Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 15. april 1976. Miðurgrsiðslur leið um höfuðtilganginn um að liafa áhrif ú efnahagsstefnuna. Þá vil ég einnig benda á það, að það er að ég held að dómi allra fjölmennustu heimilin og barn- mörgu sem nota mest af mjólk- inni og hún er sú vörutegund, sem mest er greidd niður. Þess vegna sé ég nú ekki annað heldur en að þeir,sem hafa stærsta heimilið og haldi þvi eðlilega dýrasta heimilishaldið, njóti mest i þessu og ég sé ekki að það sé hægt að telja þetta fráleitara heldur en ýmsa þætti tryggingamálanna, sem eru lika frjálsir og sumir njóta en aðrir ekki. Auk þess veit ég nú ekki betur en að skatt- greiösla kæmi þá til af þessu, að þetta væri greitt beint og yrði þá sá, sem njóta ætti að greiða aftur til rikisins hluta af þessum tekj- um, sem hann þannig fengi. Miklir útflutnings- möguleikar i ullar- og skinnavörum Nú, þá kom háttvirtur 9. þing- maður Reykvikinga, að þvi, að framleiðsla á landbúnaðarvörum hefði aukizt verulega á siðustu árum. Það er um það að segja, að málið stendur þannig nú, að allt útlit er fyrir, að við verðum að flytja smjör inn i landið. Eins og nú horfir er smjör á þrotum og það hefur verið lögð fram beiðni hjá landbúnaðarráðuneytinu um leyfi til að flytja inn smjör. Það verður nú eitthvað dregið og skoðað vel áðuren gert verður, en ég vil lika vekja athygli á þvi, að þær útflutningsvörur okkar, sem mest hækkun var i að undantekn- um sjávarafurðum á s.l. ári, voru ullarvörur og skinnavörur og það er taliö að með tiltölulega lítilli hagræðingu væri hægt að auka magnið af útfluttum ullar- og skinnavörum þannig, að það jafn- gilti útflutningi álverksmiðjunn- ar. Og það þarf ekki nema að fjór- falda þetta til þess að ná þessu marki. Þetta er tiltölulega auð- velt og eitt af þvi, sem er verið að athuga nú er einmitt að reyna að hagnýta sér þetta með þviað færa verð á milli ullar og gæru annars vegar og kjöts hins vegar. Til þess að gera þessar vörur hag- kvæmari i útflutningi en það vita allir, sem til þekkja, og þarf ekki mikið til að þekkja, að við flytj- um ekki út ull eða gærur ef fylgir þvi ekki kjötskrokkur. Það er ekki hægt að framleiða ull og gærur án þess aðkjöt sé með. Það er einnig um kjötið að segja, að á s.l. ári og það sem af er þessu ári hefur á vegum landbúnaðarráðu- neytisins verið unnið verulega að þvi, að leita eftir markaði fyrir dilkakjötið og nú er unnið að þvi viðar og ég geri mér vonir um, að það náist þar árangur ef vel er að gengið. Td. er verið að athuga möguleika á þessu, bæði á Italiu, Frakklandi, Austurriki, Þýzka- landi og það er talið að verð' á dilkakjöti og dilkakjötsneyzla i Frakklandi og á ttaliu sé mjög góð. Að visu er það að athuga, að þetta eru Efnahagsbandalags- löndog það getur auðvitað valdið okkur verulegum áhyggjum eða erfiðleikum i framkvæmdinni en það má samt ekki verða til þess, ESTPRODUCTS ÐIVISION á fslandi. O ó:B TÆKI, GÓÐ ÞJÓNUSTA. AWmÐIR BIFRESDAEIGENÐUR. GÖÐ TÆKI, GÓÐ ÞJÓNUSTA, — ÁNÆGÐIR BIFREIÐAEIGENDUR. að við reynum ekki að vinna að þessu máli eins og frekast er kostur á. A s.l. ári var fært á milli dilka- kjöts og nautakjöts til þess að gera hagkvæmari söluna hér innanlands og nú er verið að vinna að þessu, að færa á milli ullar og gæru og dilkakjötsins og það er einnig verið að athuga möguleika á þvi, hvort hagkvæmt reynist að borga niður vöruna á frumstigi eins og áburðinn en ekki á sölustigi eins og gert hefur verið. Efling landbúnaðar- framleiðslunnar Ég verð að segj <?pað að lok- um, að ég sé ekki að nefndarskip- un sú, sem háttvirtur þingmað- ' r Gylfi Þ. Gislason og fél- gar hans i Alþýðuflokknum leggja til, að skipuð verði, muni breyta nokkru hér um. Ég hef sýnt fram á það I ræðu minni að þessi leið, sem notuð hefur verið nú hefur kannski hvað mest verið notuð þegar hans ráð hafa verið mest i þessum efnum. Ég hef lika sýnt fram á það, að ef ætti að greiða þetta beint til neytenda, þá yrði varan dýrari heldur en hún er nú vegna þess að umsetningin og sölukostnaðurinn yrði þá meir en ella og þá yrði lika engin trygging fyrir þvi, að þessir fjár- munir verði notaðir til þess að styðja islenzkt efnahagslif, og það er mikill misskilningur að halda þvi fram, að einmitt þeir verst settu muni njóta minna heldur en þeir betur settu, þvi að ég held að það orki ekki tvimælis. að þeir sem eru betur settir fara t.d. meira i utanlandsferöir heldur en hinir og neyta þess vegna minna af islenzkum mat. Það sem skipt- ir mestu máli fyrir islenzkan landbúnaö og islenzkt þjóðfélag er að vinna að þvi af alefli, að gera landbúnaðarframleiðsluna sem hagkvæmasta.Vinna að þvi einnig, að vinna upp markaði fyrir islenzka framleiösiu i öðrum löndum og það þurfurn við að gera með bvi að nota okkui þessa leið, sem niöurgreiðslurnar eru til þess að hagræða iramleiðsiunni og greiöilunum iniöaö við þaó sem bezi t-v út að fiyt'ja frá þjóð- hagslegu siónarmiði. Ég \il iika vekja athygli á þvi. aö nú horfír þanmg i heiminum, að þaö ev meira útlil iyrir skort á matvæl- um heldur en hefur verið um langt árabil og færustu sér- fræðingar heimsins telja einmitt, að það sem sé framundan sé það, að menn rnuni liða skort vegna fæðuleysis. Það væri að fara aít- an að hlutunum ef við ættum hér að fara að draga úr matarfram- leiðslu, sem mannkynið þarf sannarlega á að halda og ég óttast það, að það sé stutt i það, að við höfum ekki nóg smjör handa okk- ar fólki af okkar framleiðslu nú i vetur. Angi af landbúnaðar- stefnu Alþýðuflokksins Fáll Pétursson (F) tók næstur til máls. Sagði hann, að þessi tii- laga væri einn angi af land- búnaðarstefnu Alþýöuflokksins. Tillaga þeirra um eignarráð á landi væri önnur hlið á þvi' máli. Siðan sagði þingmaðurinn: Það er rétt að taka það fram að bændur hafa aldrei beðið um niðurgreiðslur á sölustigi á afurðum. Hvað eftir annað hafa bændur beinlinis varað við þeim. Niðurgreiðslurnar eru hag- stjórnartæki rikisvaldsins til þess að halda niðri visitölu, eins og hv. frsm. viðurkenndi réttilega. Visi- talan er að sumu leyti rangt hugsuð I upphafi og raunar af- skræmd i meðförum. T.d. tel ég að skattar eigi ekki og megi ekki vera i visitölunni og það sé i eðli sinu rangt að atvinnurekandi greiðiskatta launþegans. Rikið er einn stærsti atvinnurekandinn. Rikið þarf skatttekjur og leggur skatta á. Visitalan hækkar við það og þá þarf rikið að greiða hærra kaup, og þannig gengur hringavitleysan áfram. Atvinnu- vegirnir bera sig ekki og stöðugt er byrðunum velt yfir á fram- tiðina. Þetta samhengi tel ég að verði að rjúfa. Mjög verulegur hluti efnahagsvandans er girott- inn af þvi að skattarnir eru i visi- tölunni. En bændur hafa varað við niðurgreiðsluleiðinni, m.a. vegna þess að það er erfitt að snúa niður af niðurgreiðsluhjólinu. Vinnslu- og dreifingarkostnað er ekki með öllu óeðlilegt að greiða niður. Bændur eiga t.d. skv. grundvellinum frá 1. sept. 1975 að fá 392.98 kr. fyrir hvert kg af dilkakjöti. Slátrunar- og heild- sölukostnaður var 95 kr. á kg, öluskattur 69.56 kr., smásölu- lagning 22.82 kr. Óniðurgreitt heildsöluverð var 500.42 kr. Niðurgreiðslan var 175.70 kr. og smásöluverðið 417 kr., þannig að 24 kr. vantaði upp á að slátrunar- og dreifingarkostnaður væri greiddur niður. Bændur hafa stundum óskað eftir niðurgreiðslum á frumstigi framleiðslu, svo sem niður- greiðslu á áburðarverði. Þessi teið var farin eftir nákvæma at- hugun i fyrra og varið var til þess þá750millj. kr. Sú leið gafst mjög vel, og ég hygg að það gæti vel komið til álita aðfara svipaða leiö oftar en i það eina skipti. Það var laukrétt hjá hv. frsm. að niðurgreiðslur eru náttúrlega styrkur til neyténda. Niður- greiðslur eru vissulega há upp- hæð en það mælti t.d. iækka hana með þvi að rikiö innheimti ekki söiuskatt af iandbúnaðarafurðum Ég fékk útreiknað 15- des. 1975 hve mikill söluskattur á land- búnaðarafurðum hcfði verið árið 1974. Það ár var hann rúmar 550 millj. kr. Ég held að farsælla væri að fella söluskattinn niður af þessum afurðum og lækka niður- greiðslunnar að þvi skapi.” Fullkomin obilgirni Þá ræddi þingmaðurinn um út- flutnirrgsbæturnar og vitnaði til framleiðsluráðslaganna, þar sem kveðið væri skýlaust á, að allt að 10% af heildarverðmæti sé verð- bætt,ef flytja ættiút. SagðistPáll Pétursson álita að þetta ákvæði ætti rétt á sér vegna þess hve landbúnaður væri háður óvissum þáttum, ekki sizt veðurfari. Siðan sagði þingmaðurinn: „Óþurrkar voru i sumar og mjólkurskortur þar af leiðandi og þar á ofan bættist afgreiðslu- stöðvun á áburöi vegna Verkfalis i áburðarverksmiðjunni þannig að aburður komst ékki á túnin i tæka tið. Þess vegna var ekki hægt að nýta þurrkflæsur. Hey- fengur um talsverðan hluta landsins var hrakinn og bændur kviöu vetrinum. Islendingar hafa fyrr kviðið vetrinum. Þann kviða hafa þeir t.d. reyntað kveða niður með þvi að segja að það sé bara ,,að þreyja þorrann og góuna og þá beri kýrin”. 1 ár dugði bænd- um ekki að þreyja þorrann og gó- una. 1 ár máttu þeir bændur er áttu sinar kýr óbornar, hrósa happi vegna þess að þá var aftur komið verkfall, meira að segja öðrum þræði pólitískt verkfall, svo sem leiðaraskrif Vinnunnar báru gleggstan vott um, og bænd- ur urðu að hella mjólkinni niður. Á 10 dögum fóru mánaðarlaun kúabóndans, þvi að vinnuþáttur- inn er 30% i verðlagsgrundvelli, og að sjálfsögðu þurftu kýrnar sitt fóður, þó að það væri verkfall og sömu hriðingu. Hógværum óskum þessarar láglaunastéttar, þessarar mestu láglaunastéttar i landinu, til ASl um undanþágu var mætt með fullkominni óbil- grini og jafnvel kjafthætti. Þetta fyrirkomulag, að kúabændur geti átt það yfir höfði sér að fá verk- fall tvisvar á ári, verðut til þess að menn þora ekki að byggja af- komu sina á kúabúskap og fara heldur i það að framleiða kjöt og hætta á að ekki verði verkfall i sláturtiðinni. Þetta skapar aftur á móti vandamál út af útflutnings- uppbótum. Nú er flutt út dilkakjöt en mjókurskortur er i landinu. Akvæði um útflutningsuppbæt- ur er eitt eðlilegasta lagaákvæði sem viðreisnarstjórnin setti um landbúnaðarmál. Er þetta ákvæði var sett i lög var horfið frá fyrra fyrirkomulagi að jafna upp i afurðaverði innanlands þann verðmismun er varð á sölu land- búnaðarafurða erlendis, þannig að bændur nálguðust útreiknaðar tekjur sinar ákvarðaðar með lög- um að skuli að vera i samræmi við tekjur viðmiðunarstéttanna. Það fyrirkomulag hafði verið staðfest. með dómi og sá réttur, er það skapaði var af bændum tek- inn meó lögfestingu núverandi fyrirkomulags. Mér þykir núver- aritli fyrirkomulag eðlilegra, m.a. vegna þess að með þvi er hlutur neytenda betur tryggður og hamlað er gegn verðbólgu. Óskynsamlegur leikur að tölum Ég fyrir mitt leyti er ekki til viðtals um að breyta núverandi fyrirkomulagi. Það er hagfræði- prófessor.sem reiknar það út hve há upphæð kæmi á hjón með þrjú börn ef farið væri inn á þá leið sem lagt er til i þessari tillögu. Mér finnst þetta fyrst og fremst vera óskynsamlegur leikur að töl- um.” „Flm. telja sjálfsagt að hafa greiðslurnar jafnháar á einstak- linga án tillits til tekna og láta, einsog segirfgrg., sig ekki muna um að telja það verða til tekjuöfl- unar: iOOþús.kr. á fátæklingana og 100þús. á tugmilljónerana sem flakka út um heiminn mikinn hluta ársins — til þess að jafna tekjurnar hjá þeim. Þrátt fyrir það að ýmislegt fari aflaga hjá hæstv. rikisstj. og hafi farið af- laga hjá vinstri stjórninni lika, þá er svo guði fyrir að þakka að hér hafa allir nóg að borða. Það er íjarstæða að halda þvi fram að ekki sé yfirleitt á borðum lág- tekjufólks nægur og góður matur. Við höfum öll nóg að borða sem ismola 1 veizluna Pú færð Nú getur þú áhyggjulaust boöið gestum kalda drykki heima hjá þér Engin biö eftir aö vatnið frjósi í ískáþnum. Hjá Nesti færöu tilbúna ísmola, — og þu átt ekki á hættu að veröa ís-laus á miðju kvöldi. Renndu viö í Nesti og fáðu þér ísrnola i veizluna! Ártúnshöfða — Elliöaár- NESTI h.f. ■Fossvogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.