ef vel tekst til með Færeyjaferðirnar. Þetta var nú um hinn beina fjárhagslega ábata, sem menn hafa af þvi að vera i Norræna fé- laginu hér. En ég neita þvi ekki, að okkur finnst það alltaf dálitið óviðfelldið, svo ekki sé meira sagt, þegar fólk kemur á skrif- stofuna til okkar og við heyrum að það ætlar að ganga i Norræna félagið af þeirri ástæöu einni, að það hefur i huga Noröurlanda- ferð, og vill nú reyna að spara sér þessar krónur, Við litum svo á, að ferðirnar, sem við skipuleggjum til Norðurlanda séu ekki fyrst og fremst gróðafyrirtæki, heldur menningarstarfsemi, gerð i' þvi skyni að efla þekkingu, skilning og vináttu á milli þjóðanna sem byggja Norðurlönd. Styrktarmannakerfið — Er einhver sérstiik mál, sem þiö eruð að vinna að inina þessa stundina, fyrir utan það, sem þú hel'ur þegar talið upp? — Eins og allir vita, þá erú peningar afl þeirra hluta sem gera skal. Og sannleikurinn er sá, að þótt félagsmannafjöldi Nor- ræna félagsins hafi aukizt stór- lega, þá hefur fjárhagnum stöð- ugt hrakað. Allur tilkostnaður hefur stóraukizt, og miklu hraðar en við höfum þorað að auka tekjur félagsins, til dæmis með hækkuðum félagsgjöldum. Opin- berir sty rkir hækka seint og hægt, og þannig stefnir flest i eina átt hvað fjárhagslega afkomu snert- ir. Við erum núnaað reyna að efla styrktarmannakerfi Norræna fé- lagsins.Félagið hefurum margra ára skeið haft innan vébanda sinna mjög góðan hóp styrktarfé- laga,—fólks, sem hefurstyrktfé- lagið með ráðum og dáð. Þegar þessir einstaklingar gerðust styrktarfélagar á sinum tima, voru framlög þeirra stórkostleg. Margir lögðu fram þúsund krón- ur, sumir tvö þúsund krónur, og enn fleiri þó lægri upphæðir. Sið- an hafa þessi framlög staðið i stað, og kannski af eðlilegum á- stæðum, en dýrtiðin geysist á- fram með hraða, sem ekki þarf að lýsa fyrir landsmönnum. Nú höfum við, sem veitum Nor- ræna félaginu forstöðu, hafið her- ferð á tvennum vigstöðvum. t fyrsta lagi að leita til okkar gömlu og góðu félaga og vita hvort þeir vilja ekki hækka fram- lög sin verulega, svo að þau nálg- ist að vera i samræmi við aukn- ingu dýrtiðarinnar i landinu, en hins vegar að afla nýrra styrktar- manna. Við erum komnir talsvert á stað með þetta siðartalda verk- efni, þótt við séum ekki farnir að sjá neinn teljandi árangur af þvi ennþá. En ég er þess fullviss, að það er einmitt þetta, sem við eig- um að byggja á i framtiðinni. Ég ersannfærðurum, aðfrjáls fram- lög styrktarmanna og velunnara félagsins verða burðarás þess i framtiðinni. Við höfum notið ákaflega mik- illar velvildar hjá mörgum aug- lýsendum. Auglýsingar, sem birt- ast i blaði okkar, Vi i Norden, eru raunverulega hreinar tekjur fyrir félagið. Ýmsirsjá sér mikinn hag i þvi að auglýsa i blaðinu, sem ekki er að undra, þar sem það kemur út i hundrað þúsund ein- tökum, og sumar ferðaskrifstofur og aðilar, sem hafa eitthvað sér- stakt að bjóða hér á landi, telja að þetta sé bezti auglýsingavett- vangur, sem þeir eigi völ á. En hvað okkur snertir, þá má heita jafnmikils virði að fá góðan aug- lýsanda eins og að félaginu bætist nýr styrktarmaður. Látum ekki okkar hlut eftir liggja — Hvernig er háttað samstarfi á milli norrænu félaganna annars vegar og Norðurlandaráðs hins vegar? — Samstarf á milli þessara tveggja stofnana hefur ekki verið mikið fyrr en einmitt á siðast liðnu ári. Þá var ákveðið, að for- ystumenn Norðurlandaráðs og formenn og framkvæmdastjórar norrænu félaganna hittust að minnsta kosti annað hvert ár og berisaman bækur sinar. Og þetta fór svo vel á stað, að þessir menn hittust tvisvar á árinu 1975. Siðan er ráð fyrir þvi gert, að Norður- landaráð feli norrænu félögunum viss verkefni, til dæmis að koma ýmsum upplýsingum á framfæri f blaðinu Vi i Norden. En auk þess erusvo sérstakir fundirhjá fram- kvæmdastjórunum annars vegar og starfsmönnum skrifstofanna, sem Norðurlandaráð rekur, hins vegar. Þessir aðilar koma svo og saman til skrafs og ráðagerða um sameiginleg áhugamál og um samvinnu þeirra. Þaðlitur þvi út fyrir, að samvinna norrænu félaganna og Norðurlandaráðs muni fara vaxandi, þótt annar að- ilinn sé opinber en hinn frjáls samtök einstaklinga. Við . tslendingar höfum oft hneykslast á þvi á undanförnum árum og áratugum. hve þekking annarra Norðurlandabúa á okkur ogjandi okkar hefur verið litil. Það er rétt, þessi þekking hefur verið af skornum skammti. En áþvi erenginn efi, að hér á eftir að verða stórkostleg breyting, þótt vafalaust þurfi mikiðverk að vinna, áður en sú þekking verður orðin gagnkvæm meðal alls al- mennings. Fersónulega er ég sannfærður um það, að áður en langt um liður verði kynni al- mennings á Norðurlöndum orðin svo mikil, að ekki finnist sá Norðurlandabúi sem heldur að meirihluti tslendinga séu Eskimóar, sem búa i snjóhúsum. En fyrir tuttugu árum varð ég var við þennan hugsunarhátt, og það meira að segja i Danmörku. þar sem kynni manna af tslandi hafa þó löngum verið einna mest. Og iólkið, sem var þessarar skoðun- ar, var ekki óupplýst, heldur tiltölulega vel menntað. En hins ber að geta, að á siðari árum hef ég aldrei rekizt á slikt þekkingar- leysiá tslandi og Islendingum, og mér er nær að halda aðþvi sé ekki lengur til að dreifa á Norðurlönd- um. Annars eigum við lslendingar ekki aö setja okkur á háan hest, þótt við verðum varir viö þekkingarleysi annarrá á landi okkar og okkur sjálfum. Er vist, að við séum miklu betri? Mig grunar, að við séum ekki neitt sérlega kunnugir lifnaðarháttum allra Norðurlandahúa. Vitum við eitthvað að gagni um það land- svæði, sem á Norðurlandamálum er kallað Nord Kalotten? Þetta svæði liggur norðan heimskauts- baugs i Finnlandi, Sviþjóð og Noregi. Þarna býr heill þjóð- flokkur sem kallar sig Sama, en var til skamms tima kallaður Lappar, að minnsta kosti hér á ts- landi. Norræna húsið geröi að visu mikið átak, þegar það kom á fót Sama-vikunni og Sama-sýmng- unni, sem var hér i húsinu fyrir tveimur árum, en fyrir þann tima er ég hræddur um að þetta land- svæði og þjóðflokkurinn sem byggir það, hali hvort tveggja verið heldur litið kunnugt flestum Islendingum. Norðurlöndin eru sjálfstæð riki. Þau eru öll litil, hvert fyrir sig, en sameinuð mynda þau nokkuð stóra heild. Áreiðanlega er það mikils virði fyrir okkur ts- lendinga að vera þátttakendur i þessari heild, en til þess að vera það, þurfum að leggja okkur fram um að kynnast högum og aðstæð- um þessara nálægu vinaþjóða okkar. Við eigum að leggja fram okkar skerf til eflingar norrænu samstarfi, og þá mun það verða okkur til heilla á komandi timum, eins og það hefur verið fram að þessu. — VS Ég er 10 ára drengur og vil komast á gott sveitaheimili i sumar. Þeir er vildu athuga þetta vinsamlega hringið i sima 3-76-11 eða 856-14 eða leggið inn upplýsingar merktar 1463 á afgreiðslu Timans. ■■■ ■ Sparið þúsundir SKODA 100 verð ca.kr 640.000: til öryrkja ca. kr. 470.000.— ■ ■ I I I I í tilefni af því aö 30 ár eru síðan fyrsti Skodinn kom til landsins, hefur verið samið við SKODA verksmiðjurnar um sérstakt afmælisverð á takmörkuðu magni af árgerðum 1976. 5000asti SKODA bíllinn verður fluttur inn á næstunni. Hver verður sá heppni? SKODA 110L verð ca. kr. 680.000.— til öryrkja ca. kr. 502.000.— SKODA 110LS verð ca. kr. 735.000.— til öryrkja ca. kr. 548.000.— SKODA110RCupé verð ca. kr. 807.000.— til öryrkja ca. kr. 610.000.— Olantalin verð eru miðuð skráð gengi U.S.S: 178.80 við TEKKNESKA B/FREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44 KÖPAVOGI SIMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI HIF. OSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR. :: ■ ■ i i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.