Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Fimmtudagur 15. april 1976. Fimmtudagur 15. april 1976. TÍMINN 21 félögin hafa unnið að i samein- ingu, er hin svokallaða vinabæja- starfsemi. Hún er þannig byggð upp, að ákveðnir bæir eða borgir á Norðurlöndum mynda með sér vinabæjakeðju. Þessir bæir halda siðan vinabæjarmót, sumir annað hvert ár, aðrir þriðja eða jafnvel fjórða hvert ár. Og þessi mót fel- ast að sjálfsögðu i gagnkvæmum heimsóknum ibúanna i viðkom- andi bæjum. Heimsóknirnar skapa einhver mestu persónuleg kynni á milli einstaklinga, sem um getur i norrænu samstarfi. Þetta atriði er mjög mikið i sviðsljósinu hjá okkur íslending- um um þessar mundir. Ráða- menn margra bæja hér hjá okkur hafa verið mjög duglegir og starf- samir, og hafa haldið uppi sam- skiptum við vinabæisina á hinum Norðurlöndunum um margra ára skeið, og þeir sem tekið hafa þátt i þessu ljúka upp einum munni um að það sé einhver mikilvæg- asti þátturinn i samstarfi Norður- landaþjóða. Norræna félagið er félagsskap- ur almennings á Norðurlöndum. Það er annars eðlis en önnur nor- ræn starfsemi, sem við þekkjum, þar sem stjórnmálamenn og embættismenn ýmiss konar hafa forystuna. Sú starfsemi er vita- skuldallrar virðingar verð, en við teljum, að almenningur þurfi engu að siður að stofna til gagn- kvæmra kynna, og það verði ekki betur gert á annan hátt en með vinabæja-fyrirkomulaginu. Við hér heima höfum verið að vinna að þvi nú f vetur að fá sem flesta islenzka bæi til þess að taka þátt i þessari vinabæjastarfsemi, og væntum góðs af þeirri viðleitni okkar. Þetta hefur líka einn veigamikinn kost I för með sér: Það verður til þess, að bæja- og sveitarfélög og deildir norrænu félaganna á viðkomandi stöðum, fara að vinna miklu meira saman en áður. Aðeins það hefur að okk- ar mati mjög heppileg féragsleg áhrif. — Hafa norrænu félögin ekki unnið sameiginlega að fleiri menningarlegum verkefnum? — Jú. Þar má til dæmis nefna sýningar ýmiss konar. Það er mjög algengt að sýningar gangi frá landi til lands, og enn fremur á milli félagsdeiida innan hvers lands. Þessar kynningarsýningar eru mikilvægur þáttur i þvi að kynna Norðurlöndin innbyrðis hvert fyrir öðru. Um þessar mundir er verið að hefja baráttu fyrir nýju stefnu- máli, sem við vonum að verði öll- um sem hlut eiga að máli til heilla. Það eru samgöngumál. Norrænu félögin hafa beitt sér fyrir þvi að undanförnu, að far- gjöld innan Norðurlandanna verði ekki látin vera jafndýr og verið hefur, og af þessu tilefni hafa félögin leitað til ýmissa aðila, sem sjá um samgöngur, hvort heldurerum aðræða ferðir á lofti, á sjó eða með járnbraut- um. Hvort þessi viðleitni ber ár- angur, vitum við ekki ennþá, en málið er þó komið á þann rekspöl, að farið er að ræða um þetta i Norðurlandaráði, og það er mjög gott, þvi að vissulega er Norður- landaráð öflugri aðili en norrænu félögin, sem yfirleitt hafa ekki úr miklum fjármunum að spila. Siðferðilegur styrkur og íjárhagslegur ábati. — Ilefúr island einlivern hag af þessu norræna samstarfi? — Þegar talað er um að hafa hag af einhverju, er venjulega átt við beinan fjárhagslegan ábata. Hitt vita þó allir, að til eru önnur verðmæti en hin efnalegu, og þar á ég einkum við menningarleg og siðferðileg verðmæti. Ég fyrir mitt leyti hika ekki við að full- yrða, pð íslendingar hafa haft bæði fjárhagslegt og menningar- legt gagn af samstarfinu við hin Norðurlöndin. Þar ber hinn menningarlega gróða hæst, og er þar nærtækast dærni húsið, þar sem við erum staddir á þessari stundu, Norræna húsið i Reykja- vik. Tildrög þess að þetta hús var reist, voru þau, að á ársfundi nor- rænu félaganna hér i Reykjavik árið 1961, bar sænskur maður fram þá tillögu, að byggð yrði norræn menningarmiðstöð i Reykjavik. Hugmyndir geta verið fljótar að fæðast, en hitt ber eigi sjaldan við, að framkvæmdirnar láti á sér standa. Sú varð þó ekki raunin hér, þvi aðeins sjö árum siðar var Norræna húsið vigt hér i Vatnsmýrinni, eins og þeir vita, sem rekur minni til merkisvið- burða ársins 1968. Ég veit, að ég þar ei að lýsa þvi fyrir neinum hvilik lyftistöng Norræna húsið er og hefur verið fyrir menningarlif Reykvikinga, og einnig eigi svo litil fyrir menningarlif allra landsmanna. Samvinna Nor- ræma hússinsog Norræna félags- ins hefur verið mjög góð frá upp- hafi, og við i Norræna félaginu höfum oft fengið þá sem koma hingað á vegum hússins með menningarlegt efni til þess að fara út á land og veita ibúum ann- arra bæja og byggðarlaga hlut- deild iþvi’sem þeir hafa að bjóða, hvort sem það nú er bein list eöa eitthvert annað efni. Ef við viljum nefna fleiri dæmi um hagnað, sem ekki verður beinlinis talinn i krónum, þá má hiklaust fullyrða, að norrænt samstarf átti mikinn þátt í þvi að móta i Danmörku almennings- álit, sem var okkur hliðhollt i handritamálinu, og svo mætti lengur telja. Sáaftur á móti talaðum beinan fjárhagslegan stuðning, er þess skemmst að minnast, hversu vel og drengilega frændur okkar á Norðurlöndum brugðu við, þegar Vestmannaeyingar og Norðfirð- ingar urðu fyrir alvarlegum skakkaföllum af náttúrunnar völdum. Islendingar munu ekki gleyma þeim mikla vinarhug sem þeim var þá sýndur og kom fram bæði i orðum og athöfnum frænd- þjóðanna. Á þvi ári, sem nú er að liða, hafa frændur okkar á Norður- löndum styrkt okkur siðferðilega i baráttunni um landhelgina, og er þar afstaða Norðurlandaráðs núna i vetur nærtækast dæmi. Sú afstaða var lika undirstrikuð á lundi utanrikisráðherra Norður- landa i Stokkhólmi nýlega. Þannig mætti lengi telja. Af opinberum sjóðum, sem stofnaðir liafa verið, hafa Islendingar miklu meiri hagnað en sem nemur framlagi þeirra til þessara sjóða, og má þar bæði nefna Nor- ræna menningarsjóðinn og Iðn- þróunarsjóð. Það fer þvi ekki neitt á milli mála, að Islendingar hafa margvislegan hag af hinu norræna samstarfi, hvort sem lit- ið er á hina siðferðilegu hlið eða beinan fjárhagslegan ábata. Norræna félagið á ís- landi — Nú væri ganian að lieyra dá- litið um stari'semi Norræna fé- lagsins hér á landi. — Slik beiðni er fullkomlega eðlileg, og ég skal reyna að verða við henni, þótt efnið sé reyndar umfangmeíra en svo, að þvf verðí gerð tæmandi skil i stuttu máli. Gunnar Thoroddsen þakkar gjöf, er Norræna félagiö I Finnlandi færöi Norræna félaginu, Reykjavikurborg og islenzku þjóðinni á ellefu alda afmæii tslandsbyggðar. Til vinstri við Gunnar stendur framkvæmdastjóri finnska félagsins, Veikko Karsma. Hann afbjúpaði merkið. Þátttakendur I norrænni tónlistarkeppni (pianóleik) I Reykjavfk 1972. tslenzku þátttakendurnir eru Anna Áslaug Ragnarsdóttir (fjórða frá vinstri) og Lára Rafnsdóttir (lengst til hægri). Sigurvegarinn I keppninni varð Amaiia Malling frá Danmörku. Hún er klædd langröndóttri slðri blússu hér á myndinni. Jónas Eysteinsson. EINS OG flestum mun kunnugt, hefur norrænt samstarf blómgazt mjög á sfðari árum. Gagnkvæm kynni Norðurlandaþjóðanna hafa farið vaxandi og skilningurinn aukizt að sama skapi. Allt er þetta gott og gleöilegt, og á von- andieftir að bera rikulegan ávöxt í framtiðinni. Norræna húsið i Reykjavik er einn þeirra staða, þar sem höf- undi þessara lina þykir gaman að koma. Þar er umhverfi fagurt og menningarlegt andrúmsloft inn- an veggja. Þangað lagði undirrit- aður leið sina fyrir nokkrum dög- um, að þessu sinni til þess að hitta að máli Jónas^Eysteinsson, fram- kvæmdastjóra Norræna fél. á tslandi. Jónas tók erindi blaða- mannsins vel, eins og hans var von og visa, og leysti vel og greið- lega úr þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagðar. útgáfa timarita — Hvenær var fyrsta norræna lélagiö stofnaö? — Árið 1918 komu saman á- hugamennum norræna samvinnu i Sviþjóð, Danmörku og Noregi. Tilgangur þeirra var að efla sam- skipti þessara þriggja landa og fá Tlmamynd Róbert þau til þess að vinna saman að ýmsum sameiginlegum málefn- um. Þetta varð til þess, að i þess- um þrem löndum voru fyrstu nor- rænu félögin stofnuð árið 1918. Fljótlega var Islandi og Finnlandi boðin þátttaka i þessu samstarfi. Island varð fyrra til að þekkjast boðið, og 1922 var stofnað norrænt íélag á tslandi, en árið 1924 i Finnlandi. Siðar bættust svo Fær- eyjar og Álandseyjar i hópinn,, Árið 1956 var stofnað norrænt fé- lag i Færeyjum, en 1970 á Alands- eyjum, og var það i beinu sam- bandi við það, að þá fengu Alend- ingar sjálfstæða aðild að Norður- landaráði. Fyrsti formaður hins norræna félags á Islandi var Matthias Þórðarson, þáverandi þjóðminja- vörður, og mun hann og Jón Helgason biskup hafa verið með allra fyrstu hvatamönnum að stofnun þessa félagsskapar hér á landi. Siðar komu til sögunnar aðrir menn, sem unnu Norræna félaginu á tslandi ómetanlegt gagn. Menn eins og til dæmis Guðlaugur Rósinkranz, fyrrver- andi þjóðleikhússtjóri, Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrv. ráðherra, Sigurður Bjarnaáon sendiherra og Gunnar Thoroddsen ráðherra. — Hver voru fyrstu verkefnin, sem félagið glimdi við? — Fyrstu verkefnin voru, eins og vænta mátti, á menningarl. sviði: Sameiginleg útgáfustarf- semi, sameiginleg mót og fundir o.fl. 1 sambandi við útgáfuna má geta þess ,að lengi var gefið út rit, sem hét Nordisk Kalender, og var það sameiginlegt rit allra nor- rænu félaganna. Siðan kom tima- bil, þegar hvert hinna norrænu fé- laga gaf út sitt timarit. A þeim tima gáfu Islendingar til dæmis út tvö rit, fyrst Norræn jól, sem var mjög myndarlegt rit, og siðar Norræn tíðindi. En árið 1969 sam- einuðust norrænu félögin enn um útgáfu málgagns, og siðan hefur timaritið Vi i Norden komið út á vegum allra félaganna fjórum sinnum á ári, i um það bil hundr- aðþúsund eintökum, og er sent til allra félagsmanna i norrænu fé- lögunum á Norðurlöndum. Þetta rit þekkja að sjálfsögðu margir Islendingar, þvi að það kemur á hvert heimili, þar sem er einhver félagsmaður Norræna félagsins á tslandi. Það tekur til meðferðar hvers konar áhugamál og sam- eiginleg málefni Norðurland- anna. Það hefur verið gefið út i Osló, siðan það varð sameiginlegt rit allra norrænu félaganna. Samvinna á sviði skóla- mála Á sviði skólamála hófst snemma mikil samvinna á milli Norðurlandaþjóða, og hefur hald- izt æ siðan. En þessi þáttur nor- rænnar samvinnu hefur að miklu leyti farið framhjá okkur íslend- ingum, vegna fjarlægðar frá hin- um Norðurlandaþjóðunum. — Hvernighefur þessum sam- skiptum á sviði skólamála verið háttað? — Þau hafa verið fólgin i nem- endaskiptum, og ekki siður kenn- araskiptum, þar sem kennarar fara á milli landa og eru kannski viku eða svo i stað. Þetta þýðir ekki endilega að þeir fari þá að kenna hver annars námsgreinar, heldur nota þeir timann miklu fremurtil þess aðfræða nemend- ur viðkomandi landa um sitt eigið land. Eneins og ég sagði áðan, þá höfum við íslendingar þvi miður staðið að mestu utan við þetta, bæði vegna fjarlægðar og eins vegna hins, að við höfum ekki treyst okkur til þess, fjárhagsins vegna, að kosta kennara, og þvi siður stóra nemendahópa, til slikra ferðalaga. Og reyndar hefði það lika verið vandkvæðum bundið fyrir okkur að taka á móti nemendahópum frá öðrum lönd- um. Hið helzta, sem við höfum gert á þessu sviði, eru kennaraskipti við Dani. Islenzkum kennurum hefur verið boðið til Danmerkur annað hvert ár, — allt að tuttugu kennurum hverju sinni, — og i staðinn hafa Norræna félagið hér og islenzku kennarasamtökin boðið hingað dönskum kennurum fjórða hvert ár, og þá yfirleitt jafnmörgum og þeim, sem höfðu farið héðan til Danmerkur. — Ekki er útgáfan á Vi i Nord- en eina útgáfustarfsemin á veg- um norrænu félaganna? — Nei, ekkier það nú. Á hvetju ári er gefin út svokölluð gafabók norrænu félaganna. Þessar bækur eru kallaðar svo, vegna þess að upphaflega var ætlazt til þess að verð þeirra yrði innifalið i árgjaldi félagsmanna, og það gera að vi'su Norðmenn, Danir og Sviar, en Islendingar og Finnar hafa hins vegar brugðið á það ráð að panta alltaf nokkurt upplag af bókinni til þess að eiga handa þeim félagsmönnum, sem vilja kaupa hana á kostnaðarverði. Aftur á móti höfum við haft ár- gjaldið lægra en það þyrfti að vera, ef við sendum öllum félags- mönnum gafabókina án sérstaks endurgja lds. Gagnkvæm kynni al- mennings Eitt höfuðmálið, sem norrænu Hér á landi eru nú starfandi tuttugu og niu félagsdeildir. Af þeim hafa sex verið stofnaðar á siðustu þrem árum, — þær eru alveg ný jar — svo hafa niu deildir verið endurlífgaðar, eftir að starfsemi þeirra hafði legið niðri um nokkurra ára skeið, svo að það eru ekki miklar ýkjur þótt sagt sé, að um það bil helmingur deildanna hafi verið stofnaður á siðustu árum, þótt i sumum til- vikum hafi verið um endurnýjun að ræða. Þetta hefur verið eitt meginverkefni félagsina á siðari árum, og það er langt frá þvi að við höfum látið staðar numið á þessari braut. Við ætlum að halda áfram að stofna nýjar deildir, og munum vinna að þvi jafnt og þétt i framtiðinni. Eitt af mörgum verkefnum okkar hér á skrifstofu Norræna félagsins er að útvega ungu fólki dvöl á norrænum lýðháskólum og hafa milligöngu um útvegun styrkja, sem að visueru veittir úr rikissjóði þeirra landa, þar sem nemendurnir dveljast. En við erum beðnir að mæla með nem- endum, og si'ðan kemur það i hlut norrænu félaganna i viðkomandi löndum að annast dreifingu styrkjanna. — Hvað er að segja um inn- byrðis tengsl á milli norrænu deildanua hér á tslandi? — Skrifstofan i Reykjavik reynir að hafa eins náið samband við hinar 28 deildir úti á landi og unnt er og þær óska. Við reynum til dæmis að útvega þeim skemmtikrafta eða efni til fróð- leiks, þegar þær halda samkom- ur. Enn má geta þess, að við höfum reynt að efla æskulýðsstarfsemi innan norrænu félaganna. A sið- ast liðnu ári voru stofnuð sérstök æskulýðssamtök innan félagsins, og hafa þau tekið upp samstarf við norrænu æskulýðssamtökin, en sérstök æskulýðssamtök eru starfandi i hverju landi á vegum norrænu félaganna, og einnig er nú verið að efla samskipti ungs fólks innan norrænu félaganna hér á landi. Formenn, framkvæmdastjórar og nokkrir skrifstofustjórar norrænu félaganna ásamt frúm nokkurra þeirra á formannafundi á Akureyri 1974. Þetta var fyrsti formannafundur á íslandi, sem haldinn var ut- an Reykjavlkur. N orður landa ferðirnar eru menningarstarf- semi, en ekki gróðafyr- irtæki — Hefur Norræna félagið á is- landi ekki beitt sér fyrir ferðalög- um til hinna Norðurlandanna? — Jú, og það er starfsemi, sem ég held að mér sé óhætt að segja að njóti mikilla vinsælda. Við höf- um efnt til slikra ferða á hverju ári, og þó aldrei eins margra og nú i ár. Norðurlandaferðir. hófust fyrir mörgum árum, og var þá aðeins um að ræða leiguferðir, þar sem brottfarardagur og komudagur voru ákveðnir fyrir- fram, og fór þá oftast nær hálfur mánúður I ferðina. En fyrir nokkrum árum voru útbúin sérstök fargjöld, — og höfðu islenzku flugfélögin for- göngu um það. Þar varð afsláttur af fargjöldum allt að fimmtiu hundraðshlutum, og heimferðin A sambandsþingi Norræna félagsins I október 1975 baðst Gunnar Thor- oddsen undan endurkosningu sem formaður félagsins. Hér sést hann óska nýkjörnum formanni, Hjálmari ólafssyni, til hamingju. SAMSTARF BRÆÐRAÞJÓÐA Rætt við Jónas Eysteinsson, framkvæmdastjóra Norræna félagsins ó íslandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.