Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Kimmtudagur 15. april 1976. LEIT MÍN AÐ PATTY HEARST ELLEFTA GREIN Bankaránið — eftir Steven Weed, fyrrverandi unnusta Patty Hearst Hinum megin flóans, i San Francisco: John McLean og Jack Webb voru um það bil að leggja af stað i banka Webbs, Hibemia bankann við Noriega götu i Sun- set hverfinu. Þaö er kaldhæðni örlaganna að Hibernia banka- samsteypan var stofnsett af lang- afa nánustu æskuvinkonu Patty- ar, Irish Tobin. McLean segir svo frá: Klukkan var um þaö bil 9:15, og við vorum á leið út um dyrnar. Þá varð eitt- hvað til þess aö tefja fyrir okkur. Jack fékk óvænta simhringingu, eða eitthvað slikt. Ég man það ekki nákvæmlega. En hvað um það, við ákváðum að fara i bank- ann daginn eftir. Þeir McLean og Webb frestuðu þvi að fara i bankann þennan mánudagsmorgun. En sama verður ekki sagt um átta manneskjur aðrar. Klukkan 9:15 sveigðu tveir bilar upp að banka- byggingunni, Ford Station og græn Hornet bifreið. Klukkan 9:50 hlupu fimm manneskjur hverá eftir annarri að aðaldyrum bankans. Fremst var Patty. Blá- saklaus viðskiptavinur fór inn á undan henni, og vissi alls ekki af henni aö baki sér. Þungar aðal- dyrnar skullu á andlit hennar ,og hún féll i gangstéttina. Mizmoon, Camilla, Hall, Nancy Ling Perry og DeFreeze hlupu framhjá henni. Fatty skjögraði inn á eftir þeim og tók upp nokkur skothylki, sem hún hafði misst. Þá tóku þau öll fram stutta riffla, sem þau höföu falið innan klæða, og rööuðu sér upp i miðjum salnum. Nancy Ling Perry hrópaði: — SLA SLA Allir eiga að leggjast á gólfið. Þá hrópaði Cique: — Fyrsti undan- villingurinn sem neitar að leggj- ast á gólfiö, verður skotinn i haus- inn. Edward Shea, 66 ára öryggis- vörðuribankanum, sagði: — Hún virtist ekki hrædd. Svo mikið get ég fullyrt. Hún virtist vita hvað hún var að aðhafast. Hún var með byssu og virtist þess albúinn að beita henni, ef nauðsyn bæri til. DeFreeze var ekki lengi að af- vopna Shea. Svo hrópaði hann á fólkið og skipaði þvi aö leggjast á gólfiö. James Smith bankastjóri heyrði hrópin og lætin. Hann leit niður i salinn og setti svo i gang hljóðlaus viðvörunarkerfi, sem setti sjálfvirkar kvikmyndavélar bankans af stað. DeFreeze gætti aðaldyranna. Hann sveiflaði rifflinum fram og aftur,auk þess sem hann hrópaði fyrirmæli sin. Patty stóö i miðj- um salnum, en Camilla var yzt i salnum. Þær Mizmoon og Nancy Ling Perry stóöu vörö hjá gjald- kerastúkunum og hófu nú að tæma peningaskúffurnar. Einn ræningjanna hrópaði: — Einstakt tilboð Glæsileg TOSHIBA stereo-samstæða með öllu tilheyrandi fyrir aðeinsl 20.890 KR. tfoóiuba 1 TOSHIBA 100 ÁRA l tilefni 100 ára afmælis Toshiba (Tokyo Shibaura Electric Co„ Japan) getum við boðið þessa glæsilegu sam- stæðu á aðeins kr. 120.890. Athugið! Aðeins er um takmarkað magn að ræða. SM 3000 sarnstæðan samanstendur af: Utvarpstæki með langbylgju, mið- bylgju og FM-bylgju. 16 watta magn ara, reimdrifnum plötuspilara með þungum.renndum diski. Armurinn er vökvalyf tur. Cassettu segulbandstækið er bæði fyrir upptöku og afspilun i stereo. 2 styrkleikamæiar eru á tækinu og 3ja stafa teljari. 2 stórir hátalarar fylgja með og eru 2 hátalarar i hvoru boxi. Ars ábyrgð. Greiðsluskilmálar: út- borgun 60.000, siðan 20.000 á mánuði. EINAR FARESTVEIT & CO. Bergstaðas*ræti 10 A Simi 1-69-95 — Reykjavik HF Viö erum úr SLA hreyfingunni. Þetta er Tania Hearst. Sagt er að Patty hafi aðeins talaö i eitt sinn, meðan rániö stóö: — Leggizt niður, eða ég skýt af ykkur andsk..... hausana. Smith sagði siðar svo frá, að Patty hefði beint rifflinum að viðskiptavinunum á gólfinu og „virtist þess albúin að hleypa af, ef vandræði yrðu.” En það kom ekki til neinna vandræða. Eftir fjórar minútur var allt um garð gengið. Úr fjár- geymslu gjaldkeranna var búið að ræna 10.960 dollurum. En þegar ræningjarnir voru á leiö út, vildi svo slysalega til, að viðskiptavinur kom inn i bank- ann. Nancy Ling Perry hnipraði sig saman og lét kúlnahríðina dynja á aðaldyrunum. Hún skaut manninn i mjöðmina. Cique hentistút og lét kúlnahriðina llka dynja. Hann skaut gangandi veg- faranda i magann. Ræningjarnir tróöust inn i Station-bifreiöina, sem brunaði þegar af stað, ásamt Homet-bilnum. 1 honum voru fjórir SLA-félagar. Eftir lágu tveir fullorðnir menn I blóði sinu á gangstéttinni, og á kvikmynda- filmunni voru 1500 myndrammar, sem sýndu ræningjana. Daginn eftir hraðaði ég mér á skrifstofu Charles Bates, starfs- manns FBI. Ég vonaöist til að fá einhverjar upplýsingar. Mér var ómögulegt að lifa i óvissu. En hann sagöi mér ekki nema undan og ofan af atburðunum. Þaö vant- aði ekki aö Bates var með mynd- irnar, en honum var „ekki frjálst” að sýna mér þær. — Enn er of snemmt að segja nokkuö, sagöi hann. Samt sem áður höfðu morgunblöðin þaö eftir leynilögreglumanni frá San Francisco, aö á einni myndinni sæistPatty brosa um leið og einn vegfarenda varð fyrir byssukúlu. Bates þóttist ekki geta rætt um það. Hann sendi mig til Brown- ings, lögmanns stofnunarinnar. En Browning sagði mér ekkert nýtt: — Þú getur ekki fengið að sjá myndirnar. Þú ert ekki lög- fræðingur. Þú myndir ekki skilja þetta... Nú var fokið i flest skjól. Ég bað hann ákaft að gefa ekki út hand- tökuskipun á Patty.... — Eins og sakir standa er hún talin mjög mikilvægt vitni, annað ekki, svaraði hann. Svo rétti hann mér eina myndina af Patty. Hún stóð fyrir framan gjaldkerastúkuna og miðaði rifflinum á gólfið. Hún horfði á hlið. — Er þetta Patty, spurði Browning. Ég svarði, aö auðvitaö væri þetta hún. — Viltu skrifa undir myndina? Ertu fáanlegur til að koma fyrir rétt og vitna um skapgerð hennar? Ég ritaði nafn mitt aftan á myndina. Ég var kominn hálfa leið niður stigaþrepin, þegar mér varö ljóst hvaö Browning var bú- inn að gera. Ég var búinn að rita nafn mitt aftan á myndina. Hún yrði án efa lögð fram sem sönn- unargagn fyrir réttinum. Browning myndi liklega segja sem svo: — Ég vil fá það bókað i réttarskjölin, að Steven Weed hefur staðfest þessa mynd ag rit- að nafn sitt aftan á hana. Þessi bölvaði refur var þegar farinn að undirbúa mál á hendur henni. Nokkru seinna var ég kominn á hraðbrautina og ók I átt að Hílis- borough. Ég var gersamlega ráð- þrota og fullur haturs á SLA. Jafnframt óttaðist ég hvaö þeir myndu gera næst. Svo gat fariö aö SLA tækist aö telja fólki trú um aö Patty hefði tekið þátt i bankarán- inu af fúsum og frjálsum vilja. Hvað tæki við næst? Myndu þeir láta hana hverfa fyrir fullt og allt, eða neyða hana til þátttöku i enn öðrum glæp. Þá gat svo farið að hún yrði skotin til bana. Þegar John Lester hringdi i mig og lagði til að ég gæti frétta- mönnum yfirlýsingu á heimili Hearsthjónanna, sam- sinnti ég þvi. Ég vonaðist til að geta gefið þessa yfirlýsingu, áður en Hearsthjónin kæmu frá Las Cruces. Helzt vildi ég að orð min yröu einföld og beinskeytt. Ég vildi alls ekki aö sú spenna, sem var milli Hearstfjölskyldunnar og sjálfs min, kæmi fram i þessum orðum minum. Ég braut mér leið gegnum fréttamannaþvöguna og komst inn i forstofuna. Þar settist ég niður ogfór aö ihuga, hvað ég ætti að segja. Lester stóð við útidyrn- ar að venju. Rétt i sama mund komu hjónin heim. Spennan milli min og herra Hearst fór nú tæpast leynt. — Þaðerekki skynsamlegt aö segja neittnúna. Hugsaðu málið, sagði hann viö mig. Ég sagðist þegar hafa hugsað um þetta. Við værum nú búin að biða tvo mánuöi og værum jafn- nær. — Þú skalt aö minnsta kosti lýsa þvi yfir, að þú talar aðeins fyrir sjálfan þig, sagði hann og sneri frá mér. Lester gaf mér merki og ég gekk út: Saksóknarinn Browning og FBI-maöurinn Bates virða fyrir sér myndirnar úr bankaráninu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.